ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2020 12:07 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. Fregnir hafa borist af því að 73 einstaklingar séu með skráð lögheimili í húsnæðinu og þar af eru flestir erlent fólk. Í yflrýsingu frá ASÍ segir að leiða megi líkum að því að um sé að ræða erlent verkafólk sem atvinnurekandi hafi útvegað húsnæði. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að verkalýðshreyfingin hafi lengi kallað eftir samhæfðum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi, sporna gegn mansali og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Það hafi ekki gengið eftir og enn hafi ekki verið staðið við fyrirheit Lífskjarasamninganna þar að lútandi. „Sérstaklega hefur verkalýðshreyfingin farið fram með kröfur til að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda og að atvinnurekendur séu kallaðir til ábyrgðar ef húsnæði er óviðunandi. Vitað er um fleiri tilfelli þar sem grunur leikur á að fjöldi fólks hafist við í óviðunandi húsnæði,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir rannsaka eigi málið af fullum þunga. „Hugur okkar er nú fyrst og fremst hjá því fólki sem var í húsinu þegar eldurinn braust út og aðstandendum þess. Við köllum eftir því að málið sé rannsakað af fullum þunga. Enn er óljóst á hvers vegum fólkið dvaldi í húsinu og hvers vegna svo margt fólk var þar með skráð lögheimili. Við vitum að ítrekað hefur verið kallað eftir að þetta húsnæði – og annað sambærilegt – væri tekið til skoðunar vegna ástands þess. Bruninn á Bræðraborgarstíg kallar á ítarlega og fumlausa rannsókn og það er krafa ASÍ að þar sé hverjum einasta steini velt við. Svona má aldrei gerast aftur.“ Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. Fregnir hafa borist af því að 73 einstaklingar séu með skráð lögheimili í húsnæðinu og þar af eru flestir erlent fólk. Í yflrýsingu frá ASÍ segir að leiða megi líkum að því að um sé að ræða erlent verkafólk sem atvinnurekandi hafi útvegað húsnæði. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að verkalýðshreyfingin hafi lengi kallað eftir samhæfðum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi, sporna gegn mansali og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Það hafi ekki gengið eftir og enn hafi ekki verið staðið við fyrirheit Lífskjarasamninganna þar að lútandi. „Sérstaklega hefur verkalýðshreyfingin farið fram með kröfur til að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda og að atvinnurekendur séu kallaðir til ábyrgðar ef húsnæði er óviðunandi. Vitað er um fleiri tilfelli þar sem grunur leikur á að fjöldi fólks hafist við í óviðunandi húsnæði,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir rannsaka eigi málið af fullum þunga. „Hugur okkar er nú fyrst og fremst hjá því fólki sem var í húsinu þegar eldurinn braust út og aðstandendum þess. Við köllum eftir því að málið sé rannsakað af fullum þunga. Enn er óljóst á hvers vegum fólkið dvaldi í húsinu og hvers vegna svo margt fólk var þar með skráð lögheimili. Við vitum að ítrekað hefur verið kallað eftir að þetta húsnæði – og annað sambærilegt – væri tekið til skoðunar vegna ástands þess. Bruninn á Bræðraborgarstíg kallar á ítarlega og fumlausa rannsókn og það er krafa ASÍ að þar sé hverjum einasta steini velt við. Svona má aldrei gerast aftur.“
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01