ASÍ vill rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2020 12:07 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. Fregnir hafa borist af því að 73 einstaklingar séu með skráð lögheimili í húsnæðinu og þar af eru flestir erlent fólk. Í yflrýsingu frá ASÍ segir að leiða megi líkum að því að um sé að ræða erlent verkafólk sem atvinnurekandi hafi útvegað húsnæði. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að verkalýðshreyfingin hafi lengi kallað eftir samhæfðum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi, sporna gegn mansali og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Það hafi ekki gengið eftir og enn hafi ekki verið staðið við fyrirheit Lífskjarasamninganna þar að lútandi. „Sérstaklega hefur verkalýðshreyfingin farið fram með kröfur til að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda og að atvinnurekendur séu kallaðir til ábyrgðar ef húsnæði er óviðunandi. Vitað er um fleiri tilfelli þar sem grunur leikur á að fjöldi fólks hafist við í óviðunandi húsnæði,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir rannsaka eigi málið af fullum þunga. „Hugur okkar er nú fyrst og fremst hjá því fólki sem var í húsinu þegar eldurinn braust út og aðstandendum þess. Við köllum eftir því að málið sé rannsakað af fullum þunga. Enn er óljóst á hvers vegum fólkið dvaldi í húsinu og hvers vegna svo margt fólk var þar með skráð lögheimili. Við vitum að ítrekað hefur verið kallað eftir að þetta húsnæði – og annað sambærilegt – væri tekið til skoðunar vegna ástands þess. Bruninn á Bræðraborgarstíg kallar á ítarlega og fumlausa rannsókn og það er krafa ASÍ að þar sé hverjum einasta steini velt við. Svona má aldrei gerast aftur.“ Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Alþýðusamband Íslands kallar eftiri ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg. Þrír eru látnir og tveir á gjörgæslu eftir brunann í gær. Fregnir hafa borist af því að 73 einstaklingar séu með skráð lögheimili í húsnæðinu og þar af eru flestir erlent fólk. Í yflrýsingu frá ASÍ segir að leiða megi líkum að því að um sé að ræða erlent verkafólk sem atvinnurekandi hafi útvegað húsnæði. Í áðurnefndri yfirlýsingu segir að verkalýðshreyfingin hafi lengi kallað eftir samhæfðum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi, sporna gegn mansali og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Það hafi ekki gengið eftir og enn hafi ekki verið staðið við fyrirheit Lífskjarasamninganna þar að lútandi. „Sérstaklega hefur verkalýðshreyfingin farið fram með kröfur til að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekanda og að atvinnurekendur séu kallaðir til ábyrgðar ef húsnæði er óviðunandi. Vitað er um fleiri tilfelli þar sem grunur leikur á að fjöldi fólks hafist við í óviðunandi húsnæði,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir rannsaka eigi málið af fullum þunga. „Hugur okkar er nú fyrst og fremst hjá því fólki sem var í húsinu þegar eldurinn braust út og aðstandendum þess. Við köllum eftir því að málið sé rannsakað af fullum þunga. Enn er óljóst á hvers vegum fólkið dvaldi í húsinu og hvers vegna svo margt fólk var þar með skráð lögheimili. Við vitum að ítrekað hefur verið kallað eftir að þetta húsnæði – og annað sambærilegt – væri tekið til skoðunar vegna ástands þess. Bruninn á Bræðraborgarstíg kallar á ítarlega og fumlausa rannsókn og það er krafa ASÍ að þar sé hverjum einasta steini velt við. Svona má aldrei gerast aftur.“
Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Höfðu nýverið afskipti af sama fyrirtæki vegna ólöglegs íbúðarhúsnæðis Fyfirtækið sem á Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrír létut í eldsvoða í gær, er HD Verk ehf. Það kom nýverið til sögu hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins varðandi ólöglegt íbúðarhúsnæði og útlendinga sem taldir voru starfa hér á landi án atvinnuleyfis. 26. júní 2020 11:01