Þetta gerðist á okkar vakt Grímur Atlason skrifar 26. júní 2020 14:34 Í gær brann hús í Vesturbænum í næsta nágrenni við mig. Í þessu húsi eiga lögheimili 73 einstaklingar og virðist það hafa gengt hlutverki íverustaðar fyrir erlenda farandverkamenn. Húsnæðið var sagt brunagildra af slökkviliðsstjóra og verkalýðsfélagið Efling ku hafa kvartað undan aðbúnaði starfsmanna ítrekað. Undrunaralda gengur nú um samfélagið og fólk spyr sig hvernig svona nokkuð getur gerst. Það er mjög eðlilegt enda er þetta bæði óskiljanlegt og afar sorglegt mál. Fólk er reitt og vill draga fólk til ábyrgðar. Það er líka eðlilegt og sjálfsagt. En við ættum líka öll sem eitt að setjast niður og horfa í eigin barm. Hvernig má það vera að hópur manna býr við allt önnur kjör og aðstæður en þorri fólks? Virðing fyrir fólki, óháð kyni, skoðunum og bakgrunni, er undirstaða siðaðs samfélags. Baráttan gegn fordómum og hvers kyns mismunun er í raun eina baráttan sem skiptir öllu máli. Við eigum langt í land á Íslandi þó margt hafi áunnist. Í vikunni heyrðum t.d. við af málefnum heimilislausra og viðbrögðum í samfélaginu vegna þeirra. Þar tjáðu sig margir en oft af fullkominni vanþekkingu og með sleggjudómum og rangfærslum. Heimilislausum þyrfti vissulega að hjálpa en alltaf betra að það verði gert í næsta hverfi eða næsta sveitarfélagi. Í þessu liggur vandinn. Setjum lok á vandamálin og horfum í hina áttina. Fyrir 20 árum vann ég um þriggja ára skeið hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Á þeim tíma rakst ég á húsnæði hvar margir af þeim notendum þjónustunnar, sem ég veitti áttu, lögheimili. Það kom mér á óvart enda voru þeir flestir heimilislausir eða eins og það hét þá „óstaðsettir í hús“. Ég fór að grennslast fyrir um þetta og komst að því að stórtækur braskari gerði leigusamninga við heimilislausa sem þeir síðan fóru með til félagsþjónustunnar og fengu fyrirframgreidda aðstoð við leigu til þriggja mánaaða, sem þá var veitt til að komast í húsnæði, auk húsaleigubóta. Peningunum var síðan skipt á milli „leigjandans“ og „leigusalans“ – leigjandinn hélt áfram að vera heimilislaus. Það eru tæp 20 ár síðan þetta komst upp og gallar kerfisins blöstu við. Hvers vegna eru þá í dag 73 erlendir farandverkamenn með sama lögheimili og í brunagildru í ofanálag? Svar mitt: Við erum of upptekin við að horfa í hina áttina. Mál hafa komið upp endurtekið sl. ár og áratugi. Brunagildrur á Kársnesinu, á Höfða, í Breiðholti o.s.frv. Fyrsta frétt í nokkra daga en gleymd viku síðar og ekkert gerist. Ef við viljum raunverulega breyta einhverju þurfum við öll að taka ábyrgð. Horfast í augu við það að mörgþúsund störf eru svo illa borguð á Íslandi að þeim er sinnt af farandverkamönnum sem fæst okkar eigum nokkurt samneyti við. Starfsmannaleigur eru margar og margskonar en sumar þeirra virðast geta komist upp með það ítrekað að fótumtroða réttindi verkamanna sinna. Stöndum í lappirnar og segjum mismunun stríð á hendur. Sættum okkur ekki við að fólk borgi 100.000 kr. fyrir gluggalaus herbergi í mygluhjöllum. Það gerum við með því að gangast við ábyrgð okkar sem er að við leyfðum þessu að gerast á okkar vakt! Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Grímur Atlason Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Í gær brann hús í Vesturbænum í næsta nágrenni við mig. Í þessu húsi eiga lögheimili 73 einstaklingar og virðist það hafa gengt hlutverki íverustaðar fyrir erlenda farandverkamenn. Húsnæðið var sagt brunagildra af slökkviliðsstjóra og verkalýðsfélagið Efling ku hafa kvartað undan aðbúnaði starfsmanna ítrekað. Undrunaralda gengur nú um samfélagið og fólk spyr sig hvernig svona nokkuð getur gerst. Það er mjög eðlilegt enda er þetta bæði óskiljanlegt og afar sorglegt mál. Fólk er reitt og vill draga fólk til ábyrgðar. Það er líka eðlilegt og sjálfsagt. En við ættum líka öll sem eitt að setjast niður og horfa í eigin barm. Hvernig má það vera að hópur manna býr við allt önnur kjör og aðstæður en þorri fólks? Virðing fyrir fólki, óháð kyni, skoðunum og bakgrunni, er undirstaða siðaðs samfélags. Baráttan gegn fordómum og hvers kyns mismunun er í raun eina baráttan sem skiptir öllu máli. Við eigum langt í land á Íslandi þó margt hafi áunnist. Í vikunni heyrðum t.d. við af málefnum heimilislausra og viðbrögðum í samfélaginu vegna þeirra. Þar tjáðu sig margir en oft af fullkominni vanþekkingu og með sleggjudómum og rangfærslum. Heimilislausum þyrfti vissulega að hjálpa en alltaf betra að það verði gert í næsta hverfi eða næsta sveitarfélagi. Í þessu liggur vandinn. Setjum lok á vandamálin og horfum í hina áttina. Fyrir 20 árum vann ég um þriggja ára skeið hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur. Á þeim tíma rakst ég á húsnæði hvar margir af þeim notendum þjónustunnar, sem ég veitti áttu, lögheimili. Það kom mér á óvart enda voru þeir flestir heimilislausir eða eins og það hét þá „óstaðsettir í hús“. Ég fór að grennslast fyrir um þetta og komst að því að stórtækur braskari gerði leigusamninga við heimilislausa sem þeir síðan fóru með til félagsþjónustunnar og fengu fyrirframgreidda aðstoð við leigu til þriggja mánaaða, sem þá var veitt til að komast í húsnæði, auk húsaleigubóta. Peningunum var síðan skipt á milli „leigjandans“ og „leigusalans“ – leigjandinn hélt áfram að vera heimilislaus. Það eru tæp 20 ár síðan þetta komst upp og gallar kerfisins blöstu við. Hvers vegna eru þá í dag 73 erlendir farandverkamenn með sama lögheimili og í brunagildru í ofanálag? Svar mitt: Við erum of upptekin við að horfa í hina áttina. Mál hafa komið upp endurtekið sl. ár og áratugi. Brunagildrur á Kársnesinu, á Höfða, í Breiðholti o.s.frv. Fyrsta frétt í nokkra daga en gleymd viku síðar og ekkert gerist. Ef við viljum raunverulega breyta einhverju þurfum við öll að taka ábyrgð. Horfast í augu við það að mörgþúsund störf eru svo illa borguð á Íslandi að þeim er sinnt af farandverkamönnum sem fæst okkar eigum nokkurt samneyti við. Starfsmannaleigur eru margar og margskonar en sumar þeirra virðast geta komist upp með það ítrekað að fótumtroða réttindi verkamanna sinna. Stöndum í lappirnar og segjum mismunun stríð á hendur. Sættum okkur ekki við að fólk borgi 100.000 kr. fyrir gluggalaus herbergi í mygluhjöllum. Það gerum við með því að gangast við ábyrgð okkar sem er að við leyfðum þessu að gerast á okkar vakt! Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar