Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júní 2020 19:00 Talið að er eldvarnir hússins sem bran við Bræðraborgarstíg hafi ekki verið í lagi. Vísir/Vilhelm Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku og tveir slösuðust alvarlega, hefur vakið upp hörð viðbrögð um aðbúnað erlends verkafólks á leigumarkaði. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, mættu á fund Velferðarnefndar þar sem málið var tekið fyrir og því velt upp hvort ráðast þurfi í laga- og eða reglugerðarbreytingar til þess að tryggja aðbúnað. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra mætti á fund Velferðarnefndar í dag ásamt slökkviliðsstjóra.Vísir/Sigurjón Sýnist þurfa að gera laga- og reglugerðarbreytingar „Við erum í eldvarnarátaki sem hrintum af stað eftir ákveðna úttekt sem að gerð var og viljum í sjö aðgerðum til þess að efla brunavarnir og eldvarnareftirlit í landinu. hvort að það þurfi sérstakar lagabreytingar í framhaldi af þessu, það munum við skoða og það er hluti af vinnunni fram undan á næstunni,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Eins og fram hefur komið voru tugir skráðir til heimilis í húsinu á Bræðraborgarstíg. Í húsinu við hliðina eru enn fleiri skráðir til heimilis og svo virðist staðan vera á öðrum stöðum þar sem erlent verkafólk, sem kemur hingað til starfa, er skráð til heimilis. Tugir voru skráðir til heimilis í húsinu á Bræðraborgarstíg.Vísir/Vilhelm Verst að skoða að setja eftirlit með lögheimilisskráningu „Ég held að þetta sé eitthvað þurfi að skoða. Nú er þetta eitthvað sem heyrir ekki undir mitt málefna svið beint, þannig að ég held að það samtal þurfi að eiga sér stað,“ segir Ásmundur. Slökkviliðsstjóri er fylgjandi slíku eftirliti. „Mér þætti það nú kannski eðlilegt að það væri ekki hægt að skrá sjötíu manns á eitt heimilisfang og við erum með dæmi um að það séu skráðir yfir hundrað í eitt einbýlishús, þannig að þarna er eitthvað sem þarf að skoða betur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Vilhelm Ef auka á eldvarnareftirlit þarf meira fé og aukinn mannskap Í dag er eldvarnareftirliti einungs heimilt að taka út brunavarnir á vinnustöðum en á fundi Velferðarnefndar var því velt upp hvort slökkviliði gæti bætt við eldvarnaeftirliti á heimilum. „Í dag erum við engan veginn þar en ef það er vilji myndum við ekki vinna gegn því en þá þarf að bæta okkar umhverfi og fjölga mannskap,“ segir Jón Viðar. Slökkvilið Félagsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Til skoðunar að breyta lögum í kjölfar brunans Velferðarnefnd boðaði félagsmálaráðherra til fundar í dag vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu vegna aðbúnaðar erlends verkafólks sem leigi jafnvel íbúðir við óviðunandi aðstæður. 30. júní 2020 13:12 Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. 29. júní 2020 19:13 „Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. Bruninn á Bræðraborgarstíg í síðustu viku og tveir slösuðust alvarlega, hefur vakið upp hörð viðbrögð um aðbúnað erlends verkafólks á leigumarkaði. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, mættu á fund Velferðarnefndar þar sem málið var tekið fyrir og því velt upp hvort ráðast þurfi í laga- og eða reglugerðarbreytingar til þess að tryggja aðbúnað. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra mætti á fund Velferðarnefndar í dag ásamt slökkviliðsstjóra.Vísir/Sigurjón Sýnist þurfa að gera laga- og reglugerðarbreytingar „Við erum í eldvarnarátaki sem hrintum af stað eftir ákveðna úttekt sem að gerð var og viljum í sjö aðgerðum til þess að efla brunavarnir og eldvarnareftirlit í landinu. hvort að það þurfi sérstakar lagabreytingar í framhaldi af þessu, það munum við skoða og það er hluti af vinnunni fram undan á næstunni,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Eins og fram hefur komið voru tugir skráðir til heimilis í húsinu á Bræðraborgarstíg. Í húsinu við hliðina eru enn fleiri skráðir til heimilis og svo virðist staðan vera á öðrum stöðum þar sem erlent verkafólk, sem kemur hingað til starfa, er skráð til heimilis. Tugir voru skráðir til heimilis í húsinu á Bræðraborgarstíg.Vísir/Vilhelm Verst að skoða að setja eftirlit með lögheimilisskráningu „Ég held að þetta sé eitthvað þurfi að skoða. Nú er þetta eitthvað sem heyrir ekki undir mitt málefna svið beint, þannig að ég held að það samtal þurfi að eiga sér stað,“ segir Ásmundur. Slökkviliðsstjóri er fylgjandi slíku eftirliti. „Mér þætti það nú kannski eðlilegt að það væri ekki hægt að skrá sjötíu manns á eitt heimilisfang og við erum með dæmi um að það séu skráðir yfir hundrað í eitt einbýlishús, þannig að þarna er eitthvað sem þarf að skoða betur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Vilhelm Ef auka á eldvarnareftirlit þarf meira fé og aukinn mannskap Í dag er eldvarnareftirliti einungs heimilt að taka út brunavarnir á vinnustöðum en á fundi Velferðarnefndar var því velt upp hvort slökkviliði gæti bætt við eldvarnaeftirliti á heimilum. „Í dag erum við engan veginn þar en ef það er vilji myndum við ekki vinna gegn því en þá þarf að bæta okkar umhverfi og fjölga mannskap,“ segir Jón Viðar.
Slökkvilið Félagsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Til skoðunar að breyta lögum í kjölfar brunans Velferðarnefnd boðaði félagsmálaráðherra til fundar í dag vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu vegna aðbúnaðar erlends verkafólks sem leigi jafnvel íbúðir við óviðunandi aðstæður. 30. júní 2020 13:12 Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. 29. júní 2020 19:13 „Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Til skoðunar að breyta lögum í kjölfar brunans Velferðarnefnd boðaði félagsmálaráðherra til fundar í dag vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu vegna aðbúnaðar erlends verkafólks sem leigi jafnvel íbúðir við óviðunandi aðstæður. 30. júní 2020 13:12
Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar. 29. júní 2020 19:13
„Þessi harmleikur er ekkert slys“ Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi. 28. júní 2020 23:08