Fótbolti

Fréttamynd

Frá Akur­eyri í Meistara­deild Asíu

Lidja Kulis og Lara Ivanusa hafa yfirgefið Þór/KA og samið við Abu Dhabi Country Club sem spilar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Liðið mun spila í riðlakeppni Meistaradeildar Asíu á komandi leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aftur töpuðu læri­sveinar Heimis

Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta máttu þola annað tap sitt í röð þegar Írland fékk Grikkland í heimsókn í Þjóðadeild karla. Þá gerðu Holland og Þýskaland 2-2 jafntefli í fjörugum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Kane sá um bar­áttu­glaða Finna

England lagði Finnland 2-0 í leik liðanna í B-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Framherjinn Harry Kane var að leika sinn 100. A-landsleik fyrir England og gerði bæði mörkin, hann er því komin með 68 landsliðsmörk.

Fótbolti
Fréttamynd

Nóel Atli með brotið bein í fæti

Nóel Atli Arnórsson, leikmaður Álaborgar í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og yngri landsliða Íslands, er með brotið bein í fæti. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolti.net.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir af­rek Ron­aldo hvetja sig á­fram

Enski framherjinn Harry Kane spilar sinn 100. A-landsleik þegar England mætir Finnlandi á morgun, þriðjudag. Kane vonast til að spila fyrir þjóð sína jafn lengi og Cristiano Ronaldo hefur gert fyrir Portúgal.

Fótbolti
Fréttamynd

Šeško með þrennu og Haaland hetja Noregs

Í B-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu var af nægu að taka í kvöld. Wales skoraði tvö á þremur mínútum í Svartfjallalandi, Slóveninn Benjamin Šeško skoraði þrennu og Noregur vann leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Frakk­land með sann­færandi sigur á Belgíu

Tveir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Frakkland vann góðan 2-0 sigur á Belgíu á meðan Ítalía hefði þá átt að vinna Ísrael með meiri mun í leik sem fór fram á hlutlausum velli í Ungverjalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Af­mælis­barnið Gylfi Þór fær kannski köku­sneið

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir Gylfa Þór mögulega fá kökusneið í tilefni dagsins en ekki mikið meira en það þar sem það er leikur annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Til­búinn að kaupa Boehly út

Það virðist mikið ósætti meðal eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea og nú hefur Sky Sports greint frá því að Behdad Eghbali og Clearlake Capital séu tilbúin að kaupa Todd Boehly út en hann hefur verið andlit hinna misheppnuðu eigendaskipta félagsins. 

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ef þetta hefði gerst í karla­fót­bolta“

„Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta,“ skrifar Magnús Örn Helgason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu um mynd sem birt var af þjálfara FHL og aðstoðarþjálfara Fram eftir sigur síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í Bestu deild kvenna að ári.

Íslenski boltinn