Fjölskyldan í fyrsta sæti hjá Falk sem missti af stórleiknum gegn Bröndby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 11:01 Fyrirliðinn Rasmus Falk í leik með FCK á þessari leiktíð. Craig Foy/Getty Images Rasmus Falk, fyrirliði FC Kaupmannahafnar, missti af nágrannaslagnum gegn Bröndby á dögunum þar sem eiginkona hans, Jacqueline Ann Sofie Falk Østergaard, þurfti að gangast undir aðgerð eftir að hafa fætt fyrirbura fyrr í sumar. Falk hefur nú tjáð sig um atvikið á samfélagsmiðlum en stuðningsfólki félagsins brá heldur betur brún í þegar það sá nafn hans hvergi á leikskýrslunni í stórleiknum gegn Bröndby. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir Falk að síðustu vikur hafi verið erfiðar en sonur þeirra kom í heiminn þann 29. júlí, rúmum 9 vikum fyrir settan dag. Degi áður hafði Falk verið að spila með FCK gegn AGF þegar hann var tekinn af velli og sást skömmu síðar hlaupa í átt til búningsherbergja, degi síðar kom sonur þeirra svo í heiminn. View this post on Instagram A post shared by @rasmusfalkjensen Í færslu sinni segir hann að síðan þá hafi lítið verið sofið og allskyns skoðanir átt sér stað enda drengurinn fæddur löngu fyrir settan dag. Hann segir samt mikla gleði, von og óendanlega ást hafa umlukið sig og Jacqueline þar sem sonur þeirra var loks kominn í heiminn. Þó Jacqueline og sonur hans hafi verið á spítalanum hefur Falk samt verið í lykilhlutverki hjá FCK. Það er þangað til liðið mætti Bröndby í því sem er einn stærsti leikur Skandinavíu. Moi lukker og slukker🔒🔥#fcklive #sldk pic.twitter.com/Rlw9w0ZlXR— F.C. København (@FCKobenhavn) September 1, 2024 Þegar það styttist í lokin á spítalavist þeirra þurfti Jacqueline skyndilega að undirgangast aðgerð og því gat Falk ekki gefið kost á sér í leikinn. Ekki kemur fram hvers vegna Jacqueline þurfti að fara í aðgerð en sem betur fer er hún á batavegi og segir Falk þau við það að vera tilbúin að takast á við lífið utan veggja spítalans sem fjölskylda. Miðjumaðurinn hefur fengið þó nokkra daga í frí þar sem nú er landsleikjahlé en reikna má með Falk í byrjunarliði FCK þegar liðið mætir ríkjandi meisturum í Midtjylland þann 14. september næstkomandi. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Falk hefur nú tjáð sig um atvikið á samfélagsmiðlum en stuðningsfólki félagsins brá heldur betur brún í þegar það sá nafn hans hvergi á leikskýrslunni í stórleiknum gegn Bröndby. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir Falk að síðustu vikur hafi verið erfiðar en sonur þeirra kom í heiminn þann 29. júlí, rúmum 9 vikum fyrir settan dag. Degi áður hafði Falk verið að spila með FCK gegn AGF þegar hann var tekinn af velli og sást skömmu síðar hlaupa í átt til búningsherbergja, degi síðar kom sonur þeirra svo í heiminn. View this post on Instagram A post shared by @rasmusfalkjensen Í færslu sinni segir hann að síðan þá hafi lítið verið sofið og allskyns skoðanir átt sér stað enda drengurinn fæddur löngu fyrir settan dag. Hann segir samt mikla gleði, von og óendanlega ást hafa umlukið sig og Jacqueline þar sem sonur þeirra var loks kominn í heiminn. Þó Jacqueline og sonur hans hafi verið á spítalanum hefur Falk samt verið í lykilhlutverki hjá FCK. Það er þangað til liðið mætti Bröndby í því sem er einn stærsti leikur Skandinavíu. Moi lukker og slukker🔒🔥#fcklive #sldk pic.twitter.com/Rlw9w0ZlXR— F.C. København (@FCKobenhavn) September 1, 2024 Þegar það styttist í lokin á spítalavist þeirra þurfti Jacqueline skyndilega að undirgangast aðgerð og því gat Falk ekki gefið kost á sér í leikinn. Ekki kemur fram hvers vegna Jacqueline þurfti að fara í aðgerð en sem betur fer er hún á batavegi og segir Falk þau við það að vera tilbúin að takast á við lífið utan veggja spítalans sem fjölskylda. Miðjumaðurinn hefur fengið þó nokkra daga í frí þar sem nú er landsleikjahlé en reikna má með Falk í byrjunarliði FCK þegar liðið mætir ríkjandi meisturum í Midtjylland þann 14. september næstkomandi.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira