Fótbolti

Þriðju hollensku tví­burarnir sem spila fyrir A-lands­liðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ryan Gravenberch ásamt Quinten og Jurrien Timber of Holland í leiknum gegn Bosníu og Hersegóvínu.
Ryan Gravenberch ásamt Quinten og Jurrien Timber of Holland í leiknum gegn Bosníu og Hersegóvínu. Roy Lazet/Getty Images

Jurrien og Quinten Timber eru tvíburabræður og spiluðu báðir í 5-2 sigri Hollands á Bosníu og Hersegóvínu í Þjóðadeild karla í knattspyrnu á laugardag. Þeir eru þriðja tvíburaparið sem spilar saman fyrr A-landslið Hollendinga.

Bræðurnir hóf leikinn á bekknum en komu inn í síðari hálfleik og urðu þar með þriðja tvíburaparið til að leika fyrir A-landslið Hollands í knattspyrnu. Jurrien spilar fyrir Arsenal á meðan Quinten spilar fyrir Feyenoord í heimalandinu.

„Við töluðum ekki um möguleikann á að ná þessum áfanga,“ sagði Jurrien í viðtali eftir leik. Quinten var öllu ánægðari.

„Þetta er fjölskyldu- og fótboltaævintýri. Maður reynir að einbeita sér að leiknum en að sama skapi að njóta þess. Þetta er draumur sem varð að veruleika. Quinten var að spila aðeins sinn annan A-landsleik á meðan Jurrien hefur nú leikið sextán.

Hin tvö tvíburapörin sem hafa leikið fyrir Holland eru René og Willy van de Kerkhof og að sjálfsögðu Frank og Ronald De Boer.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×