Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 20:57 Heimir á hliðarlínunni í kvöld. Charles McQuillan/Getty Images Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta máttu þola annað tap sitt í röð þegar Írland fékk Grikkland í heimsókn í Þjóðadeild karla. Þá gerðu Holland og Þýskaland 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Írland leikur í B-deild Þjóðadeildar og mátti þola 2-0 tap gegn Englandi í fyrsta leik Heimis. Að fá Grikki í heimsókn var aldrei að fara vera auðvelt en þó talsvert líklegra til árangurs en að mæta Englandi. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið flugeldasýning en hvorugt lið skapaði sér nein alvöru færi. Írland var með xG (vænt mörk) upp á 0,23 og Grikkland upp á 0.50. Chiedozie Ogbene hélt reyndar að hann hefði komið Írlandi yfir undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það má því segja að fyrra mark gestanna hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það skoraði Fotis Ioannidis með góðu skoti eftir sendingu Anastasios Bakasetas og Caoimhin Kelleher kom engum vörnum við í marki Írlands. A beauty from Fotis Ioannidis 🚀🇬🇷#NationsLeague pic.twitter.com/9vPwyEpcBf— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Markið kom þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og eftir það voru Írar meira með boltann en tókst engan veginn að skapa sér opin marktækifæri. Það var svo þegar þrjár mínútur voru til leiksloka sem Cristos Tzolis stökk á lausan bolta og kom honum framhjá hjálparlausum Kelleher í markinu. Leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna sem tylla sér á topp riðils 2 í B-deildinni með sex stig og markatöluna 5-0. Þar á eftir kemur England með jafn mörg stig en markatöluna 4-0 á meðan Írland og Finnland eru án stiga. Önnur úrslit í B-deildinni í kvöld Albanía 0-1 Georgía Tékkland 3-2 Rúmenía Í A-deildinni mættust Holland og Þýskaland í Amsterdam. Leikurinn var hin mesta skemmtun en Tijjani Reijnders kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Ryan Gravenberch strax á 2. mínútu. Það fór illa í gestina sem fengu þrjú gul spjöld áður en þeir jöfnuðu á 38. mínútu. Florian Wirtz fann þá Deniz Undav sem skilaði knettinum í netið. Á lokamínútu venjulegs leiktíma fór Nathan Aké, varnarmaður Manchester City, meiddur af velli í liði Hollands og nýttu Þjóðverjar sér það strax. Undav fann Joshua Kimmich fyrir opnu marki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og miðjumaðurinn sem spilar stundum bakvörð gat ekki annað en skorað, staðan 1-2 í hálfleik. Captain fantastic 💪🇩🇪#NationsLeague pic.twitter.com/XKQtFiRIPz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Snemma í síðari hálfleik jafnaði Denzel Dumfries leikinn eftir undirbúning Brian Brobbey og þar við sat, lokatölur í Amsterdam 2-2. Bæði lið eru því með fjögur stig í riðli 3 á meðan Bosnía & Hersegóvína og Ungverjaland eru með eitt stig eftir að gera markalaust jafntefli í kvöld. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Írland leikur í B-deild Þjóðadeildar og mátti þola 2-0 tap gegn Englandi í fyrsta leik Heimis. Að fá Grikki í heimsókn var aldrei að fara vera auðvelt en þó talsvert líklegra til árangurs en að mæta Englandi. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið flugeldasýning en hvorugt lið skapaði sér nein alvöru færi. Írland var með xG (vænt mörk) upp á 0,23 og Grikkland upp á 0.50. Chiedozie Ogbene hélt reyndar að hann hefði komið Írlandi yfir undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það má því segja að fyrra mark gestanna hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það skoraði Fotis Ioannidis með góðu skoti eftir sendingu Anastasios Bakasetas og Caoimhin Kelleher kom engum vörnum við í marki Írlands. A beauty from Fotis Ioannidis 🚀🇬🇷#NationsLeague pic.twitter.com/9vPwyEpcBf— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Markið kom þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og eftir það voru Írar meira með boltann en tókst engan veginn að skapa sér opin marktækifæri. Það var svo þegar þrjár mínútur voru til leiksloka sem Cristos Tzolis stökk á lausan bolta og kom honum framhjá hjálparlausum Kelleher í markinu. Leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna sem tylla sér á topp riðils 2 í B-deildinni með sex stig og markatöluna 5-0. Þar á eftir kemur England með jafn mörg stig en markatöluna 4-0 á meðan Írland og Finnland eru án stiga. Önnur úrslit í B-deildinni í kvöld Albanía 0-1 Georgía Tékkland 3-2 Rúmenía Í A-deildinni mættust Holland og Þýskaland í Amsterdam. Leikurinn var hin mesta skemmtun en Tijjani Reijnders kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Ryan Gravenberch strax á 2. mínútu. Það fór illa í gestina sem fengu þrjú gul spjöld áður en þeir jöfnuðu á 38. mínútu. Florian Wirtz fann þá Deniz Undav sem skilaði knettinum í netið. Á lokamínútu venjulegs leiktíma fór Nathan Aké, varnarmaður Manchester City, meiddur af velli í liði Hollands og nýttu Þjóðverjar sér það strax. Undav fann Joshua Kimmich fyrir opnu marki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og miðjumaðurinn sem spilar stundum bakvörð gat ekki annað en skorað, staðan 1-2 í hálfleik. Captain fantastic 💪🇩🇪#NationsLeague pic.twitter.com/XKQtFiRIPz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Snemma í síðari hálfleik jafnaði Denzel Dumfries leikinn eftir undirbúning Brian Brobbey og þar við sat, lokatölur í Amsterdam 2-2. Bæði lið eru því með fjögur stig í riðli 3 á meðan Bosnía & Hersegóvína og Ungverjaland eru með eitt stig eftir að gera markalaust jafntefli í kvöld.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira