Šeško með þrennu og Haaland hetja Noregs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2024 21:02 Tryggði Noregi sigur í kvöld. Mateusz Slodkowski/Getty Images Í B-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu var af nægu að taka í kvöld. Wales skoraði tvö á þremur mínútum í Svartfjallalandi, Slóveninn Benjamin Šeško skoraði þrennu og Noregur vann leik. Í riðli okkar Íslendinga mætti Wales til Svartfjallalands og byrjaði af gríðarlegum krafti. Eftir aðeins þriggja mínútna leik var staðan orðin 2-0 gestunum í vil. Kieffer Moore skoraði fyrra markið eftir undirbúning Harry Wilson sem skoraði svo sjálfur annað markið eftir undirbúning Neco Williams. Moore 1' ⚽Wilson 3'⚽A rapid start from @Cymru 🔥#NationsLeague pic.twitter.com/BN3uQ7g2Uh— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 9, 2024 Driton Camaj minnkaði muninn fyrir heimamenn í síðari hálfleik en það dugði ekki til og lokatölur 1-2. Það þýðir að staðan í riðli 4 er þannig að Svartfjallaland er án stiga, Ísland með þrjú stig eftir tap í Tyrklandi í kvöld. Tyrkland og Wales eru svo á toppnum með fjögur stig. Í riðli 3 var Austurríki í heimsókn hjá Noregi. Heimamönnum hefur gengið illa undanfarið en Felix Myhre kom Norðmönnum yfir snemma leiks en Marcel Sabitzer svaraði fyrir gestina áður en fyrri hálfleik lauk, staðan 1-1 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Markamaskínan Erling Haaland tryggði Noregi nokkuð óvæntan sigur þegar tíu mínútur lifðu leiks, lokatölur 2-1 Noreig í vil. Þá vann Slóvenía sannfærandi sigur á Kasakstan í sama riðli. Staðan var 2-0 í hálfleik eftir tvennu Benjamin Šeško. Hann var svo aftur á ferðinni í síðari hálfleik og fullkomnaði þrennu sína. Make that ⚽️⚽️⚽️#NationsLeague https://t.co/LagCVjjkxF pic.twitter.com/x9DnwNSKn9— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 9, 2024 Staðan í riðli 3 er þannig að Noregur og Slóvenía eru með fjögur stig. Á sama tíma eru Austurríki og Kasakstan með eitt stig hvort. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Í riðli okkar Íslendinga mætti Wales til Svartfjallalands og byrjaði af gríðarlegum krafti. Eftir aðeins þriggja mínútna leik var staðan orðin 2-0 gestunum í vil. Kieffer Moore skoraði fyrra markið eftir undirbúning Harry Wilson sem skoraði svo sjálfur annað markið eftir undirbúning Neco Williams. Moore 1' ⚽Wilson 3'⚽A rapid start from @Cymru 🔥#NationsLeague pic.twitter.com/BN3uQ7g2Uh— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 9, 2024 Driton Camaj minnkaði muninn fyrir heimamenn í síðari hálfleik en það dugði ekki til og lokatölur 1-2. Það þýðir að staðan í riðli 4 er þannig að Svartfjallaland er án stiga, Ísland með þrjú stig eftir tap í Tyrklandi í kvöld. Tyrkland og Wales eru svo á toppnum með fjögur stig. Í riðli 3 var Austurríki í heimsókn hjá Noregi. Heimamönnum hefur gengið illa undanfarið en Felix Myhre kom Norðmönnum yfir snemma leiks en Marcel Sabitzer svaraði fyrir gestina áður en fyrri hálfleik lauk, staðan 1-1 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Markamaskínan Erling Haaland tryggði Noregi nokkuð óvæntan sigur þegar tíu mínútur lifðu leiks, lokatölur 2-1 Noreig í vil. Þá vann Slóvenía sannfærandi sigur á Kasakstan í sama riðli. Staðan var 2-0 í hálfleik eftir tvennu Benjamin Šeško. Hann var svo aftur á ferðinni í síðari hálfleik og fullkomnaði þrennu sína. Make that ⚽️⚽️⚽️#NationsLeague https://t.co/LagCVjjkxF pic.twitter.com/x9DnwNSKn9— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 9, 2024 Staðan í riðli 3 er þannig að Noregur og Slóvenía eru með fjögur stig. Á sama tíma eru Austurríki og Kasakstan með eitt stig hvort.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira