Býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 07:03 Ólafur Ingi býst við erfiðum leik í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U-21 árs landslið drengja í knattspyrnu, býst við hörkuleik þegar Ísland mætir Wales í undankeppni EM 2025 síðar í dag. Ísland vann frækinn sigur á Danmörku í síðasta leik sínum en Ólafur Ingi býst við allt öðruvísi leik í dag. „Við vorum ánægðir með það en á sama tíma er það komið í baksýnisspegilinn og við horfum til leiksins [gegn Wales],“ sagði Ólafur Ingi spurður út í magnaðan 4-2 sigur Íslands á Danmörku fyrir skemmstu. Sigurinn á Dönum sprengir riðilinn heldur betur upp en fyrir leik hafði Ísland unnið tvo leiki og tapað tveimur. „Við töluðum um það þegar við komum saman í byrjun gluggans að við erum með þetta í okkar höndum, sem er frábært og við viljum halda því þannig.“ Kristall Máni Ingason var allt í öllu í liði Íslands gegn Danmörku „Hann var frábær og eins og allir strákarnir. Þegar þú skorar þrjú mörk þá gleymist öll varnarvinnan sem hann sinnti mjög vel líka ásamt öllu liðinu. Vonandi getur hann endurtekið leikinn, og við allir gegn Wales.“ „Svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á“ Danmörk og Wales deila toppsætinu í riðlinum og því enginn smá leikur sem drengirnir eru að fara spila síðar í dag. Við hverju má búast af liði Wales? Staðan í riðlinum fyrir leik dagsins.KSÍ „Þetta er hörkulið, verður öðruvísi leikur. Við verðum að vera klárir í bardagann, þetta verður meiri bardagaleikur. Meira um návígi, svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á.“ „Þurfum að vera klárir í slaginn fyrst og fremst. Sinna okkar vel, varnarvinnunni og því sem því fylgir, til að skapa okkur þær stöður sem við viljum. Þetta verður spennandi og skemmtilegt verkefni fyrir okkur.“ Klippa: Ólafur Ingi býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Nálgast Ólafur Ingi og lærisveinar hans leikinn á annan hátt þar sem leikurinn verður frábrugðinn leiknum gegn Danmörku? „Myndi ekki segja það. Við erum með okkar spilstíl og við höldum fast í það, á sama tíma þurfum við að vera undirbúnir fyrir að það verður mikið um návígi, það verður meira um lengri bolta, tilbúnir í seinni bolta.“ „Þeir vilja kannski ekki halda jafn mikið í boltann og Danirnir en við höldum í okkar aðferðir en við þurfum að vera klárir í þessa grunnvinnu sem verður að vera til staðar ef maður vill vinna knattspyrnuleiki,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira
„Við vorum ánægðir með það en á sama tíma er það komið í baksýnisspegilinn og við horfum til leiksins [gegn Wales],“ sagði Ólafur Ingi spurður út í magnaðan 4-2 sigur Íslands á Danmörku fyrir skemmstu. Sigurinn á Dönum sprengir riðilinn heldur betur upp en fyrir leik hafði Ísland unnið tvo leiki og tapað tveimur. „Við töluðum um það þegar við komum saman í byrjun gluggans að við erum með þetta í okkar höndum, sem er frábært og við viljum halda því þannig.“ Kristall Máni Ingason var allt í öllu í liði Íslands gegn Danmörku „Hann var frábær og eins og allir strákarnir. Þegar þú skorar þrjú mörk þá gleymist öll varnarvinnan sem hann sinnti mjög vel líka ásamt öllu liðinu. Vonandi getur hann endurtekið leikinn, og við allir gegn Wales.“ „Svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á“ Danmörk og Wales deila toppsætinu í riðlinum og því enginn smá leikur sem drengirnir eru að fara spila síðar í dag. Við hverju má búast af liði Wales? Staðan í riðlinum fyrir leik dagsins.KSÍ „Þetta er hörkulið, verður öðruvísi leikur. Við verðum að vera klárir í bardagann, þetta verður meiri bardagaleikur. Meira um návígi, svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á.“ „Þurfum að vera klárir í slaginn fyrst og fremst. Sinna okkar vel, varnarvinnunni og því sem því fylgir, til að skapa okkur þær stöður sem við viljum. Þetta verður spennandi og skemmtilegt verkefni fyrir okkur.“ Klippa: Ólafur Ingi býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Nálgast Ólafur Ingi og lærisveinar hans leikinn á annan hátt þar sem leikurinn verður frábrugðinn leiknum gegn Danmörku? „Myndi ekki segja það. Við erum með okkar spilstíl og við höldum fast í það, á sama tíma þurfum við að vera undirbúnir fyrir að það verður mikið um návígi, það verður meira um lengri bolta, tilbúnir í seinni bolta.“ „Þeir vilja kannski ekki halda jafn mikið í boltann og Danirnir en við höldum í okkar aðferðir en við þurfum að vera klárir í þessa grunnvinnu sem verður að vera til staðar ef maður vill vinna knattspyrnuleiki,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira
Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31