Býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 07:03 Ólafur Ingi býst við erfiðum leik í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U-21 árs landslið drengja í knattspyrnu, býst við hörkuleik þegar Ísland mætir Wales í undankeppni EM 2025 síðar í dag. Ísland vann frækinn sigur á Danmörku í síðasta leik sínum en Ólafur Ingi býst við allt öðruvísi leik í dag. „Við vorum ánægðir með það en á sama tíma er það komið í baksýnisspegilinn og við horfum til leiksins [gegn Wales],“ sagði Ólafur Ingi spurður út í magnaðan 4-2 sigur Íslands á Danmörku fyrir skemmstu. Sigurinn á Dönum sprengir riðilinn heldur betur upp en fyrir leik hafði Ísland unnið tvo leiki og tapað tveimur. „Við töluðum um það þegar við komum saman í byrjun gluggans að við erum með þetta í okkar höndum, sem er frábært og við viljum halda því þannig.“ Kristall Máni Ingason var allt í öllu í liði Íslands gegn Danmörku „Hann var frábær og eins og allir strákarnir. Þegar þú skorar þrjú mörk þá gleymist öll varnarvinnan sem hann sinnti mjög vel líka ásamt öllu liðinu. Vonandi getur hann endurtekið leikinn, og við allir gegn Wales.“ „Svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á“ Danmörk og Wales deila toppsætinu í riðlinum og því enginn smá leikur sem drengirnir eru að fara spila síðar í dag. Við hverju má búast af liði Wales? Staðan í riðlinum fyrir leik dagsins.KSÍ „Þetta er hörkulið, verður öðruvísi leikur. Við verðum að vera klárir í bardagann, þetta verður meiri bardagaleikur. Meira um návígi, svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á.“ „Þurfum að vera klárir í slaginn fyrst og fremst. Sinna okkar vel, varnarvinnunni og því sem því fylgir, til að skapa okkur þær stöður sem við viljum. Þetta verður spennandi og skemmtilegt verkefni fyrir okkur.“ Klippa: Ólafur Ingi býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Nálgast Ólafur Ingi og lærisveinar hans leikinn á annan hátt þar sem leikurinn verður frábrugðinn leiknum gegn Danmörku? „Myndi ekki segja það. Við erum með okkar spilstíl og við höldum fast í það, á sama tíma þurfum við að vera undirbúnir fyrir að það verður mikið um návígi, það verður meira um lengri bolta, tilbúnir í seinni bolta.“ „Þeir vilja kannski ekki halda jafn mikið í boltann og Danirnir en við höldum í okkar aðferðir en við þurfum að vera klárir í þessa grunnvinnu sem verður að vera til staðar ef maður vill vinna knattspyrnuleiki,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
„Við vorum ánægðir með það en á sama tíma er það komið í baksýnisspegilinn og við horfum til leiksins [gegn Wales],“ sagði Ólafur Ingi spurður út í magnaðan 4-2 sigur Íslands á Danmörku fyrir skemmstu. Sigurinn á Dönum sprengir riðilinn heldur betur upp en fyrir leik hafði Ísland unnið tvo leiki og tapað tveimur. „Við töluðum um það þegar við komum saman í byrjun gluggans að við erum með þetta í okkar höndum, sem er frábært og við viljum halda því þannig.“ Kristall Máni Ingason var allt í öllu í liði Íslands gegn Danmörku „Hann var frábær og eins og allir strákarnir. Þegar þú skorar þrjú mörk þá gleymist öll varnarvinnan sem hann sinnti mjög vel líka ásamt öllu liðinu. Vonandi getur hann endurtekið leikinn, og við allir gegn Wales.“ „Svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á“ Danmörk og Wales deila toppsætinu í riðlinum og því enginn smá leikur sem drengirnir eru að fara spila síðar í dag. Við hverju má búast af liði Wales? Staðan í riðlinum fyrir leik dagsins.KSÍ „Þetta er hörkulið, verður öðruvísi leikur. Við verðum að vera klárir í bardagann, þetta verður meiri bardagaleikur. Meira um návígi, svolítið breskur fótbolti sem þeir bjóða upp á.“ „Þurfum að vera klárir í slaginn fyrst og fremst. Sinna okkar vel, varnarvinnunni og því sem því fylgir, til að skapa okkur þær stöður sem við viljum. Þetta verður spennandi og skemmtilegt verkefni fyrir okkur.“ Klippa: Ólafur Ingi býst við klassískum breskum bolta frá Wales: „Þurfum að vera klárir í slaginn“ Nálgast Ólafur Ingi og lærisveinar hans leikinn á annan hátt þar sem leikurinn verður frábrugðinn leiknum gegn Danmörku? „Myndi ekki segja það. Við erum með okkar spilstíl og við höldum fast í það, á sama tíma þurfum við að vera undirbúnir fyrir að það verður mikið um návígi, það verður meira um lengri bolta, tilbúnir í seinni bolta.“ „Þeir vilja kannski ekki halda jafn mikið í boltann og Danirnir en við höldum í okkar aðferðir en við þurfum að vera klárir í þessa grunnvinnu sem verður að vera til staðar ef maður vill vinna knattspyrnuleiki,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 16.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport ásamt því að vera í beinni textalýsingu á Vísi.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. 9. september 2024 16:31