Fótbolti

Fékk ekki at­vinnu­leyfi og fer ekki til Real Madríd

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andy Mangan, fyrir miðju.
Andy Mangan, fyrir miðju. Pete Norton/Getty Images

Andy Mangan, aðstoðarþjálfari Stockport County í ensku C-deildinni, mun ekki ganga til liðs við Real Madríd þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi á Spáni.

Nýverið greindi Vísir frá því að Carlo Ancelotti vildi hrista upp í þjálfarateymi sínu og þar sem Davide, sonur Carlo og aðstoðarþjálfari hans hjá Evrópu- og Spánarmeisturum Real Madríd, bar honum vel söguna var ákveðið að ráða Mangan.

Mangan, sem hefur starfað fyrir Stockport undanfarna mánuði, hafði náð samkomulagi við Real og því virtist næsta ljóst að hann yrði hlyti af starfsliði félagsins á næstu dögum eða vikum.

Nú hefur er hins vegar komið babb í bátinn þar sem The Athletic hefur greint frá því að Mangan fái ekki atvinnuleyfi á Spáni.

Það þýðir einfaldlega að hann verður ekki starfsmaður félagsins að svo stöddu og þarf því að einbeita sér að því að koma Stockport County upp í ensku B-deildina frekar en að því að verja Evrópu- og Spánarmeistaratitilinn með Real.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×