
ÍR

ÍR í undanúrslit eftir öruggan sigur
ÍR tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna í handbolta með tíu marka sigri gegn HK, 21-31.

Framarar héldu út gegn nýliðunum
Fram vann nauman eins marks sigur er liðið tók á móti nýliðum ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, 24-23.

ÍR blandar sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni
ÍR vann þriggja marka sigur á Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að liðið er í bullandi baráttu um sæti í úrslitakeppni deildarinnar.

„Þær hafa verið fyrst og fremst ógeðslega heppnar og ég held að þær viti það“
ÍR tapaði í dag naumlega gegn Haukum í leik sem réðist á lokamínútu leiksins. Lokatölur 27-28 í æsispennandi leik í Skógarselinu.

Umfjöllun og viðtal: ÍR - Haukar 27-28 | Gestirnir stálu sigrinum af nýliðunum
Í dag hófst 14. umferð Olís-deildarinnar. ÍR og Haukar áttust við í Skógarselinu og lauk leiknum með eins marks sigri Hauka í spennandi leik sem réðst á lokasekúndum leiksins. Lokatölur 27-28.

Styrktarþjálfarinn Óskar Örn skoraði og lagði upp
Íslandsmeistarar Víkings fóru létt með 1. deildarlið ÍR í Reykjavíkurmótinu í dag en það má segja að styrktarþjálfari liðsins, Óskar Örn Hauksson, sem stal senunni í dag.

ÍR styrkti stöðu sína á toppnum
Fimm leikir fóru fram í 1.deildinni í körfubolta karla í kvöld en topplið ÍR styrkti stöðu sína.

Sannfærandi sigur í úrslitum Kviss
Úrslitin í spurningaþættinum vinsæla Kviss fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardagskvöldið.

B-liðið gaf leikinn og Keflavík fer í átta liða úrslit: „Enginn sjarmi yfir þessu“
Tvö lið eru komin í átta liða úrslit VÍS-bikars kvenna í körfubolta án þess að spila leik í 16-liða úrslitum.

Ógeðslegt fyrirbæri skilaði liðinu áfram í úrslit í Kviss
Seinni undanúrslitaviðureignin í Kviss fór fram á laugardaginn á Stöð 2. Þar mættust ÍR-ingar og Fjölnir en ÍA hafði áður tryggt sér sæti í úrslitunum.

Hélt að það væri verið að gera at í sér
Nýliðar ÍR hafa komið flestum á óvart það sem af er tímabili í Olís-deild kvenna. Þjálfari liðsins segir gengið framar vonum en ÍR-ingar hafi haft nokkuð stóra drauma fyrir tímabilið. Hún bjóst alls ekki við því að fara út í þjálfun þegar leikmannaferlinum lauk.

Valur vann í Eyjum og ÍR vann á Akureyri
Tveir af þremur leikjum kvöldsins í Olís deild kvenna í handbolta er nú lokið. ÍR vann frábæran þriggja marka sigur á KA/Þór á Akureyri á meðan Íslandsmeistarar Vals unnu þægilegan átta marka sigur í Vestmannaeyjum.

Framarar stungu nýliðana af í síðari hálfleik
Fram vann nokkuð öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti nýliða ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, 23-31.

Gælunafn á símboðum réði úrslitum
Átta liða úrslitin í Kviss héldu áfram á laugardagskvöldið þegar KA mætti ÍR í hörkuviðureign.

Sunna sá um norðankonur og ÍR sótti sigur að Varmá
Áttundu umferð Olís deildar kvenna lauk með tveimur leikjum í dag. ÍR sótti sigur gegn botnliði Aftureldingar og ÍBV vann öruggan sigur á Þór/KA.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 34-25 | Toppliðið fór létt með ÍR
Topplið Hauka fór létt með ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í dag en lokatölur á Ásvöllum voru 34-25.

Haukar gengu örugglega frá Eyjakonum
16-liða úrslitum Poweradebikars kvenna lauk í kvöld með nokkuð óvæntum úrslitum. Íslandsmeistarar Vals sátu hjá þessa umferð og fara beint í þá næstu.

Hlutur úr The Sixth Sense réði úrslitunum
Í Kviss á laugardagskvöldið mættust Fylkir og ÍR.

Valskonur áfram með fullt hús stiga og ÍBV vann í Breiðholti
Íslandsmeistarar Vals eru áfram með fullt hús stiga í Olís deild kvenna í handbolta. Valskonur unnu öruggan tólf marka sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur í Garðabæ 18-30. Þá vann ÍBV þriggja marka sigur á ÍR í Breiðholti, 27-30.

Þórey Anna með sjö mörk í öruggum sigri Vals
Íslandsmeistarar Vals áttu ekki í miklum vandræðum gegn nýliðum ÍR í Olís deild kvenna í kvöld. Lokatölur 30-20, Íslandsmeisturunum í vil.

Stjarnan og KA/Þór enn stigalaus á botni Olís-deildarinnar
Fram og ÍR unnu sigra í leikjum dagsins í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. Nýliðar ÍR náðu í sinn annan sigur á tímabilinu.

Skórnir á hilluna: „Tekur á að vera reiður sex daga vikunnar“
Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur lagt fótboltaskóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann á Facebook í dag. Hann lauk ferlinum á því að fara með ÍR upp í næstefstu deild.

Öruggir sigrar hjá Fram og ÍBV
Fram og ÍBV unnu örugga sigra í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Fram vann sjö marka sigur gegn nýliðum ÍR og ÍBV lagði Hauka með átta marka mun.

ÍBV sótti sigur norður og ÍR vann nýliðaslaginn
Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handknattleik. ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri og vann þægilegan sigur á KA/Þór. Þá unnu nýliðar ÍR sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum.

Bjóða körfurnar velkomnar heim
Körfuknattleiksdeild ÍR hefur boðað til körfuboltamóts í dag við Seljaskóla til þess að fagna því að körfunum var skilað á körfuboltavöllinn við skólann.

Ragnar Örn til Þorlákshafnar í þriðja sinn
Körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshafnar hefur samið við Ragnar Örn Bragason um að leika með liðinu næstu tvö tímabil í Subway-deild karla í körfubolta. Þetta er í þriðja sinn sem Ragnar gengur í raðir Þórs.

Sækja áfram á íslensk mið og fengu Dag
Nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð, í liði Karlskrona, halda áfram að sækja liðsstyrk til Íslands. Nú hefur félagið keypt Dag Sverri Kristjánsson frá ÍR.

„Ótrúlegt að það séu þrjú ár síðan þetta lið átti ekki að vera til“
Kvennalið ÍR í handbolta kom flestum á óvart með því að vinna Selfoss í fimm leikja seríu og tryggja sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lærimeyjar Sólveigar Láru Kjærnested verða þar með eina lið ÍR í efstu deild í boltaíþrótt.

ÍR vann og Selfoss spilar í næstefstu deild á næstu leiktíð
Selfoss og ÍR mættust í oddaleik um sæti í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Fór það svo að ÍR vann leik kvöldsins með þriggja marka mun, 30-27, og spilar í efstu deild á næstu leiktíð.

Selfoss knúði fram oddaleik
Selfoss vann öruggan sigur á ÍR í fjórða leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Staðan í einvíginu er 2-2 og því oddaleikur framundan á Selfossi á miðvikudag.