„Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. febrúar 2025 21:47 Borche Illievski velti því fyrir sér hvers vegna ÍR virðist spila verr á heimavelli en útivelli. Vísir/Anton Brink „Niðurstaðan er svekkjandi, ekki spurning, en þetta var frábær leikur, fallegur körfubolti fyrir áhorfendurna. Eins og yfirleitt þá réðust úrslitin á einu atviki, einu skoti og frákasti, varnarlegum mistökum, og því miður urðum við fyrir því en ekki þeir í kvöld,“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, eftir 91-95 tap gegn Njarðvík í miklum spennuleik í átjándu umferð Bónus deildar karla. „Njarðvík var sterkari aðilinn undir lokin, einbeittari á mikilvægum augnablikum. Matej Kavas klikkaði til dæmis á þriggja stiga skoti undir lokin og Khalil Shabazz setti erfitt skot fyrir þá á síðustu sekúndunum. Það skóp sigurinn fyrir þá í kvöld, en þetta var frábær leikur og ég var ánægður með baráttuna í mínum mönnum,“ bætti Borche við. Leikurinn réðist einmitt á lokasekúndunum, en það stefndi ekki í það í upphafi því ÍR byrjaði algjörlega á afturfótunum. Liðinu tókst síðan að gera leikinn æsispennandi en ekki að sjá til sigurs. „Algjörlega, byrjunin á leiknum var vonbrigði og við vorum slegnir niður strax. En síðan snerum við vel til baka, sérstaklega í öðrum leikhluta og náðum að jafna leikinn. Í þriðja leikhluta náðum við góðri forystu en tókst ekki að halda henni alveg til enda. Khalil Shabazz skapaði fjögur auðveld stig, við þurfum að vera betri á þeim augnablikum, sérstaklega bakverðirnir mínir. En svona er þetta bara, ég get ekki kvartað eða kveinað…“ Virðast spila verr heima en úti „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli, ég veit ekki af hverju það er. Við eigum að spila mun betur á heimavelli en það virðist vera sem við spilum betur á útivelli,“ velti Borche fyrir sér. Baráttan um úrslitakeppnina Nú tekur við landsleikjahlé áður en síðustu fjórir leikir deildarkeppninnar verða spilaðir. ÍR er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og á eftir leiki gegn Val, KR, Hetti og Haukum. „Við víkjum ekki frá okkar markmiði. Það yrðu vonbrigði að komast ekki í úrslitakeppnina, en ég veit að ég og mínir leikmenn munum leggja allt sem við getum á okkur til að ná því markmiði,“ sagði Borche að lokum. Viðtöl „Fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik“ Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni.vísir / diego „Ég er ekkert eðlilega ánægður að ná að landa þessum sigri á erfiðum útivelli og móti ótrúlega erfiðu og góðu ÍR liði,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel, erum þá alveg undir stjórn. En svo í öðrum leikhluta förum við að láta alls konar hluti fara í taugarnar á okkur, sem við eigum ekki að gera, og missum hausinn að vissu leiti. Þá erum við búnir gefa þeim sjálfstraust og það er jafn leikur í hálfleik. Þá er seinni hálfleikurinn bara 50/50 en mér fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik og fannst við halda hausnum alveg í gegnum allan seinni hálfleik, ég er gífurlega ánægður með það. Svo vorum við búnir að þreyta Jacob Falko í gegnum allan leikinn og mér fannst hann ekki að ná að taka alveg jafn góðar ákvarðanir sóknarlega síðustu svona fimm mínúturnar. Við náðum að skrapa inn nokkrum stoppum og finna lausnir hinum megin, búa til góð skot og það var nóg til að vinna,“ hélt hann svo áfram. Með sigrinum styrkti Njarðvík stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Nú tekur við landsleikahlé áður en síðustu fjórir leikirnir verða spilaðir gegn Haukum, Grindavík, Tindastóli og Stjörnunni. „Við höfum verið að horfa á þriðja sætið og horfa á hina leikina líka. Það er spurning hvort við getum horft upp fyrir okkur, við eigum eftir Tindastól og Stjörnuna. En það eru bara fjórir leikir eftir, átta stig í boði og svo sjáum við bara hvar við verðum. Eina sem ég veit er að það bíður okkar hörku einvígi í átta liða úrslitum sama í hvaða sæti við verðum, en við ætlum að sjálfsögðu að tryggja heimavöllinn,“ sagði Rúnar að lokum. Bónus-deild karla ÍR Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Sjá meira
„Njarðvík var sterkari aðilinn undir lokin, einbeittari á mikilvægum augnablikum. Matej Kavas klikkaði til dæmis á þriggja stiga skoti undir lokin og Khalil Shabazz setti erfitt skot fyrir þá á síðustu sekúndunum. Það skóp sigurinn fyrir þá í kvöld, en þetta var frábær leikur og ég var ánægður með baráttuna í mínum mönnum,“ bætti Borche við. Leikurinn réðist einmitt á lokasekúndunum, en það stefndi ekki í það í upphafi því ÍR byrjaði algjörlega á afturfótunum. Liðinu tókst síðan að gera leikinn æsispennandi en ekki að sjá til sigurs. „Algjörlega, byrjunin á leiknum var vonbrigði og við vorum slegnir niður strax. En síðan snerum við vel til baka, sérstaklega í öðrum leikhluta og náðum að jafna leikinn. Í þriðja leikhluta náðum við góðri forystu en tókst ekki að halda henni alveg til enda. Khalil Shabazz skapaði fjögur auðveld stig, við þurfum að vera betri á þeim augnablikum, sérstaklega bakverðirnir mínir. En svona er þetta bara, ég get ekki kvartað eða kveinað…“ Virðast spila verr heima en úti „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli, ég veit ekki af hverju það er. Við eigum að spila mun betur á heimavelli en það virðist vera sem við spilum betur á útivelli,“ velti Borche fyrir sér. Baráttan um úrslitakeppnina Nú tekur við landsleikjahlé áður en síðustu fjórir leikir deildarkeppninnar verða spilaðir. ÍR er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og á eftir leiki gegn Val, KR, Hetti og Haukum. „Við víkjum ekki frá okkar markmiði. Það yrðu vonbrigði að komast ekki í úrslitakeppnina, en ég veit að ég og mínir leikmenn munum leggja allt sem við getum á okkur til að ná því markmiði,“ sagði Borche að lokum. Viðtöl „Fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik“ Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni.vísir / diego „Ég er ekkert eðlilega ánægður að ná að landa þessum sigri á erfiðum útivelli og móti ótrúlega erfiðu og góðu ÍR liði,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel, erum þá alveg undir stjórn. En svo í öðrum leikhluta förum við að láta alls konar hluti fara í taugarnar á okkur, sem við eigum ekki að gera, og missum hausinn að vissu leiti. Þá erum við búnir gefa þeim sjálfstraust og það er jafn leikur í hálfleik. Þá er seinni hálfleikurinn bara 50/50 en mér fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik og fannst við halda hausnum alveg í gegnum allan seinni hálfleik, ég er gífurlega ánægður með það. Svo vorum við búnir að þreyta Jacob Falko í gegnum allan leikinn og mér fannst hann ekki að ná að taka alveg jafn góðar ákvarðanir sóknarlega síðustu svona fimm mínúturnar. Við náðum að skrapa inn nokkrum stoppum og finna lausnir hinum megin, búa til góð skot og það var nóg til að vinna,“ hélt hann svo áfram. Með sigrinum styrkti Njarðvík stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Nú tekur við landsleikahlé áður en síðustu fjórir leikirnir verða spilaðir gegn Haukum, Grindavík, Tindastóli og Stjörnunni. „Við höfum verið að horfa á þriðja sætið og horfa á hina leikina líka. Það er spurning hvort við getum horft upp fyrir okkur, við eigum eftir Tindastól og Stjörnuna. En það eru bara fjórir leikir eftir, átta stig í boði og svo sjáum við bara hvar við verðum. Eina sem ég veit er að það bíður okkar hörku einvígi í átta liða úrslitum sama í hvaða sæti við verðum, en við ætlum að sjálfsögðu að tryggja heimavöllinn,“ sagði Rúnar að lokum.
Bónus-deild karla ÍR Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Sjá meira