

HK tapaði öðrum heimaleik sínum í röð í dag þegar liðið tók á móti FH í 3. umferð Bestu deildar karla. Ómar Ingi, þjálfari HK, var að vonum ósáttur með frammistöðu liðsins.
FH vann góðan 0-2 útisigur á HK í Kórnum í Bestu deild karla í dag. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, skoraði síðara mark FH og átti góðan leik þar sem FH stýrði gangi mála.
FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik.
Viktor Jónsson skoraði fyrstu þrennu Bestu deildar karla í fótbolta í sumar í gær og Frederik Schram varð fyrstur til að verja vítaspyrnu í sumar. Nú er hægt að sjá mörkin og vítavörsluna hér inn á Vísi.
Skagamenn gerðu góða ferð upp í efri byggðir Kópavogs í dag en liðið vann HK 4-0 í 2. umferð Bestu deildar karla. Stigin þrjú eru fyrstu stig ÍA á tímabilinu en liðið tapaði á móti Val í fyrstu umferð en HK er enn með eitt stig.
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur sektað HK um 7000 krónur vegna fjölda gulra spjalda sem liðið fékk þegar það heimsótti KA í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.
Gríðarlegur áhugi var á fyrstu umferð tímabilsins í Bestu deild karla í fótbolta og vel mætt á leikina. Það getur þó kostað allt að 3.500 krónur að fá miða á völlinn.
George Nunn gekk nýverið í raðir HK og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar. Um er að ræða enskan framherja sem á einhverjar áhugaverðustu legghlífar sem sögur fara af.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var virkilega ánægður með spilamennsku sinna manna í dag en svekktur að ná einungis jafntefli þar sem aragrúi dauðafæra fór í súginn.
Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við KA á dögunum og spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir liðið í 1-1 jafntefli gegn HK á heimavelli. Viðar kom inn á sem varamaður á 75. mínutu og var fljótur að búa til hættulega stöðu fyrir liðsfélaga sína.
KA og HK skildu jöfn á Greifavellinum á Akureyri í dag í fyrstu umferð Bestu deildar karla, lokatölur 1-1. Viðar Örn Kjartansson kom inn á í liði KA í síðari hálfleik en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.
Hinn 22 ára George Nunn verður með HK í leiknum gegn KA í Bestu deildinni á morgun en hann er kominn með leikheimild með Kópavogsliðinu.
Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar.
Baldur Sigurðsson heimsótti HK-inga í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabil í heimi og ræddi Baldur þar meðal annars við þjálfara HK liðsins sem er Ómar Ingi Guðmundsson.
HK vann fimm marka útisigur gegn Víkingi í fallbaráttuslag 21-26. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn en HK spilaði betur á lokakaflanum og fagnaði sigri.
HK vann fimm marka útisigur gegn Víkingi 21-26. Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan leikinn en HK sigldi fram úr undir lokin. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var afar ánægður með varnarleik liðsins.
Halldór Jóhann Sigfússon, handboltaþjálfari Nordsjælland í Danmörku, varð vitni að endurlífgunartilraunum í íþróttahöll félagsins, þegar eldri stuðningsmaður lést skömmu fyrir leik við SAH í síðustu viku. Ákveðið var að leikurinn færi samt fram og fjölskylda mannsins horfði á leikinn.
Viktor Helgi Benediktsson mun leika með HK í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið eftir að hafa leikið í Færeyjum síðan á síðasta ári.
Kennarar og nemendur í Kóraskóla í Kópavogi eru afar ósáttir við að fá ekki skýr svör frá Kópavogsbæ hvers vegna starfandi skólastjóri hafi ekki fengið ráðningu í auglýst starf skólastjóra. Þeim finnst ekki hafa verið hlustað á sig.
Stjarnan tefldi fram ólöglegum leikmanni er liðið lagði HK 4-0 í Lengjubikar karla í knattspyrnu nýverið. Því hefur úrslitunum verið breytt og þá þarf Stjarnan að greiða sekt.
Fjöldinn allur af leikjum fór fram í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Íslands- og bikarmeistarar Víkinga gerðu 1-1 jafntefli við KA á meðan ÍA vann Dalvík/Reyni 6-0.
FH vann sjö marka útisigur á HK í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur í Kópavogi 27-34.
Valsmenn minnkuðu forskot FH á toppi Olís-deildarinnar niður í eitt stig eftir afar öruggan sigur á HK á heimavelli sínum að Hlíðarenda í kvöld.
Afturelding vann sigur á HK þegar liðin mættust í Kórnum í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. Afturelding fer upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum.
ÍR tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna í handbolta með tíu marka sigri gegn HK, 21-31.
KR vann dramatískan 2-3 sigur er liðið heimsótti HK í fyrstu umferð Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld.
HK vann mikilvægan eins marks sigur er liðið heimsótti KA í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 26-27. Á sama tíma vann Valur 17 marka risasigur gegn Selfyssingum, 38-21.
Handknattleiksþjálfarinn reyndi Halldór Jóhann Sigfússon er á leið aftur í íslenska boltann frá Danmörku og verður næsti þjálfari karlaliðs HK. Frá þessu er greint á vef HK-inga.
ÍBV vann góðan sigur á HK þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Sigtryggur Daði Rúnarsson fór á kostum í liði Eyjamanna.