„Mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti“ Árni Jóhannsson skrifar 2. júní 2024 22:10 Ómar Ingi Guðmundsson ræðir við Atla Hrafn Andrason. Vísir/Pawel Það var ýmislegt sem Ómar Ingi Guðmundsson gat verið ósáttur við í kvöld þegar HK tapaði fyrir Breiðablik 0-2 í Kórnum. Leikið var í 9. umferð Bestu deildar karla og náðu HK-ingar því ekki að fjarlægjast fall svæðið í þetta sinn. Andri Már Eggertsson spurði Ómar að því fyrst og fremst hvort lokatölurnar gæfu rétta mynd af leiknum. Ómar tók sér tíma til að koma orðinu fyrir sig. „Við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn en mér fannst við lenda ósanngjarnt undir“, sagði Ómar og var spurður nánar út í ósanngirnina. „Markið átti aldrei að standa og það sjá það allir. Boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrnan er tekin. Það sáu það allir hjá mér en við áttum að gera betur í að stoppa það. Þetta er bara ógeðslega lélegt. Það er ekki eins og dómarinn hafi verið lengst í burtu, þeir eru báðir, Ívar og Elli, nálægt þessu. Það var ógeðslega dýrt að fá þetta mark á sig rétt fyrir hálfleik. Ömurlegt, þessi ákvörðun og hvernig hann svaraði okkur. Ég er bara sammála því ser Arnar Gunnlaugsson sagði um hann fyrir ári.“ Hefur Ómar fengið einhverjar skýringar á því afhverju markið fékk að standa? „Ég fór og var alveg reiður en ekki dónalegur. Það endaði með því að mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti. Ég held að það þýði ekkert að ræða við hann frekar en venjulega.“ Aðspurður um það hvernig Ómari finnst um slík ummæli og vinnubrögð sagði Ómar: „Ég fengi rautt spjald ef ég segði þetta. Það er alveg á hreinu. Svo eru menn að gera svona mistök, ég er ekki að segja að við hefðum unnið leikinn, en þetta breytti klárlega leiknum. Hann ber ábyrgð á þessari ákvörðun og segist bera ábyrgð en ég veit ekki hvernig hann ber ábyrgð á henni. Ég get ekki ímyndað mér það. Þetta breytti leiknum og þeir komu inn í hálfleik og voru með forystu sem að gerði þeim kleyft að breyta um upplegg og leyft okkur að vera aðeins með boltann.“ „Við verðum að sækja og skora í rauninni seinna markið upp frá því. Þannig að þetta er bara ógeðslega fúlt að svona ógeðslega auðveld ákvörðun fari fram hjá honum og að hann geti ekki einu sinni drullast til að viðurkenna það að þetta hafi verið mistök. Það þarf að svara með hroka og stælum.“ Ómar var þá spurður út í Eið Gauta Sæbjörnsson sem meiddist í byrjun leiks og þá ákvörðun að setja Hákon Inga inn á í hans stað og taka hann út af í hálfleik. „Hákon var bara byrjaður að finna til. Hann kom óvænt inn á, ekki nógu heitur og við vildum ekki taka óþarfa áhættu. Atli Þór er enn að jafna sig og það hefði verið óábyrgt að láta hann halda áfram.“ Besta deild karla HK Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Andri Már Eggertsson spurði Ómar að því fyrst og fremst hvort lokatölurnar gæfu rétta mynd af leiknum. Ómar tók sér tíma til að koma orðinu fyrir sig. „Við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn en mér fannst við lenda ósanngjarnt undir“, sagði Ómar og var spurður nánar út í ósanngirnina. „Markið átti aldrei að standa og það sjá það allir. Boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrnan er tekin. Það sáu það allir hjá mér en við áttum að gera betur í að stoppa það. Þetta er bara ógeðslega lélegt. Það er ekki eins og dómarinn hafi verið lengst í burtu, þeir eru báðir, Ívar og Elli, nálægt þessu. Það var ógeðslega dýrt að fá þetta mark á sig rétt fyrir hálfleik. Ömurlegt, þessi ákvörðun og hvernig hann svaraði okkur. Ég er bara sammála því ser Arnar Gunnlaugsson sagði um hann fyrir ári.“ Hefur Ómar fengið einhverjar skýringar á því afhverju markið fékk að standa? „Ég fór og var alveg reiður en ekki dónalegur. Það endaði með því að mér var sagt að drulla mér í burtu og grjóthalda kjafti. Ég held að það þýði ekkert að ræða við hann frekar en venjulega.“ Aðspurður um það hvernig Ómari finnst um slík ummæli og vinnubrögð sagði Ómar: „Ég fengi rautt spjald ef ég segði þetta. Það er alveg á hreinu. Svo eru menn að gera svona mistök, ég er ekki að segja að við hefðum unnið leikinn, en þetta breytti klárlega leiknum. Hann ber ábyrgð á þessari ákvörðun og segist bera ábyrgð en ég veit ekki hvernig hann ber ábyrgð á henni. Ég get ekki ímyndað mér það. Þetta breytti leiknum og þeir komu inn í hálfleik og voru með forystu sem að gerði þeim kleyft að breyta um upplegg og leyft okkur að vera aðeins með boltann.“ „Við verðum að sækja og skora í rauninni seinna markið upp frá því. Þannig að þetta er bara ógeðslega fúlt að svona ógeðslega auðveld ákvörðun fari fram hjá honum og að hann geti ekki einu sinni drullast til að viðurkenna það að þetta hafi verið mistök. Það þarf að svara með hroka og stælum.“ Ómar var þá spurður út í Eið Gauta Sæbjörnsson sem meiddist í byrjun leiks og þá ákvörðun að setja Hákon Inga inn á í hans stað og taka hann út af í hálfleik. „Hákon var bara byrjaður að finna til. Hann kom óvænt inn á, ekki nógu heitur og við vildum ekki taka óþarfa áhættu. Atli Þór er enn að jafna sig og það hefði verið óábyrgt að láta hann halda áfram.“
Besta deild karla HK Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira