Uppgjörið: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Dagur Lárusson skrifar 28. júlí 2024 18:31 Danijel Dejan Djuric og félagar í Víkingi áttu ekki í miklum vandræðum með að vinna HK. vísir/diego Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leik var Víkingur á toppi deildarinnar þrátt fyrir tap í síðasta leik gegn KA á meðan HK var í níunda sæti deildarinnar. Fyrstu mínútur leiksins voru virkilega rólegar en það voru Víkingar sem voru meira með boltann á meðan HK-ingar voru hættulegir í skyndisóknum sínum. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu en aðeins mínútu fyrir það átti HK algjört dauðafæri hinum megin. Það var fyrirliði Víkings, Nikolaj Hansen, sem skoraði markið eftir undirbúning frá Karl Friðleifi á hægri vængnum. HK-ingar voru þó ekki lengi að jafna sig á þessu þar sem jöfnunarmarkið kom aðeins fimm mínútum síðar. Þá var það Birnir Breki sem var með boltann hægra megin og fann Atla Þór inn á teig sem náði að snúa á og hrifsa af sér Gunnar Vatnshamar og var þá einn gegn Ingvari í marki Víkings. Í stað þess að láta vaða sjálfur ákvað Atli að gefa boltann fyrir markið á George Nunn sem var einn og óvaldaður hinum megin í teignum og þurfti lítið annað að gera en að koma boltanum yfir línuna. Staðan orðin 1-1. Leikurinn var heldur jafn eftir þetta en heldur lítið um opin marktækifæri þar til á 40. mínútu. Þá fékk Danijel Djuric boltann inn fyrir vörn HK vinstra megin og gaf boltann inn á markteig þar sem Nikolaj Hansen kom á ferðinni, potaði í boltann sem fór í Stefán Stefánsson, markvörð HK, og þaðan aftur í Hansen og í síðan í netið. Skrautlegt mark en eftir þetta mark má segja að það hafi kviknað á meisturunum. Þeir náði að skapa sér hvert færið á fætur öðru eftir þetta og eitt af þeim færum endaði með marki á 45 .mínútu þegar boltinn datt fyrir fætur Ara Sigurpáls inn á teig sem sneri sér laglega á punktinum og kom boltanum í netið. Staðan 3-1 og meistararnir því með þægilega forystu í hálfleik. Orrahríð Víkings að marki HK hélt áfram í seinni hálfleiknum en náðu Víkingar samt sem áður að skora aðeins tvö mörk til viðbótar en þau hefðu getað verið mikið fleiri. Fyrra markið kom 76. mínútu en það var varamaðurinn Helgi Guðjónsson sem skoraði það áður en Gunnar Vatnshamar skoraði síðasta markið með skalla úr hornspyrnu á 87. mínútu. Lokatölur 5-1 í Víkinni. Atvik leiksins Atvik leiksins var annað mark Víkinga sem kom á 40. mínútu því það breytti leiknum algjörlega og var vendipunktur leiksins. HK-ingar sáu ekki til sólar eftir þetta mark og það kviknaði heldur betur á Víkingum. Stjörnurnar og skúrkarnir Nikolaj Hansen var að sjálfsögðu frábær í liði Víkinga sem og Danijel Djuric og Ari Sigurpáls, eins og svo oft áður. Gísli Gottskálk var einnig frábær á miðjunni hjá Víkingum. Atli Þór var hins vegar mjög öflugur í liði HK-inga í fyrri hálfleik og var þeirra besti maður í dag. Dómararnir Helgi Mikael var heldur spjaldaglaður í dag, sem hefur svo sem verið línan hjá dómurum deildarinnar í sumar. Allt í allt held ég að Helgi Mikael hafi staðið sig með prýði. Stemningin og umgjörð Stemningin var kannski svolítið eftir veðrinu sem var ekki frábært. En þeir stuðningsmenn sem mættu létu í sér heyra og það er vel. Umgjörðin alltaf til fyrirmyndar í Víkinni og vel séð um okkur blaðamennina. Ómar Ingi Guðmundsson: Svekktur með að frammistaðan í fyrri hálfleik hafi ekki gefið okkur meira Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK.Vísir/Pawel „Ég er auðvitað bara svekktur og þá aðallega með það að frammistaðan fyrstu þrjátíu mínútur leiksins hafi ekki gefið okkur meira,“ byrjaði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, að segja eftir 5-1 tap gegn Víking. „Við einhvern veginn komumst síðan aldrei í takt við seinni hálfleikinn enda erfitt að lenda 3-1 undir gegn Víking á þeirra heimavelli,“ hélt Ómar áfram að segja. Annað mark Víkinga var ákveðinn vendipunktur í leiknum en eftir það mark kviknaði á meisturunum en Ómar var spurður út í þennan vendipunkt. „Þetta var í raunin bara klaufalegt mark, bæði færslan í vörninni þar sem við missum hann þarna bakvið okkur og síðan varslan hjá Stefáni sem fer aftur í hann og í markið. Þannig þetta var svona pirrandi mark að fá á sig en kannski eitthvað sem getur alltaf gerst.“ „Við síðan höfðum kannski ekki tíma til þess að bregðast við því marki og fyrsta marki þeirra því aðeins stuttu seinna vorum við komnir 3-1 undir og eins og ég segi þá er það virkilega erfitt gegn Víking á þeirra heimavelli.“ Ómar var síðan spurður út í leikmannamarkaðinn að lokum. „Ég held að það sé ekkert leyndarmál að við erum að skoða markvarðarstöðuna. Þannig svona almennt séð þá mun ég búast við því að við munum eitthvað skoða í kringum okkur,“ endaði Ómar Ingi að segja. Besta deild karla Víkingur Reykjavík HK Tengdar fréttir Arnar: Get lofað ykkur því að við munum ekki gefast upp Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum hæstánægður með 5-1 sigur síns liðs á HK í Bestu-deild karla í kvöld. 28. júlí 2024 22:43
Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leik var Víkingur á toppi deildarinnar þrátt fyrir tap í síðasta leik gegn KA á meðan HK var í níunda sæti deildarinnar. Fyrstu mínútur leiksins voru virkilega rólegar en það voru Víkingar sem voru meira með boltann á meðan HK-ingar voru hættulegir í skyndisóknum sínum. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu en aðeins mínútu fyrir það átti HK algjört dauðafæri hinum megin. Það var fyrirliði Víkings, Nikolaj Hansen, sem skoraði markið eftir undirbúning frá Karl Friðleifi á hægri vængnum. HK-ingar voru þó ekki lengi að jafna sig á þessu þar sem jöfnunarmarkið kom aðeins fimm mínútum síðar. Þá var það Birnir Breki sem var með boltann hægra megin og fann Atla Þór inn á teig sem náði að snúa á og hrifsa af sér Gunnar Vatnshamar og var þá einn gegn Ingvari í marki Víkings. Í stað þess að láta vaða sjálfur ákvað Atli að gefa boltann fyrir markið á George Nunn sem var einn og óvaldaður hinum megin í teignum og þurfti lítið annað að gera en að koma boltanum yfir línuna. Staðan orðin 1-1. Leikurinn var heldur jafn eftir þetta en heldur lítið um opin marktækifæri þar til á 40. mínútu. Þá fékk Danijel Djuric boltann inn fyrir vörn HK vinstra megin og gaf boltann inn á markteig þar sem Nikolaj Hansen kom á ferðinni, potaði í boltann sem fór í Stefán Stefánsson, markvörð HK, og þaðan aftur í Hansen og í síðan í netið. Skrautlegt mark en eftir þetta mark má segja að það hafi kviknað á meisturunum. Þeir náði að skapa sér hvert færið á fætur öðru eftir þetta og eitt af þeim færum endaði með marki á 45 .mínútu þegar boltinn datt fyrir fætur Ara Sigurpáls inn á teig sem sneri sér laglega á punktinum og kom boltanum í netið. Staðan 3-1 og meistararnir því með þægilega forystu í hálfleik. Orrahríð Víkings að marki HK hélt áfram í seinni hálfleiknum en náðu Víkingar samt sem áður að skora aðeins tvö mörk til viðbótar en þau hefðu getað verið mikið fleiri. Fyrra markið kom 76. mínútu en það var varamaðurinn Helgi Guðjónsson sem skoraði það áður en Gunnar Vatnshamar skoraði síðasta markið með skalla úr hornspyrnu á 87. mínútu. Lokatölur 5-1 í Víkinni. Atvik leiksins Atvik leiksins var annað mark Víkinga sem kom á 40. mínútu því það breytti leiknum algjörlega og var vendipunktur leiksins. HK-ingar sáu ekki til sólar eftir þetta mark og það kviknaði heldur betur á Víkingum. Stjörnurnar og skúrkarnir Nikolaj Hansen var að sjálfsögðu frábær í liði Víkinga sem og Danijel Djuric og Ari Sigurpáls, eins og svo oft áður. Gísli Gottskálk var einnig frábær á miðjunni hjá Víkingum. Atli Þór var hins vegar mjög öflugur í liði HK-inga í fyrri hálfleik og var þeirra besti maður í dag. Dómararnir Helgi Mikael var heldur spjaldaglaður í dag, sem hefur svo sem verið línan hjá dómurum deildarinnar í sumar. Allt í allt held ég að Helgi Mikael hafi staðið sig með prýði. Stemningin og umgjörð Stemningin var kannski svolítið eftir veðrinu sem var ekki frábært. En þeir stuðningsmenn sem mættu létu í sér heyra og það er vel. Umgjörðin alltaf til fyrirmyndar í Víkinni og vel séð um okkur blaðamennina. Ómar Ingi Guðmundsson: Svekktur með að frammistaðan í fyrri hálfleik hafi ekki gefið okkur meira Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK.Vísir/Pawel „Ég er auðvitað bara svekktur og þá aðallega með það að frammistaðan fyrstu þrjátíu mínútur leiksins hafi ekki gefið okkur meira,“ byrjaði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, að segja eftir 5-1 tap gegn Víking. „Við einhvern veginn komumst síðan aldrei í takt við seinni hálfleikinn enda erfitt að lenda 3-1 undir gegn Víking á þeirra heimavelli,“ hélt Ómar áfram að segja. Annað mark Víkinga var ákveðinn vendipunktur í leiknum en eftir það mark kviknaði á meisturunum en Ómar var spurður út í þennan vendipunkt. „Þetta var í raunin bara klaufalegt mark, bæði færslan í vörninni þar sem við missum hann þarna bakvið okkur og síðan varslan hjá Stefáni sem fer aftur í hann og í markið. Þannig þetta var svona pirrandi mark að fá á sig en kannski eitthvað sem getur alltaf gerst.“ „Við síðan höfðum kannski ekki tíma til þess að bregðast við því marki og fyrsta marki þeirra því aðeins stuttu seinna vorum við komnir 3-1 undir og eins og ég segi þá er það virkilega erfitt gegn Víking á þeirra heimavelli.“ Ómar var síðan spurður út í leikmannamarkaðinn að lokum. „Ég held að það sé ekkert leyndarmál að við erum að skoða markvarðarstöðuna. Þannig svona almennt séð þá mun ég búast við því að við munum eitthvað skoða í kringum okkur,“ endaði Ómar Ingi að segja.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík HK Tengdar fréttir Arnar: Get lofað ykkur því að við munum ekki gefast upp Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum hæstánægður með 5-1 sigur síns liðs á HK í Bestu-deild karla í kvöld. 28. júlí 2024 22:43
Arnar: Get lofað ykkur því að við munum ekki gefast upp Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum hæstánægður með 5-1 sigur síns liðs á HK í Bestu-deild karla í kvöld. 28. júlí 2024 22:43
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti