Íslenski boltinn

Á­fall og tíma­bilinu lokið hjá Arnari: „Fæ engu breytt úr þessu“

Aron Guðmundsson skrifar
Arnar Freyr borinn af velli í leik HK og Vestra á dögunum
Arnar Freyr borinn af velli í leik HK og Vestra á dögunum Vísir/HAG

Það er ó­hætt að segja að HK-ingar, sem að standa í ströngu í Bestu deildinni um þessar mundir, hafi orðið fyrir á­falli um ný­liðna helgi þegar að mark­vörðurinn reynslu­mikli, Arnar Freyr Ólafs­son, varð fyrir því ó­láni að slíta hásin í leik gegn Vestra.

„Það kemur bolti inn fyrir sem ég ætla að reyna hlaupa að og sópa upp. Þegar að ég er að spyrna mér af stað þá smellur eitt­hvað í hásininni,“ segir Arnar Freyr. „Eins og staðan er núna er ég bara með slitna hásin. Þarf að fara í að­gerð að láta laga það og svo er það að reyna koma sér aftur til baka í þetta.“

Arnar var viss um leið og atvikið á sér stað að hásinin væri slitin.

„Miðað við lýsingar sem maður hafði heyrt áður frá fólki sem hafði lent í því að slíta hásin, hvernig það væri, þá var ég eigin­lega alveg viss um að þetta væri hásinin sem væri farin.“

Þó svo að Arnar hefði verið viss frá fyrstu stundu að hásinin væri slitin var sóknar­maður Vestra ekki alveg með á nótunum og taldi hann vera með krampa og gerði til­raun til þess að teygja á fæti Arnars.

„Það var ein­hver smá mis­skilningur í gangi þarna en hann áttaði sig á að­stæðum áður en hann fór að teygja á mér. Að þetta væri ekki krampi. Við náðum að stoppa hann af áður en hann fór að teygja á kálfanum á mér.

Ljós að tíma­bilinu er lokið fyrir Arnar Frey sem er með reynslu­mestu leik­mönnum HK og mikill leið­togi. Fram­undan hátt upp í ár fjarri knatt­spyrnu­vellinum. Ljóst er að um mikið á­fall er að ræða fyrir Arnar en ekki síður HK-liðið sem háir harða botn­bar­áttu í Bestu deildinni um þessar mundir.

Þrátt fyrir allt er Arnar Freyr furðubratturVísir/Arnar

„Eins og staðan er akkúrat núna er ég furðu brattur. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður þegar að maður hefur ekki mætt á fót­bolta­æfingu í ein­hvern tíma. Þetta er bara eitt­hvað sem maður verður að sætta sig við. Ég fæ engu breytt úr þessu . Við reynum bara að taka þetta á kassann og koma sterkari til baka.

Það lengsta sem maður hefur verið frá vegna meiðsla eru ein­hverjar fimm til átta vikur. Þetta er alveg glæ­nýtt fyrir mér. Svo verður bara að koma í ljós hvernig maður tæklar það þegar að líður á.

Það er erfitt að skilja við liðið á þessum stað þrátt fyrir að ég treysti þeim full­kom­lega fyrir því að klára þetta verk­efni. Maður reynir bara að vera til staðar fyrir þá utan vallar. Hjálpa til eins mikið og maður getur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×