Áfall og tímabilinu lokið hjá Arnari: „Fæ engu breytt úr þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 09:01 Arnar Freyr borinn af velli í leik HK og Vestra á dögunum Vísir/HAG Það er óhætt að segja að HK-ingar, sem að standa í ströngu í Bestu deildinni um þessar mundir, hafi orðið fyrir áfalli um nýliðna helgi þegar að markvörðurinn reynslumikli, Arnar Freyr Ólafsson, varð fyrir því óláni að slíta hásin í leik gegn Vestra. „Það kemur bolti inn fyrir sem ég ætla að reyna hlaupa að og sópa upp. Þegar að ég er að spyrna mér af stað þá smellur eitthvað í hásininni,“ segir Arnar Freyr. „Eins og staðan er núna er ég bara með slitna hásin. Þarf að fara í aðgerð að láta laga það og svo er það að reyna koma sér aftur til baka í þetta.“ Arnar var viss um leið og atvikið á sér stað að hásinin væri slitin. „Miðað við lýsingar sem maður hafði heyrt áður frá fólki sem hafði lent í því að slíta hásin, hvernig það væri, þá var ég eiginlega alveg viss um að þetta væri hásinin sem væri farin.“ Þó svo að Arnar hefði verið viss frá fyrstu stundu að hásinin væri slitin var sóknarmaður Vestra ekki alveg með á nótunum og taldi hann vera með krampa og gerði tilraun til þess að teygja á fæti Arnars. „Það var einhver smá misskilningur í gangi þarna en hann áttaði sig á aðstæðum áður en hann fór að teygja á mér. Að þetta væri ekki krampi. Við náðum að stoppa hann af áður en hann fór að teygja á kálfanum á mér. Ljós að tímabilinu er lokið fyrir Arnar Frey sem er með reynslumestu leikmönnum HK og mikill leiðtogi. Framundan hátt upp í ár fjarri knattspyrnuvellinum. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Arnar en ekki síður HK-liðið sem háir harða botnbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir. Þrátt fyrir allt er Arnar Freyr furðubratturVísir/Arnar „Eins og staðan er akkúrat núna er ég furðu brattur. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður þegar að maður hefur ekki mætt á fótboltaæfingu í einhvern tíma. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við. Ég fæ engu breytt úr þessu . Við reynum bara að taka þetta á kassann og koma sterkari til baka. Það lengsta sem maður hefur verið frá vegna meiðsla eru einhverjar fimm til átta vikur. Þetta er alveg glænýtt fyrir mér. Svo verður bara að koma í ljós hvernig maður tæklar það þegar að líður á. Það er erfitt að skilja við liðið á þessum stað þrátt fyrir að ég treysti þeim fullkomlega fyrir því að klára þetta verkefni. Maður reynir bara að vera til staðar fyrir þá utan vallar. Hjálpa til eins mikið og maður getur.“ Besta deild karla HK Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Feðgarnir slógust eftir leik Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KA | Geta þrýst á toppliðin Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira
„Það kemur bolti inn fyrir sem ég ætla að reyna hlaupa að og sópa upp. Þegar að ég er að spyrna mér af stað þá smellur eitthvað í hásininni,“ segir Arnar Freyr. „Eins og staðan er núna er ég bara með slitna hásin. Þarf að fara í aðgerð að láta laga það og svo er það að reyna koma sér aftur til baka í þetta.“ Arnar var viss um leið og atvikið á sér stað að hásinin væri slitin. „Miðað við lýsingar sem maður hafði heyrt áður frá fólki sem hafði lent í því að slíta hásin, hvernig það væri, þá var ég eiginlega alveg viss um að þetta væri hásinin sem væri farin.“ Þó svo að Arnar hefði verið viss frá fyrstu stundu að hásinin væri slitin var sóknarmaður Vestra ekki alveg með á nótunum og taldi hann vera með krampa og gerði tilraun til þess að teygja á fæti Arnars. „Það var einhver smá misskilningur í gangi þarna en hann áttaði sig á aðstæðum áður en hann fór að teygja á mér. Að þetta væri ekki krampi. Við náðum að stoppa hann af áður en hann fór að teygja á kálfanum á mér. Ljós að tímabilinu er lokið fyrir Arnar Frey sem er með reynslumestu leikmönnum HK og mikill leiðtogi. Framundan hátt upp í ár fjarri knattspyrnuvellinum. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Arnar en ekki síður HK-liðið sem háir harða botnbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir. Þrátt fyrir allt er Arnar Freyr furðubratturVísir/Arnar „Eins og staðan er akkúrat núna er ég furðu brattur. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður þegar að maður hefur ekki mætt á fótboltaæfingu í einhvern tíma. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við. Ég fæ engu breytt úr þessu . Við reynum bara að taka þetta á kassann og koma sterkari til baka. Það lengsta sem maður hefur verið frá vegna meiðsla eru einhverjar fimm til átta vikur. Þetta er alveg glænýtt fyrir mér. Svo verður bara að koma í ljós hvernig maður tæklar það þegar að líður á. Það er erfitt að skilja við liðið á þessum stað þrátt fyrir að ég treysti þeim fullkomlega fyrir því að klára þetta verkefni. Maður reynir bara að vera til staðar fyrir þá utan vallar. Hjálpa til eins mikið og maður getur.“
Besta deild karla HK Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Feðgarnir slógust eftir leik Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KA | Geta þrýst á toppliðin Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira