ÍBV

Fréttamynd

Leik­menn keyptu kokka­húfurnar og gabb­ið var vel æft

Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson fór um víðan völl með sérfræðingum Seinni bylgjunnar strax eftir að hafa slegið út FH í undanúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta í gærkvöld. Kokkahúfur bar á góma, sem og markið sem að Dagur skoraði eftir að Eyjamenn göbbuðu FH-inga upp úr skónum.

Handbolti
Fréttamynd

Um­fjöllun, við­töl og myndir: FH - ÍBV 29-31 | Eyja­­menn mættu með sópinn í Krikann og eru komnir í úr­­slit

Þriðji leikur í undanúrslita einvígi FH og ÍBV fór fram í kvöld í Kaplakrika. ÍBV vann í æsispennandi framlengdum leik eftir vægast sagt mikla dramatík. Lokatölur í Kaplakrika urðu 29-31 fyrir ÍBV sem með sigrinum kláruðu þetta einvígi 3-0 og tryggðu farseðilinn í úrslitaeinvígið þar sem þeir mæta annað hvort Haukum eða Aftureldingu. 

Handbolti
Fréttamynd

„Menn langar að svara fyrir þetta“

„Við vitum alveg hvaða þýðingu þessi leikur hefur. Við erum klárir með gott leikplan og getum bara hugsað um einn leik í einu. Við verðum klárir þegar það verður flautað til leiks í kvöld,“ segir Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari FH en leiktíðinni gæti mögulega lokið hjá liðinu í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Djöfull er ég fúll“

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var að vonum svekktur eftir að ÍBV hafði haldið hreinu í 95 mínútur gegn Víking, heitasta liði landsins, en tapa samt.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH-ingum enn neituð innganga í Eyjaklúbbinn

Aðeins fjórum félögum hefur tekist að vinna ÍBV í úrslitakeppni úti í Vestmannaeyjum. Það leit út fyrir að það myndi fjölga í hópnum í gær en ótrúleg endurkoma heimamanna breytti því.

Handbolti
Fréttamynd

Díana: Erum í þessu til að skapa ævintýri

„Við byrjuðum að prófa þetta á móti Fram og okkur fannst þetta helvíti skemmtilegt og ákváðum að gera þetta aftur núna,“ sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka eftir að liðið vann sigur á ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir framlengdan leik.

Handbolti