Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 08:01 Guðmundur Guðmundsson hefur verið að gera frábæra hluti með lið Fredericia í Danmörku. Vísir/Vilhelm Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. Frederica hefur verið að ganga í gegnum mjög góða tíma undir stjórn Guðmundar. Vann bronsverðlaun dönsku deildarinnar í fyrra, hefur nú tryggt sér Evrópusæti fyrir næsta tímabil í fyrsta skipti í sögu félagsins og heldur inn í komandi úrslitakeppni dönsku deildarinnar með von um fleiri medalíur. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Arnór, sem var eftirsóttur af mörgum liðum og hefur gert góða hluti með liði ÍBV, frá því að símtal frá Guðmundi hefði skipt sköpum fyrir sig þegar að hann ákvað að ganga til liðs við Fredericia og taka sitt fyrsta skref út í atvinnumennsku. „Hann hringdi í mig í desember og seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Í hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var Guðmundur inntur eftir svörum í tengslum við það hvað hann hafi eiginlega sagt við Arnór í þessu örlagaríka símtali. „Ég sagði honum bara sannleikann um Fredericia,“ svaraði Guðmundur. „Það þarf ekkert annað til en að segja bara sannleikann um það hvernig staðið er að málum hér. Við fengum Einar Þorstein Ólafsson til okkar á sínum tíma. Hann er orðinn landsliðsmaður í dag. Hefur tekið stórstigum framförum sem leikmaður. Nú erum við að fara taka inn annan ungan Íslending hingað. Hvað sé ég í Arnóri? Ég tel hann búa yfir mörgum hæfileikum. Hann getur spilað vörn. Bæði í miðju varnarinnar sem og sem bakvörður. Hann er góður maður á móti manni og hefur góð skot bæði af gólfi sem og í uppstökki. Þá fer gott orð af honum sem topp karakter. Þannig menn vilji hann fá inn í liðið. „Við höfum skoðað þetta mjög vel og fórum gaumgæfilega yfir stöðuna varðandi Arnór. Enda skiptir hver ákvörðun sem við tökum, um hvaða leikmenn við náum í, mjög miklu máli.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér: Danski handboltinn ÍBV Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira
Frederica hefur verið að ganga í gegnum mjög góða tíma undir stjórn Guðmundar. Vann bronsverðlaun dönsku deildarinnar í fyrra, hefur nú tryggt sér Evrópusæti fyrir næsta tímabil í fyrsta skipti í sögu félagsins og heldur inn í komandi úrslitakeppni dönsku deildarinnar með von um fleiri medalíur. Í samtali við Vísi á dögunum sagði Arnór, sem var eftirsóttur af mörgum liðum og hefur gert góða hluti með liði ÍBV, frá því að símtal frá Guðmundi hefði skipt sköpum fyrir sig þegar að hann ákvað að ganga til liðs við Fredericia og taka sitt fyrsta skref út í atvinnumennsku. „Hann hringdi í mig í desember og seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Í hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar, Besta sætið, var Guðmundur inntur eftir svörum í tengslum við það hvað hann hafi eiginlega sagt við Arnór í þessu örlagaríka símtali. „Ég sagði honum bara sannleikann um Fredericia,“ svaraði Guðmundur. „Það þarf ekkert annað til en að segja bara sannleikann um það hvernig staðið er að málum hér. Við fengum Einar Þorstein Ólafsson til okkar á sínum tíma. Hann er orðinn landsliðsmaður í dag. Hefur tekið stórstigum framförum sem leikmaður. Nú erum við að fara taka inn annan ungan Íslending hingað. Hvað sé ég í Arnóri? Ég tel hann búa yfir mörgum hæfileikum. Hann getur spilað vörn. Bæði í miðju varnarinnar sem og sem bakvörður. Hann er góður maður á móti manni og hefur góð skot bæði af gólfi sem og í uppstökki. Þá fer gott orð af honum sem topp karakter. Þannig menn vilji hann fá inn í liðið. „Við höfum skoðað þetta mjög vel og fórum gaumgæfilega yfir stöðuna varðandi Arnór. Enda skiptir hver ákvörðun sem við tökum, um hvaða leikmenn við náum í, mjög miklu máli.“ Viðtalið við Guðmund Guðmundsson, þjálfara Frederica í Danmörku, í Besta sætinu má hlusta á í heild sinni hér:
Danski handboltinn ÍBV Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira