Arnór fer til Gumma Gumm og stefnir á að spila með bróður sínum Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 10:07 Arnór Viðarsson flytur til Danmerkur í sumar. vísir/Hulda Margrét Danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia, sem leikur undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, tilkynnti í dag um komu Eyjamannsins Arnórs Viðarssonar sem kemur til félagsins í sumar. Arnór, sem er 22 ára skytta, er lykilmaður í liði ÍBV og mun klára leiktíðina með liðinu sem á dögunum vann silfur í Powerade-bikarnum. Arnór segir í viðtali á heimasíðu Fredericia að Guðmundur, sem stýrði Elliða bróður hans í landsliðinu, hafi verið lykilþáttur í ákvörðuninni um að semja við félagið. „Þetta eru spennandi skipti fyrir mig. Guðmundur er fær þjálfari og liðið hefur þróast í mjög góða átt síðustu tvær leiktíðir,“ segir Arnór en Fredericia er í næstefsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Dreymir um að komast í landsliðið „Danska deildin er betri en sú íslenska og ég vonast til þess að bæta mig enn meira. Það verður líka gaman að spila í Evrópudeildinni eða Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Mig dreymir líka um að spila í landsliðinu með bróður mínum og þetta skref hjálpar mér í þá átt. Ég hlakka til að koma til FHK og ég ætla að leggja allt í sölurnar til að vinna titla með félaginu,“ segir Arnór. Línumaður landsliðsins, Elliði Snær, er eldri bróðir hans og Arnór hefur einnig leikið með yngri bróður sínum, Ívari Bessa, hjá ÍBV. Auk þess að spila undir stjórn Íslendings mun Arnór væntanlega verða með íslenskan liðsfélaga hjá Fredericia því landsliðsmaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson er leikmaður liðsins. Samningur Arnórs við danska félagið gildir til þriggja ára. Olís-deild karla ÍBV Danski handboltinn Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
Arnór, sem er 22 ára skytta, er lykilmaður í liði ÍBV og mun klára leiktíðina með liðinu sem á dögunum vann silfur í Powerade-bikarnum. Arnór segir í viðtali á heimasíðu Fredericia að Guðmundur, sem stýrði Elliða bróður hans í landsliðinu, hafi verið lykilþáttur í ákvörðuninni um að semja við félagið. „Þetta eru spennandi skipti fyrir mig. Guðmundur er fær þjálfari og liðið hefur þróast í mjög góða átt síðustu tvær leiktíðir,“ segir Arnór en Fredericia er í næstefsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Dreymir um að komast í landsliðið „Danska deildin er betri en sú íslenska og ég vonast til þess að bæta mig enn meira. Það verður líka gaman að spila í Evrópudeildinni eða Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Mig dreymir líka um að spila í landsliðinu með bróður mínum og þetta skref hjálpar mér í þá átt. Ég hlakka til að koma til FHK og ég ætla að leggja allt í sölurnar til að vinna titla með félaginu,“ segir Arnór. Línumaður landsliðsins, Elliði Snær, er eldri bróðir hans og Arnór hefur einnig leikið með yngri bróður sínum, Ívari Bessa, hjá ÍBV. Auk þess að spila undir stjórn Íslendings mun Arnór væntanlega verða með íslenskan liðsfélaga hjá Fredericia því landsliðsmaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson er leikmaður liðsins. Samningur Arnórs við danska félagið gildir til þriggja ára.
Olís-deild karla ÍBV Danski handboltinn Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira