Fram tapaði í Eyjum og KA/Þór eygir von Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 20:01 Birna Berg Haraldsdóttir átti góðan leik fyrir ÍBV í dag. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann góðan sigur á Fram þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna. Þá vann KA/Þór heimasigur á Aftureldingu og eygir enn von um að bjarga sæti sínu í deildinni. Í Vestmannaeyjum tók ÍBV á móti Fram en Eyjakonur hafa verið að ná vopnum sínum í síðustu leikjum og unnu meðal annars góðan sigur á Haukum í síðustu umferð. Eftir jafnar upphafsmínútur áttu Eyjakonur góðan endasprett í fyrri hálfleik og fóru með 16-11 forystu inn í hálfleikinn. Í síðari hálfleiknum náðu Framkonur að minnka muninn í eitt mark en tóku aldrei skrefið og jöfnuðu metin. ÍBV náði upp forystu á nýjan leik og vann að lokum 26-23 sigur. Birna Berg Haraldsdóttir átti stórleik hjá ÍBV og skoraði 10 mörk og Amelía Einarsdóttir skoraði 6 mörk. Marta Wawrzykowska var frábær í markinu með 45% markvörslu. Hjá Fram var Lena Margrét Valdimarsdóttir markahæst með 5 mörk. KA/Þór enn á lífi í fallbaráttunni Á Akureyri mættust tvö neðstu lið deildarinnar KA/Þór og Afturelding. Það var mikið undir því sigur Aftureldingar þýddi að KA/Þór væri fallið. Akureyringar lengdu hins vegar líftíma sinn í Olís-deildinni með góðum sigri. Eftir ágæta byrjun Mosfellinga náðu KA/Þór konur frumkvæðinu og leiddu 12-10 í hálfleik. Í síðari hálfleik tók KA/Þór svo algjörlega yfir leikinn. Liðið jók forystuna jafnt og þétt og vann að lokum átta marka sigur. lokatölur 26-18. Isabella Fraga var markahæst hjá KA/Þór með 8 mörk en þær Sylvía Björt Blöndal og Anna Katrín Bjarkadóttir skoruðu 4 mörk fyrir Aftureldingu. Matea Lonac og Saga Sif Gísladóttir vörðu báðar vel fyrir sín lið. Eftir sigurinn er KA/Þór aðeins einu stigi á eftir Aftureldingu í deildinni en neðsta lið deildarinnar fellur niður í 1. deild. Í lokaumferðinni tekur KA/Þór á móti Fram og Afturelding mætir Val. Stjarnan í úrslitakeppnina Þá tryggði Stjarnan sér síðasta sætið í úrslitakeppninni eftir góðan sigur á ÍR á útivelli. Garðbæingar voru 15-10 yfir eftir fyrri hálfleikinn og voru með tögl og haldir allan síðari hálfleikinn. Lokatölur 28-23 og Stjarnan því öruggt í 6. sæti deildarinnar sem er það síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Þar mun liðið mæta Haukum eða Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en ÍR mætir ÍBV. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði 9 mörk fyrir ÍR og þær Embla Steindórsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir skoruðu 7 fyrir Stjörnuna. Darija Zecevic var með 40% vörslu í marki Stjörnunnar en Hildur Öder Einarsdóttir varði sjö skot í marki ÍR. Olís-deild kvenna ÍBV Fram Þór Akureyri KA Afturelding ÍR Stjarnan Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Í Vestmannaeyjum tók ÍBV á móti Fram en Eyjakonur hafa verið að ná vopnum sínum í síðustu leikjum og unnu meðal annars góðan sigur á Haukum í síðustu umferð. Eftir jafnar upphafsmínútur áttu Eyjakonur góðan endasprett í fyrri hálfleik og fóru með 16-11 forystu inn í hálfleikinn. Í síðari hálfleiknum náðu Framkonur að minnka muninn í eitt mark en tóku aldrei skrefið og jöfnuðu metin. ÍBV náði upp forystu á nýjan leik og vann að lokum 26-23 sigur. Birna Berg Haraldsdóttir átti stórleik hjá ÍBV og skoraði 10 mörk og Amelía Einarsdóttir skoraði 6 mörk. Marta Wawrzykowska var frábær í markinu með 45% markvörslu. Hjá Fram var Lena Margrét Valdimarsdóttir markahæst með 5 mörk. KA/Þór enn á lífi í fallbaráttunni Á Akureyri mættust tvö neðstu lið deildarinnar KA/Þór og Afturelding. Það var mikið undir því sigur Aftureldingar þýddi að KA/Þór væri fallið. Akureyringar lengdu hins vegar líftíma sinn í Olís-deildinni með góðum sigri. Eftir ágæta byrjun Mosfellinga náðu KA/Þór konur frumkvæðinu og leiddu 12-10 í hálfleik. Í síðari hálfleik tók KA/Þór svo algjörlega yfir leikinn. Liðið jók forystuna jafnt og þétt og vann að lokum átta marka sigur. lokatölur 26-18. Isabella Fraga var markahæst hjá KA/Þór með 8 mörk en þær Sylvía Björt Blöndal og Anna Katrín Bjarkadóttir skoruðu 4 mörk fyrir Aftureldingu. Matea Lonac og Saga Sif Gísladóttir vörðu báðar vel fyrir sín lið. Eftir sigurinn er KA/Þór aðeins einu stigi á eftir Aftureldingu í deildinni en neðsta lið deildarinnar fellur niður í 1. deild. Í lokaumferðinni tekur KA/Þór á móti Fram og Afturelding mætir Val. Stjarnan í úrslitakeppnina Þá tryggði Stjarnan sér síðasta sætið í úrslitakeppninni eftir góðan sigur á ÍR á útivelli. Garðbæingar voru 15-10 yfir eftir fyrri hálfleikinn og voru með tögl og haldir allan síðari hálfleikinn. Lokatölur 28-23 og Stjarnan því öruggt í 6. sæti deildarinnar sem er það síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Þar mun liðið mæta Haukum eða Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en ÍR mætir ÍBV. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði 9 mörk fyrir ÍR og þær Embla Steindórsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir skoruðu 7 fyrir Stjörnuna. Darija Zecevic var með 40% vörslu í marki Stjörnunnar en Hildur Öder Einarsdóttir varði sjö skot í marki ÍR.
Olís-deild kvenna ÍBV Fram Þór Akureyri KA Afturelding ÍR Stjarnan Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira