„Veit ekki hvað Elmar þarf að gera til að komast í landsliðið“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. maí 2024 23:02 Magnús Stefánsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Pawel Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, fór um víðan völl þegar hann gerði upp tap liðsins gegn FH í oddaleik liðanna í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Magnús gagnrýndi það að Elmar Erlingssyni hlyti ekki náð fyrir landsliðsþjálfaranna og beindi spjótum sínum að fjölmiðlum liðsins. „Við náðum aldrei að tengja saman vörn, markvörslu og hraðaupphlaupum og mér fannst munurinn frekar liggja í því að okkur tókst ekki að sýna okkar rétta andlit frekar en að þeir væru að mæta með einhverjar töfralausnir,“ sagði Magnús svekktur að leik loknum. „Þrátt fyrir þetta tap geng ég stoltur og hreykinn af leikmönnum frá þessu einvígi. Við sýndum karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Það eru ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð og margt jákvætt sem við getum tekið úr tímabilinu þegar við erum búnir að melta vonbrigðin,“ sagði hann enn fremur. „Það hefur til að mynda verið frábært að fylgjast með Elmari vaxa og dafna í allan vetur og standa sig jafn vel og raun ber vitni þegar mest á reynir á stærsta sviðinu hér heima. Elmar skoraði 15 mörk í þriðja leiknum um daginn og ég veit ekki hvort að það hefði þurfti 16 eða 17 mörk til þess að hljóta náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna,“ sagði þjálfarinn sem skaut þar pillu á kollega sína. Fer ekki saman hjóð og mynd „Ég er einnig hugsi yfir öðru. Það er að fjölmiðlar landsins hafi ekki séð sér fært að mæta með blaðamenn í fjórða leikinn í Eyjum sem spilaður var á frídegi. Þá var ekki stór útsending frá leiknum og engin stúdíóumræða. Þegar 24.000 heimili eru að horfa á leikinn í sjónvarpi og rætt er um það að það vantaði pening á skrifstofu HSÍ. Þá er einkennilegt að ekki sé gripinn sá möguleiki að skapa auglýsingatekjur af jafn vinsælum leik. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd,“ sagði hann ósáttur. Aðspurður um framhaldið segir Magnús framtíðina bjarta í handboltanum í Eyjum: „Við erum að kveðja tvo unga stráka sem halda á vit ævintýranna. Þetta er það sem við viljum standa fyrir að ala upp okkar eigin stráka, leyfa þeim að spila á stærsta sviðinu hér heima og skila þeim svo í atvinnumennsku. Nú fá yngri leikmenn úr okkar starfi enn stærra hlutverk og undir handleiðslu Kára Kristjáns, Dags og Ísaks munu þeir halda áfram að bæta undir handleiðslu þeirra frábæru þjálfara og í þeirri flottu umgjörð sem er í félaginu,“ sagði Magnús en ÍBV missir Elmar Erlingsson og Arnór Viðarsson úr herbúðum sínum í sumar. Þeir eru á leið í atvinnumennsku erlendis. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
„Við náðum aldrei að tengja saman vörn, markvörslu og hraðaupphlaupum og mér fannst munurinn frekar liggja í því að okkur tókst ekki að sýna okkar rétta andlit frekar en að þeir væru að mæta með einhverjar töfralausnir,“ sagði Magnús svekktur að leik loknum. „Þrátt fyrir þetta tap geng ég stoltur og hreykinn af leikmönnum frá þessu einvígi. Við sýndum karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Það eru ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð og margt jákvætt sem við getum tekið úr tímabilinu þegar við erum búnir að melta vonbrigðin,“ sagði hann enn fremur. „Það hefur til að mynda verið frábært að fylgjast með Elmari vaxa og dafna í allan vetur og standa sig jafn vel og raun ber vitni þegar mest á reynir á stærsta sviðinu hér heima. Elmar skoraði 15 mörk í þriðja leiknum um daginn og ég veit ekki hvort að það hefði þurfti 16 eða 17 mörk til þess að hljóta náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna,“ sagði þjálfarinn sem skaut þar pillu á kollega sína. Fer ekki saman hjóð og mynd „Ég er einnig hugsi yfir öðru. Það er að fjölmiðlar landsins hafi ekki séð sér fært að mæta með blaðamenn í fjórða leikinn í Eyjum sem spilaður var á frídegi. Þá var ekki stór útsending frá leiknum og engin stúdíóumræða. Þegar 24.000 heimili eru að horfa á leikinn í sjónvarpi og rætt er um það að það vantaði pening á skrifstofu HSÍ. Þá er einkennilegt að ekki sé gripinn sá möguleiki að skapa auglýsingatekjur af jafn vinsælum leik. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd,“ sagði hann ósáttur. Aðspurður um framhaldið segir Magnús framtíðina bjarta í handboltanum í Eyjum: „Við erum að kveðja tvo unga stráka sem halda á vit ævintýranna. Þetta er það sem við viljum standa fyrir að ala upp okkar eigin stráka, leyfa þeim að spila á stærsta sviðinu hér heima og skila þeim svo í atvinnumennsku. Nú fá yngri leikmenn úr okkar starfi enn stærra hlutverk og undir handleiðslu Kára Kristjáns, Dags og Ísaks munu þeir halda áfram að bæta undir handleiðslu þeirra frábæru þjálfara og í þeirri flottu umgjörð sem er í félaginu,“ sagði Magnús en ÍBV missir Elmar Erlingsson og Arnór Viðarsson úr herbúðum sínum í sumar. Þeir eru á leið í atvinnumennsku erlendis.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira