Valur

Fréttamynd

Sótbölvandi senseiinn sem elskaði að kenna

Boris Bjarni Akbachev féll frá á dögunum, 89 ára að aldri. Þar með er genginn einn mikilvægasti og áhrifamesti þjálfari íslensks handbolta. Boris þjálfaði lengst af yngri flokka hjá Val og marga af bestu handboltamönnum félagsins og landsins. Að sögn fyrrverandi leikmanna sem Vísir ræddi við var Boris mikill kennari sem bar hag þeirra fyrir brjósti, meðfram því sem hann blótaði þeim í sand og ösku.

Handbolti
Fréttamynd

„Sambland af spennu og stressi“

„Það er mjög mikill fiðringur í maganum, sambland af mikilli spennu og stressi sem er held ég bara eðlilegt,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, sem mætir Val í stórleik í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við mætum dýrvitlausar í kvöld“

Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti magnaðan leik fyrir Val er liðið vann annan leik einvígis liðsins við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á dögunum. Valur leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn með sigri í Reykjanesbæ í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Besta spáin 2023: Of mikil blóðtaka

Valur stefnir á að verða Íslandsmeistari í sumar og verða þar með fyrsta liðið í fimmtán ár til að vinna titilinn þrisvar sinnum í röð. Stór skörð hafa verið höggvin í Valsliðið frá síðasta tímabili og það hefur misst mikla reynslubolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þor­láks­höfn - Valur 92-83 | Ís­lands- og bikar­meistararnir með bakið upp við vegg

Þór Þorlákshöfn tók á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Sanngjarn sigur Þórs var niðurstaðan. Valsmenn gátu varla keypt sér körfu á löngum stundum meðan að heimamenn léku við hvurn sinn fingur sóknarlega. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Körfubolti
Fréttamynd

„Gengur ekki á móti svona góðu liði eins og Þór“

„Þórsararnir tóku af skarið í byrjun, hittu vel og náðu yfirhöndinni og héldu henni út leikinn,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir tap sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 2-0 Þór í vil.

Körfubolti
Fréttamynd

Viktor í Val

Handknattleiksmaðurinn Viktor Sigurðsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Vals. Frá þessu greinir Valur á samfélagsmiðlum sínum.

Handbolti
Fréttamynd

Boris Bjarni Akbachev fallinn frá

Boris Bjarni Akbachev, goðsögn í handboltaþjálfun á Íslandi, er látinn 89 ára gamall. Boris kom að þjálfun margra af bestu handboltamönnum Íslandssögunnar. Stuðningsmönnum Vals var tilkynnt um andlátið í kvöld og fjölmargir lærisveinar hans í gegnum árin minnast hans á samfélagsmiðlum.

Handbolti