Geðheilbrigði

Fréttamynd

Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni

Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum.

Innlent
Fréttamynd

Aukið sjálfræði starfsfólks verður áberandi í áherslum vinnustaða 2023

„Ég tel að aukið sjálfræði starfsfólks um hvar það vinnur og hvenær það vinnur verði áberandi í áherslum vinnustaða árið 2023. Þessi þróun hófst í heimsfaraldrinum og mun halda áfram. Auk þess sé ég fyrir mér aukna áhersla á fjölbreytileika og vellíðan,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Getum búið okkur til alls konar frí allt árið 2023

Atvinnulífið hefur áður fjallað um mikilvægi þess að kúpla sig frá vinnu þegar við erum í fríi. Í dag ætlum við hins vegar að rýna aðeins í mismunandi frí sem við getum sett okkur sem markmið að upplifa oftar frá og með árinu 2023. Sem lið í því að efla andlega vellíðan og heilsu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ég hef sjálfur upplifað það að eiga mjög lítið og líða illa“

„Lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, sem tilnefndur er sem maður ársins 2022. Hann lýsir því að hafa liðið illa á sínum yngri árum og hugleitt sjálfsvíg. Hann er þakklátur fyrir tilnefninguna og segir líf sitt hafa umbreyst á síðustu árum.

Lífið
Fréttamynd

Forseti Íslands minnti á að það væri alltaf von

Árleg vetrarsólstöðuganga Píeta-samtakanna var gengin frá Klettagörðum að Skarfavita í Reykjavík í gærkvöldi. Á dimmasta degi ársins er þeirra ástvina minnst sem féllu fyrir eigin hendi. Fjöldi fólks lagði leið sína í gönguna. Meðal þeirra forseti Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Sorg og sorgar­stuðningur

Þegar við förum í fjallgöngu í fyrsta skipti er ekki hægt að ætlast til þess að við vitum við hverju við eigum að búast, hvað við eigum að taka með okkur, og hvernig við eigum að gera hlutina til að komast klakklaust á áfangastað.

Skoðun
Fréttamynd

Inn­byggð streitu­stjórnun yfir jólin

Þegar jólin nálgast fer streitustigið að hækka hjá mörgum landsmönnum, en þá er viðeigandi að kynna sér þær ótalmörgu aðferðir sem hægt er að nota til að hafa áhrif á streituviðbragðið. Það er magnað hvað við búum yfir miklum krafti og valkosti til þess að hafa áhrif á streituviðbragðið.

Skoðun
Fréttamynd

Hleypur 200 kílómetra fyrir málefni sem stendur honum nærri

Geðheilbrigðismál á Íslandi eru í ólestri samkvæmt hlauparanum og hnefaleikakappanum Davíð Rúnari Bjarnasyni, sem hefur beðið í tæp þrjú ár eftir viðtali hjá sálfræðingi. Hann hyggst hlaupa 200 kílómetra á rúmum sólarhring til að styrkja Píeta-samtökin.

Sport
Fréttamynd

Saman getum við spornað gegn fé­lags­legri ein­angrun með náunga­kær­leik og góð­vild

Vinaverkefni Rauða krossins er eitt af elstu verkefnunum hjá hreyfingunni hér á landi, en þetta verkefni hefur verið starfrækt í rúm 20 ár. Félagsleg einangrun er alvarlegt samfélagsmein og eitt af meginverkefnum vinaverkefnanna er að sporna gegn henni með því að veita félagsskap, nærveru og samveru, en góð félagsleg tengsl eru forsenda fyrir góðri heilsu og vellíðan einstaklinga.

Skoðun
Fréttamynd

Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“

„Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Á okkar ábyrgð að það fari ekki með verri geðheilsu heim“

„Umræðan um geðheilsu hefur breyst mikið á undanförnum árum. Ungt fólk hefur verið leiðandi í að opna umræðuna um geðheilbrigðismál og við sem eldri erum þurfum að taka þau til fyrirmyndar,“ segir Elín Helga Sveinbjörnsdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hvíta húsið. Fyrirtækið var að gefa út sérstaka geðheilsustefnu.

Heilsa
Fréttamynd

Hefur engu við yfirlýsinguna að bæta

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf hefur engu við yfirlýsingu, sem send var frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd félagsins, að bæta. Allt hafi komið fram í henni sem snýr að málinu. Kona sjómannsins segist ósátt með „ópersónulega“ yfirlýsingu. 

Innlent
Fréttamynd

Hve­nær leiddist þér síðast?

Hvenær varst þú seinast á biðstofu og neyddist til að horfa út í loftið eða spjalla við einstaklinginn við hliðina á þér þar sem þú hafðir ekkert annað að gera?

Skoðun
Fréttamynd

Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir

Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. 

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sam­ráð fyrir lokun Vinjar: „Ó­mögu­legt að það sé staðið að þessu með þessum hætti“

Geðhjálp lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að loka Vin. Formaður Geðhjálpar segir ekkert samráð hafa átt sér stað fyrir ákvörðunina, líkt og skilja mátti á tillögu meirihlutans. Honum virðist tillögurnar hafa verið unnar með hraði og án samráðs en nauðsynlegt sé að tryggja þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp.

Innlent
Fréttamynd

Vin á Hverfisgötu heyrir sögunni til

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja niður starfsemi Vinjar á Hverfisgötu. Vin er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem hefur verið rekið í um þrjátíu ár. Fyrrverandi forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík er meðal þeirra sem gagnrýnir lokunina harðlega.

Innlent
Fréttamynd

„Listin læknar ekki en hún hefur hjálpað“

„Mig langaði ekki að textinn yrði beint um pabba því ég held að ég hafi bara ekki verið tilbúin í það,“ segir tónlistarkonan Rósa Björk Ásmundsdóttir um lagið Jólin með þér sem hún og Helena Hafsteinsdóttir voru að senda frá sér en þær mynda sviðslistahópinn heró. Ásamt laginu var að koma út tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum.

Tónlist
Fréttamynd

Að æfa þakklæti í vinnunni getur margborgað sig

Rannsóknir til fjölda ára hafa sýnt mjög sterkt samband á milli þess að vera þakklát fyrir það sem við eigum og höfum og hamingju. Skiptir þá engu máli hvar eða hver við erum. Að lifa í þakklæti hefur hreinlega mjög jákvæð áhrif á það hvernig okkur líður.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að­gengi að geð­heil­brigðis­þjónustu fanga

Stefna stjórnvalda í geðheilbrigðismálum er á þá leið að þverfagleg mönnun í geðheilbrigðisþjónustu eigi að vera í samræmi við þjónustuþörf á hverju þjónustustigi með tilliti til viðfangsefna. Við sem lifum og hrærumst í málefnum jaðarsettra hópa samfélagsins vitum sem er, að þar er víða pottur brotinn og stefna stjórnvalda eingöngu orðin tóm.

Skoðun