Ráðherrar hafa áhyggjur af valdbeitingu Tómas Ingvason skrifar 2. júní 2024 13:31 Á fréttamiðlum í gær mátti lesa að ráðherra í ríkisstjórn Íslands telur mikilvægt að farið sé vandlega yfir verkferla þegar lögregla beitir valdi gegn borgurum landsins. Þetta kemur í kjölfar þess að nokkrir kjósendur hans fengu yfir sig piparúða þegar þeir mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Ráðherran segist nú hafa gefið út fyrirmæli til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis að fara ætti yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu í svona málum. Það er gott þegar kjörnum fulltrúum okkar stendur ekki á sama um fólkið í landinu. Það eru hinir kjörnu fulltrúar sem eiga að gæta að hagsmunum almennings og tryggja að valdinu sé ekki gefinn laus taumurinn gegn sínum eigin borgurum. En þess vegna velti ég fyrir mér, afhverju er ekki farið yfir ferla þegar fólk deyr í fangelsum? Afhverju er ekki farið yfir ákvarðanir lögreglu þegar ungir drengir eru frelsisviptir án dóms og laga og settir inn á Litla hraun í kjölfar ásakana sem ekki hafa verið rannsakaðar? Er það ekki rannsóknarefni í sjálfu sér? Drengurinn minn grátbað um hjálp vegna andlegrar líðan sinnar þegar hann var lokaður inni í klefa á hrauninu. Hjálpina var hvergi að fá og daginn eftir var hann allur. Pólitíkin er söm við sig. Vinstri sinnaður ráðherra kallar auðvitað eftir rannsókn þegar hans eigið fólk verður fyrir piparúða (vegna óláta). Þetta er fólkið sem ráðherrann vill halda sem stuðningsmönnum sínum áfram. En hvað vill ráðherrann gera fyrir fanga, fíkla og aðstandendur þeirra? Sem faðir tveggja drengja sem báðir hafa tapað sinni lífsbaráttu í þessu kerfi verð ég að lýsa yfir miklum vonbrigðum með okkar kjörnu fulltrúa. Stjórnmálamenn sem í orðu kveðnu segjast vera fulltrúa mannúðar og réttlætis en láta grafalvarlegt ástand í málefnum fanga og fíkla sér í léttu rúmi liggja ættu að íhuga erindi sitt vel og vandlega. Það er í það minnsta mín skoðun. Höfundur er pabbi hans Ingva Hrafns Tómassonar sem tók líf sitt inni á Litla-Hrauni 5.5.2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á fréttamiðlum í gær mátti lesa að ráðherra í ríkisstjórn Íslands telur mikilvægt að farið sé vandlega yfir verkferla þegar lögregla beitir valdi gegn borgurum landsins. Þetta kemur í kjölfar þess að nokkrir kjósendur hans fengu yfir sig piparúða þegar þeir mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Ráðherran segist nú hafa gefið út fyrirmæli til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis að fara ætti yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu í svona málum. Það er gott þegar kjörnum fulltrúum okkar stendur ekki á sama um fólkið í landinu. Það eru hinir kjörnu fulltrúar sem eiga að gæta að hagsmunum almennings og tryggja að valdinu sé ekki gefinn laus taumurinn gegn sínum eigin borgurum. En þess vegna velti ég fyrir mér, afhverju er ekki farið yfir ferla þegar fólk deyr í fangelsum? Afhverju er ekki farið yfir ákvarðanir lögreglu þegar ungir drengir eru frelsisviptir án dóms og laga og settir inn á Litla hraun í kjölfar ásakana sem ekki hafa verið rannsakaðar? Er það ekki rannsóknarefni í sjálfu sér? Drengurinn minn grátbað um hjálp vegna andlegrar líðan sinnar þegar hann var lokaður inni í klefa á hrauninu. Hjálpina var hvergi að fá og daginn eftir var hann allur. Pólitíkin er söm við sig. Vinstri sinnaður ráðherra kallar auðvitað eftir rannsókn þegar hans eigið fólk verður fyrir piparúða (vegna óláta). Þetta er fólkið sem ráðherrann vill halda sem stuðningsmönnum sínum áfram. En hvað vill ráðherrann gera fyrir fanga, fíkla og aðstandendur þeirra? Sem faðir tveggja drengja sem báðir hafa tapað sinni lífsbaráttu í þessu kerfi verð ég að lýsa yfir miklum vonbrigðum með okkar kjörnu fulltrúa. Stjórnmálamenn sem í orðu kveðnu segjast vera fulltrúa mannúðar og réttlætis en láta grafalvarlegt ástand í málefnum fanga og fíkla sér í léttu rúmi liggja ættu að íhuga erindi sitt vel og vandlega. Það er í það minnsta mín skoðun. Höfundur er pabbi hans Ingva Hrafns Tómassonar sem tók líf sitt inni á Litla-Hrauni 5.5.2024.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun