Af hverju skjólshús? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 22. maí 2024 13:01 Það er hálf öld síðan að svokölluð „Safehouses“ hófu starfsemi í Bandaríkjunum og Evrópu, hér nefnd skjólshús. Úrræði sem sköpuð voru af fólki sem hafði reynslu af geðheilbrigðisþjónustunni og vildi eiga val. Rannsóknir hafa sýnt að þessi úrræði gefa hefðbundinni nálgun ekkert eftir hvað varðar árangur. Úrræði byggð á bata- og notendarannsóknum fer fjölgandi. Hér heima bera nokkur úrræði nöfn þessu tengdu s.s. Batamiðstöðin, Bataskólinn og Batahúsið. Fyrstu skrif um skjólshús á Íslandi (þá nefnt griðarstaður) var grein Margrétar Bárðardóttur sálfræðings sem birtist í Geðhjálparblaðinu árið 1989. Frá þeim tíma hefur reglulega verið talað um möguleikana á skjólshúsi hér á landi og sérstaklega síðasta áratuginn eða svo. Slíkt úrræði er í takt við áherslur WHO, Samnings sameinuðu þjóðanna, stefnu stjórnvalda og Geðhjálpar um að hefja notendaáherslur til vegs og virðingar. Mental Health Europe hefur sett á oddinn mikilvægi samvinnu og nýsköpunar byggða á sömu áherslum. Stjórnvöld hafa kallað eftir umbótum í geðheilbrigðisþjónustunni sem inniber breytta hugmyndafræði. Geðdeildir eru afar mikilvæg þjónusta en henta alls ekki öllum. Í skjólshúsi þarf t.d. enga sjúkdómsgreiningu með tilheyrandi inngripum. Aðaláherslan er lögð á samveru og tengsl meðan viðkomandi er að átta sig og komast áfram með eigið líf. Starfsmenn eru allir með notendareynslu eða jafningjar eins og það er kallað í dag. Traustur kjarni eru samtök sem halda utan um námskeið og fræðslu fyrir nýja stétt jafningjastarfsmanna í geðheilbrigðiskerfinu. Samtökin voru tilnefnd til lýðheilsuverðlauna forseta Íslands í apríl og fengu þar verðskuldaða athygli og nokkra umfjöllun. Traustur kjarni hefur staðið fyrir jafningjastarfsmannanámskeiðum síðustu tvö árin og hafa 90 einstaklingar útskrifast. Félagasamtökin hafa það að markmiði að skapa verðmæti úr lífsreynslu og að auka atvinnuþátttöku fólks sem hefur átt erfitt að fóta sig á vinnumarkaði. Samtökin hafa sl. misseri einnig haft það á stefnuskrá sinni að koma hér upp skjólshúsi að erlendri fyrirmynd og að leitað fanga víða til þess að þetta megi takast sem best. Traustur kjarni er m.a. í samstarfi við Intentional Peer Support Workers, alþjóðasamtök notenda sem standa fyrir jafningjastarfsnámskeiðum víðs vegar í heiminum, veita handleiðslu og halda utan um námshópa. Úrræði í þriðja geiranum hafa fyrir löngu séð verðmæti í jafningjastarfsmönnum og það er fagnaðarefni að geðsvið Landspítalans og geðheilsugæslan ráði nú jafningjastarfsmenn. Jafningjastarfsmenn eru mikilvægir í félags- og geðheilbrigðisþjónustunni því að sérfræðiþekking í samskiptum hefur því miður oft verið beitt á kostnað mennskunnar. Lyfjamiðuð nálgun sem hentar best fyrir tiltekin hóp í meðferð er oft á kostnað virkrar hlustunar og því miður eru alltaf hópur sem slík meðferð gerir ekkert gagn fyrir og jafnvel bara illt verra. Persónulegar upplifanir sem ekki falla að raunveruleika þess sem aldrei hefur upplifað slíkt fá ekki áheyrn og er þannig ýtt út af borðinu í meðferðinni. Sérfræðingavæðingin getur ýtt undir forræðishyggju sem hindrar fólk að finna eigin leiðir út úr vandanum. Geðrof er þannig ekkert endilega sjúkdómseinkenni heldur geta verið viðbragð manneskjunnar við erfiðum aðstæðum, áföllum eða lífskrísum. Að ná bata án greininga, viðeigandi lyfja og meðferðar er ekki í takt við hefðbundin viðhorf. Þessu þarf að breyta. Skjólshús er ekki sett til höfuðs þess sem fyrir er heldur sem val fyrir þá sem það kjósa og koma að eigin frumkvæði vitandi að hefðbundin læknisfræðileg meðferð er ekki í boði. Þegar eru til dagsúrræði sem byggja á sömu hugmyndafræði og gætu stutt við starfsemi Skjólshúss. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Reykjavíkurborg styrkja þegar þessi úrræði. Þau deila lykilþáttum hugmyndafræði skjólshúsa og áhugavert væri að skoða mögulega samstarfsfleti í framtíðinni. Jafningjastarfmenn ættu að vinna þvert á þessa staði. Það fyrirkomulag myndi auka samstarf og samfellu á milli staða sem stjórnvöld hafa lengi óskað eftir. Það væri mikið framfaraskref að bæta við slíku sólarhringsúrræði sem rekið væri sem tilraunaverkefni til nokkra ára. Allt sem til þarf er vilji til samstarfs og hugsjón um að breyta þurfi og breyta megi staðnaðri nálgun okkar á geðheilbrigðismál. Þannig fengjum við raunverulegan og öflugan valkost við það sem nú er. Það græða allir og ekki síst þeir notendur kerfisins sem svo sárlega þurfa á annars konar þjónustu að halda. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er hálf öld síðan að svokölluð „Safehouses“ hófu starfsemi í Bandaríkjunum og Evrópu, hér nefnd skjólshús. Úrræði sem sköpuð voru af fólki sem hafði reynslu af geðheilbrigðisþjónustunni og vildi eiga val. Rannsóknir hafa sýnt að þessi úrræði gefa hefðbundinni nálgun ekkert eftir hvað varðar árangur. Úrræði byggð á bata- og notendarannsóknum fer fjölgandi. Hér heima bera nokkur úrræði nöfn þessu tengdu s.s. Batamiðstöðin, Bataskólinn og Batahúsið. Fyrstu skrif um skjólshús á Íslandi (þá nefnt griðarstaður) var grein Margrétar Bárðardóttur sálfræðings sem birtist í Geðhjálparblaðinu árið 1989. Frá þeim tíma hefur reglulega verið talað um möguleikana á skjólshúsi hér á landi og sérstaklega síðasta áratuginn eða svo. Slíkt úrræði er í takt við áherslur WHO, Samnings sameinuðu þjóðanna, stefnu stjórnvalda og Geðhjálpar um að hefja notendaáherslur til vegs og virðingar. Mental Health Europe hefur sett á oddinn mikilvægi samvinnu og nýsköpunar byggða á sömu áherslum. Stjórnvöld hafa kallað eftir umbótum í geðheilbrigðisþjónustunni sem inniber breytta hugmyndafræði. Geðdeildir eru afar mikilvæg þjónusta en henta alls ekki öllum. Í skjólshúsi þarf t.d. enga sjúkdómsgreiningu með tilheyrandi inngripum. Aðaláherslan er lögð á samveru og tengsl meðan viðkomandi er að átta sig og komast áfram með eigið líf. Starfsmenn eru allir með notendareynslu eða jafningjar eins og það er kallað í dag. Traustur kjarni eru samtök sem halda utan um námskeið og fræðslu fyrir nýja stétt jafningjastarfsmanna í geðheilbrigðiskerfinu. Samtökin voru tilnefnd til lýðheilsuverðlauna forseta Íslands í apríl og fengu þar verðskuldaða athygli og nokkra umfjöllun. Traustur kjarni hefur staðið fyrir jafningjastarfsmannanámskeiðum síðustu tvö árin og hafa 90 einstaklingar útskrifast. Félagasamtökin hafa það að markmiði að skapa verðmæti úr lífsreynslu og að auka atvinnuþátttöku fólks sem hefur átt erfitt að fóta sig á vinnumarkaði. Samtökin hafa sl. misseri einnig haft það á stefnuskrá sinni að koma hér upp skjólshúsi að erlendri fyrirmynd og að leitað fanga víða til þess að þetta megi takast sem best. Traustur kjarni er m.a. í samstarfi við Intentional Peer Support Workers, alþjóðasamtök notenda sem standa fyrir jafningjastarfsnámskeiðum víðs vegar í heiminum, veita handleiðslu og halda utan um námshópa. Úrræði í þriðja geiranum hafa fyrir löngu séð verðmæti í jafningjastarfsmönnum og það er fagnaðarefni að geðsvið Landspítalans og geðheilsugæslan ráði nú jafningjastarfsmenn. Jafningjastarfsmenn eru mikilvægir í félags- og geðheilbrigðisþjónustunni því að sérfræðiþekking í samskiptum hefur því miður oft verið beitt á kostnað mennskunnar. Lyfjamiðuð nálgun sem hentar best fyrir tiltekin hóp í meðferð er oft á kostnað virkrar hlustunar og því miður eru alltaf hópur sem slík meðferð gerir ekkert gagn fyrir og jafnvel bara illt verra. Persónulegar upplifanir sem ekki falla að raunveruleika þess sem aldrei hefur upplifað slíkt fá ekki áheyrn og er þannig ýtt út af borðinu í meðferðinni. Sérfræðingavæðingin getur ýtt undir forræðishyggju sem hindrar fólk að finna eigin leiðir út úr vandanum. Geðrof er þannig ekkert endilega sjúkdómseinkenni heldur geta verið viðbragð manneskjunnar við erfiðum aðstæðum, áföllum eða lífskrísum. Að ná bata án greininga, viðeigandi lyfja og meðferðar er ekki í takt við hefðbundin viðhorf. Þessu þarf að breyta. Skjólshús er ekki sett til höfuðs þess sem fyrir er heldur sem val fyrir þá sem það kjósa og koma að eigin frumkvæði vitandi að hefðbundin læknisfræðileg meðferð er ekki í boði. Þegar eru til dagsúrræði sem byggja á sömu hugmyndafræði og gætu stutt við starfsemi Skjólshúss. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Reykjavíkurborg styrkja þegar þessi úrræði. Þau deila lykilþáttum hugmyndafræði skjólshúsa og áhugavert væri að skoða mögulega samstarfsfleti í framtíðinni. Jafningjastarfmenn ættu að vinna þvert á þessa staði. Það fyrirkomulag myndi auka samstarf og samfellu á milli staða sem stjórnvöld hafa lengi óskað eftir. Það væri mikið framfaraskref að bæta við slíku sólarhringsúrræði sem rekið væri sem tilraunaverkefni til nokkra ára. Allt sem til þarf er vilji til samstarfs og hugsjón um að breyta þurfi og breyta megi staðnaðri nálgun okkar á geðheilbrigðismál. Þannig fengjum við raunverulegan og öflugan valkost við það sem nú er. Það græða allir og ekki síst þeir notendur kerfisins sem svo sárlega þurfa á annars konar þjónustu að halda. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun