Jákvæður orðaforði eykur hamingju og vellíðan Helga Fjóla Sæmundsdóttir skrifar 2. maí 2024 07:01 Jákvæð sálfræði var kynnt sem fræðigrein í kringum aldamótin, vísindagrein sem gengur þvert á allar greinar sálfræðinnar og leitast við að greina hugsun, hegðun og lífstíl þeirra sem eru hamingjusöm og vegnar vel í lífinu. Jákvæð sálfræði er mikilvæg viðbót við aðrar greinar sálfræðinnar þar sem áherslan færist frá sjúkdómum og vandamálum yfir í að beina athyglinni að ýmsum jákvæðum þáttum s.s. styrkleikum, þakklæti, bjartsýni og vellíðan. Neikvæði heilinn Til að forðast misskilning er nauðsynlegt að taka fram að jákvæð sálfræði gengur ekki út á að predika ,,pollýönnufræði“. Eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) getur einmitt haft skaðlegar afleiðingar og því mikil áhersla lögð á að allar tilfinningar eigi rétt á sér, að við horfumst í augu við þær og mætum okkur með samkennd og hlýju. Að því sögðu er gott að átta sig á svokallaðri neikvæðniskekkju (e.negativitiy bias). Þessi blessaði heili okkar gerir okkur lífið oft ansi erfitt með því að stilla sig frekar inn á það neikvæða en það jákvæða. Þennan eiginleika heilans fengum við í vöggugjöf, eiginleiki sem hefur án efa haldið forfeðrum/mæðrum á lífi en er ekki eins gagnlegur í dag. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði eru ansi fjölbreyttar, mjög spennandi og hafa leitt af sér ýmsar aðferðir sem kallast jákvæð inngrip. Aðferðir sem hafa það að markmiði að efla jákvæðar tilfinningar, hugsanir og hegðun. Við erum að sjálfsögðu öll ólík og þurfum að velja aðferðir sem henta okkur hverju og einu, hverju sinni. Tungumálið er grunnþáttur í samskiptum Undirrituð starfar sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini þar sem starfar fjölbreyttur hópur fólks, þar sem 50% starfsfólks er með annað þjóðerni en íslenskt. Aukin fjölmenning, ólíkur bakgrunnur og fjölbreytni eru miklir styrkleikar liðsheildarinnar en við þurfum að gera betur þegar að kemur að tungumálakennslu og starfsþróunartækifærum. Til að auka við valmöguleika í tungumálakennslunni og stíga skref í rétta átt tókum við í notkun Bara tala, smáforritið, árið 2023. Forritið nýtir gervigreind til að kenna íslensku, efla orðaforða og hlustunarfærni sem stuðlar að betri skilningi á íslensku í starfi og daglegu lífi. Frumkvöðlarnir, Jón Gunnar Þórðarson og Guðmundur Auðunsson, hjá Bara tala, tóku einstaklega vel á móti okkur með þá ósk að setja inn kafla um jákvæðan orðaforða í forritið. Þessari viðbót við fræðslumöguleika hefur verið vel tekið af starfsfólki okkar af erlendum uppruna og fólk keppst við að nýta sér smáforritið til að læra betur tungumálið. Tengsl við annað fólk hefur mikil áhrif á vellíðan Það eru fjölmargar góðar og gildar ástæður fyrir því að flétta aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í allt nám en við vitum öll hvað tungumálið er mikill grunnþáttur í að geta átt góð samskipti, aðlagast og blómstrað í nýju samfélagi. Í skýrslu um andlega heilsu og vellíðan, gefinni út af breska vísindaráðuneytinu árið 2008, er tengsl við annað fólk efst á lista yfir ,,fimm leiðir að vellíðan”. Aukinn einmanaleiki er vaxandi lýðheilsuvandamál sem undirstrikar enn frekar mikilvægi þess að viðhalda jákvæðum samböndum við aðra. Rannsóknir styðja einnig við þá kenningu að ánægja byggi upp betri hæfni í tungumálanámi, auki skuldbindingu og stuðli að meiri seiglu í lærdómsferlinu. Áhersla á jákvæðan orðaforða getur þannig gert námið ánægjulegra og auðveldara. Kraftar jákvæðrar sálfræði og tæknilausna Á föstudaginn fer fram kynning á lokaverkefnum í jákvæðri sálfræði en þar fæ ég tækifæri til að flytja erindi um áhrifamátt jákvæðs orðaforða í íslenskukennslu. Með því að sameina krafta jákvæðrar sálfræði og tæknilausnir eins og Bara tala, getum við ekki aðeins aukið tungumálakunnáttu, heldur einnig stuðlað að aukinni hamingju og vellíðan í samfélagi sem ætlar sér að gera enn betur varðandi inngildingu og fjölbreytileika. Höfundur er framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins og nemandi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mannauðsmál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jákvæð sálfræði var kynnt sem fræðigrein í kringum aldamótin, vísindagrein sem gengur þvert á allar greinar sálfræðinnar og leitast við að greina hugsun, hegðun og lífstíl þeirra sem eru hamingjusöm og vegnar vel í lífinu. Jákvæð sálfræði er mikilvæg viðbót við aðrar greinar sálfræðinnar þar sem áherslan færist frá sjúkdómum og vandamálum yfir í að beina athyglinni að ýmsum jákvæðum þáttum s.s. styrkleikum, þakklæti, bjartsýni og vellíðan. Neikvæði heilinn Til að forðast misskilning er nauðsynlegt að taka fram að jákvæð sálfræði gengur ekki út á að predika ,,pollýönnufræði“. Eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) getur einmitt haft skaðlegar afleiðingar og því mikil áhersla lögð á að allar tilfinningar eigi rétt á sér, að við horfumst í augu við þær og mætum okkur með samkennd og hlýju. Að því sögðu er gott að átta sig á svokallaðri neikvæðniskekkju (e.negativitiy bias). Þessi blessaði heili okkar gerir okkur lífið oft ansi erfitt með því að stilla sig frekar inn á það neikvæða en það jákvæða. Þennan eiginleika heilans fengum við í vöggugjöf, eiginleiki sem hefur án efa haldið forfeðrum/mæðrum á lífi en er ekki eins gagnlegur í dag. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði eru ansi fjölbreyttar, mjög spennandi og hafa leitt af sér ýmsar aðferðir sem kallast jákvæð inngrip. Aðferðir sem hafa það að markmiði að efla jákvæðar tilfinningar, hugsanir og hegðun. Við erum að sjálfsögðu öll ólík og þurfum að velja aðferðir sem henta okkur hverju og einu, hverju sinni. Tungumálið er grunnþáttur í samskiptum Undirrituð starfar sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini þar sem starfar fjölbreyttur hópur fólks, þar sem 50% starfsfólks er með annað þjóðerni en íslenskt. Aukin fjölmenning, ólíkur bakgrunnur og fjölbreytni eru miklir styrkleikar liðsheildarinnar en við þurfum að gera betur þegar að kemur að tungumálakennslu og starfsþróunartækifærum. Til að auka við valmöguleika í tungumálakennslunni og stíga skref í rétta átt tókum við í notkun Bara tala, smáforritið, árið 2023. Forritið nýtir gervigreind til að kenna íslensku, efla orðaforða og hlustunarfærni sem stuðlar að betri skilningi á íslensku í starfi og daglegu lífi. Frumkvöðlarnir, Jón Gunnar Þórðarson og Guðmundur Auðunsson, hjá Bara tala, tóku einstaklega vel á móti okkur með þá ósk að setja inn kafla um jákvæðan orðaforða í forritið. Þessari viðbót við fræðslumöguleika hefur verið vel tekið af starfsfólki okkar af erlendum uppruna og fólk keppst við að nýta sér smáforritið til að læra betur tungumálið. Tengsl við annað fólk hefur mikil áhrif á vellíðan Það eru fjölmargar góðar og gildar ástæður fyrir því að flétta aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í allt nám en við vitum öll hvað tungumálið er mikill grunnþáttur í að geta átt góð samskipti, aðlagast og blómstrað í nýju samfélagi. Í skýrslu um andlega heilsu og vellíðan, gefinni út af breska vísindaráðuneytinu árið 2008, er tengsl við annað fólk efst á lista yfir ,,fimm leiðir að vellíðan”. Aukinn einmanaleiki er vaxandi lýðheilsuvandamál sem undirstrikar enn frekar mikilvægi þess að viðhalda jákvæðum samböndum við aðra. Rannsóknir styðja einnig við þá kenningu að ánægja byggi upp betri hæfni í tungumálanámi, auki skuldbindingu og stuðli að meiri seiglu í lærdómsferlinu. Áhersla á jákvæðan orðaforða getur þannig gert námið ánægjulegra og auðveldara. Kraftar jákvæðrar sálfræði og tæknilausna Á föstudaginn fer fram kynning á lokaverkefnum í jákvæðri sálfræði en þar fæ ég tækifæri til að flytja erindi um áhrifamátt jákvæðs orðaforða í íslenskukennslu. Með því að sameina krafta jákvæðrar sálfræði og tæknilausnir eins og Bara tala, getum við ekki aðeins aukið tungumálakunnáttu, heldur einnig stuðlað að aukinni hamingju og vellíðan í samfélagi sem ætlar sér að gera enn betur varðandi inngildingu og fjölbreytileika. Höfundur er framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins og nemandi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun