Matvælaframleiðsla

Fréttamynd

Yfirvöld víða á tánum vegna tilvika fuglaflensu

Alþjóðlegu dýraheilbrigðisstofnuninni (OIE) hefur borist nokkur fjöldi tilkynninga síðustu daga um alvarlega fuglaflensu í Evrópu og Asíu. Þá hefur 21 maður greinst með undirtýpu H5N6 í Kína á þessu ári, fleiri en allt árið 2020. 

Erlent
Fréttamynd

MAST varar enn við tínslu og neyslu kræklings í Hvalfirði

Matvælastofnun varar áfram við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði, þar sem DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í síðustu mælingum. Leiddu þær í ljós að DSP þörungaeitur var 440 µg/kg en fyrir mánuði mældist það 1150 µg/kg.

Innlent
Fréttamynd

Fundu erfða­galla í sæðinga­hrúti sem veldur gulri fitu

Í ljós hefur komið að sæðingahrútur sem átti í kringum 600 afkvæmi í vor hafi verið með erfðagalla sem gerir það að verkum að kjötfitan verður gul. Ekki er um sjúkdóm að ræða né er hættulegt að borða kjötið en það þykir ólystugt.

Innlent
Fréttamynd

Heimila samruna Marels og Völku

Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Marels og Völku. Á annan tug athugasemda bárust eftirlitinu vegna málsins og töldu keppinautar fyrirtækjanna að sameinað fyrirtæki myndi ná mjög sterkri stöðu í Evrópu og einokunarstöðu á vissum mörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forfeðurnir hjuggu niður álftir og söltuðu í tunnur

Steingrímur J. Sigfússon hyggst meðal annars sinna æðarvarpi og vonast til að þurfa sem sjaldnast að fara í jakkaföt nú þegar hann hefur látið af þingmennsku. Á heimaslóðum sínum í Þistilfirði rifjar hann upp að forfeður hans veiddu álftir sér til matar.

Lífið
Fréttamynd

Bíður enn eftir rétta kaupandanum

Enn hefur ekki tekist að selja Gamla bakaríið á Ísafirði, sem sett var á sölu fyrir rúmu ári. Bakaranum hefur þrátt fyrir það ekki tekist að slíta sig frá starfi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi

Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs.

Innlent
Fréttamynd

Hóta lögsókn vegna einkaréttar á lillabláum

Sælgætisrisinn Mondelez hefur hótað fyrirtækinu Nurture Brands lögsókn ef það bregst ekki við og breytir umbúðum ávaxtastykki innan sex mánaða. Forsvarsmenn Mondelez halda því fram að litur umbúðanna brjóti gegn einkarétti fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir ný tíðindi að MS sé boðberi sannleikans

Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku og síðar Mjólkurbúsins KÚ, segir alveg ný tíðindi að Mjólkursamsalan sé boðberi sannleikans. Mjólkursamsalan gagnrýndi orð forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu fylgiblaði Fréttablaðsins í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Loftslagið og dreifbýlið

Það er enginn vafi á því að loftslagsmál og loftslagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans. Núna í ágúst síðastliðnum var ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt og þar kom skýrt fram að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni og þeirra er þörf strax.

Skoðun
Fréttamynd

Hetjur landsins

Þegar þið heyrið „grunnatvinnuvegur þjóðarinnar“ um hvað hugsið þið þá? Sjávarútveg, ekki satt? Hetjur hafsins, útflutningstekjur, auðlind og auðæfi. Ferðaþjónustu? Gjaldeyristekjurnar og allt sem þeirri atvinnugrein fylgir. Allt satt og rétt.

Skoðun
Fréttamynd

Vistbóndi: Landbúnaður til framtíðar

Öll erum við sammála um að blómleg byggð um allt land skapar menningarleg, vistfræðileg, félagsleg og fjölbreytt efnahagsleg verðmæti. Byggðarstefna verður þess vegna að taka mið af öllum þessum fyrrnefndu stoðum sem samfélög byggja á. Þannig byggjum við upp sterkt samfélag til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Fæðu­öryggi á Ís­landi í breyttu lofts­lagi og heimi

Hamfarir þessa sumars sýna mynd framtíðarinnar: fjölbreyttra skaða og annarra afleiðinga í kjölfarið, samtímis á mörgum löndum. Raunar er þessi mynd of bjartsýn, sökum þess að loftslagið mun hlýna enn meira, líklega að 1,5 gráðna mörkunum árið 2030 og hugsanlega 2 gráðna árið 2050. Við náðum 1,2 í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

Bann við ein­­nota plasti er ekki lofts­lags­­mál

Bann við ein­nota plast­vörum er ekki hugsað til að sporna gegn losun gróður­húsa­loft­tegunda heldur að­eins til að minnka þann plast­úr­gang sem endar í sjónum. Sér­fræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að það sé sjálf­stætt um­hverfis­vanda­mál að plast og plast­eindir endi í dýrum og berist jafn­vel úr þeim í menn þó lausnir við því geti vissu­lega haldist í hendur við það að draga úr losun gróður­húsa­loft­tegunda.

Innlent
Fréttamynd

Ó­á­nægja með skeiðar og rör úr pappa

Nokkurrar ó­­á­­nægju virðist gæta meðal neyt­enda með nýjar pappa­­skeiðar og pappa­r­ör sem hafa komið í stað ein­­nota plastá­halda. Markaðs­­stjóri MS segir fleiri breytingar væntan­­legar á næstunni til að minnka plast í um­­búðum.

Neytendur
Fréttamynd

Havarti heitir nú Hávarður

Mjólkursamsalan hefur ákveðið að breyta nafni ostanna Havarti og Havarti krydd í Hávarð og Hávarð krydd. Ástæðan er samningur Íslands og Evrópusambandsins um vernd á afurðaheitum.

Neytendur