Einokunarlausir páskar 2024 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2023 17:00 Það fylgir því sérstök blanda af undrun með vott af skelfingu að borga fyrir mat á Íslandi. Verndartollar eru hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við, sem aftur veldur því að matarkarfan hér er dýrari en annars staðar. Með verndartollum komast fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan í einokunarstöðu þar sem innflutt mjólkur- og undanrennuduft, sem notað er í alls konar matvælaframleiðslu, verður margfalt dýrara. Til viðbótar hefur fyrirtækið sérstaka undanþágu frá almennum samkeppnisreglum; hentugleikar sem öðrum atvinnurekendum býðst reyndar ekki. Þess vegna getur fyrirtæki eins og Arna í Bolungarvík, sem er keppinautur MS, ekki keypt mjólkur- og undanrennuduft í sína framleiðslu án þess að kaupa það af MS. Og það á hærra verði en heimsmarkaðsverð vörunnar er almennt. Þessu háa verði er svo fleytt út í verðlag sem aftur bitnar á almenningi. Þetta þarf ekki að vera svona. Það er pólitísk ákvörðun og mannanna verk að sitja sem fastast í meingölluðu kerfi. Ástæðan var því ærin þegar fulltrúar verslunarmanna og launafólks gengu á fund fjármálaráðherra og matvælaráðherra á dögunum og fóru fram á að tollar á tilteknar afurðir yrðu felldir niður sem viðbragð við verðbólgu sem gefið hefur góða raun td á Spáni. Nægilega hefur matarkarfan hækkað í verði undanfarin misseri. Á fundinum var lagt til að tollar á alifugla, svínakjöt, franskar kartöflur auk tolla á mjólkur- og undanrennuduft og smjör yrðu afnumdir. Þá var lagt til að tollar á túlípönum og rósum yrðu felldir niður á því tímabili sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn - eins og um páska. Áhrifin yrðu skjótvirk og myndi þar að auki styrkja samkeppnisgrunn atvinnulífsins öllum til heilla. Viðbrögðin voru dræm. Í nýlegri fjármálaáætlun til fimm ára er hvergi minnst á breytingar á tollum og lítið gert til að efla samkeppni hér. Frekar boðið upp á framhald samansúrraðrar íhaldsmennsku og kunnugleg stef. Viðkvæðið um að launafólk, atvinnulíf og Seðlabanki eigi saman að vinna bug á verðbólgu, en að ríkisfjármálin séu undanskilin á því ferðalagi. En það koma páskar eftir þessa páska. Kannski verða næstu páskar upphaf þess að við lokum einokunarhringnum og kveðjum í eitt skipti fyrir öll úr sér gengna tolla sem bitna helst á fólki sem gerir sér það eitt til saka að versla í matinn. Það má alltaf halda í vonina. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Páskar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það fylgir því sérstök blanda af undrun með vott af skelfingu að borga fyrir mat á Íslandi. Verndartollar eru hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við, sem aftur veldur því að matarkarfan hér er dýrari en annars staðar. Með verndartollum komast fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan í einokunarstöðu þar sem innflutt mjólkur- og undanrennuduft, sem notað er í alls konar matvælaframleiðslu, verður margfalt dýrara. Til viðbótar hefur fyrirtækið sérstaka undanþágu frá almennum samkeppnisreglum; hentugleikar sem öðrum atvinnurekendum býðst reyndar ekki. Þess vegna getur fyrirtæki eins og Arna í Bolungarvík, sem er keppinautur MS, ekki keypt mjólkur- og undanrennuduft í sína framleiðslu án þess að kaupa það af MS. Og það á hærra verði en heimsmarkaðsverð vörunnar er almennt. Þessu háa verði er svo fleytt út í verðlag sem aftur bitnar á almenningi. Þetta þarf ekki að vera svona. Það er pólitísk ákvörðun og mannanna verk að sitja sem fastast í meingölluðu kerfi. Ástæðan var því ærin þegar fulltrúar verslunarmanna og launafólks gengu á fund fjármálaráðherra og matvælaráðherra á dögunum og fóru fram á að tollar á tilteknar afurðir yrðu felldir niður sem viðbragð við verðbólgu sem gefið hefur góða raun td á Spáni. Nægilega hefur matarkarfan hækkað í verði undanfarin misseri. Á fundinum var lagt til að tollar á alifugla, svínakjöt, franskar kartöflur auk tolla á mjólkur- og undanrennuduft og smjör yrðu afnumdir. Þá var lagt til að tollar á túlípönum og rósum yrðu felldir niður á því tímabili sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn - eins og um páska. Áhrifin yrðu skjótvirk og myndi þar að auki styrkja samkeppnisgrunn atvinnulífsins öllum til heilla. Viðbrögðin voru dræm. Í nýlegri fjármálaáætlun til fimm ára er hvergi minnst á breytingar á tollum og lítið gert til að efla samkeppni hér. Frekar boðið upp á framhald samansúrraðrar íhaldsmennsku og kunnugleg stef. Viðkvæðið um að launafólk, atvinnulíf og Seðlabanki eigi saman að vinna bug á verðbólgu, en að ríkisfjármálin séu undanskilin á því ferðalagi. En það koma páskar eftir þessa páska. Kannski verða næstu páskar upphaf þess að við lokum einokunarhringnum og kveðjum í eitt skipti fyrir öll úr sér gengna tolla sem bitna helst á fólki sem gerir sér það eitt til saka að versla í matinn. Það má alltaf halda í vonina. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar