Verðlækkun matvæla á mörkuðum skilar sér ekki á diskana Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2023 16:58 Verðlækkun landbúnaðarvara mun líklega ekki skila sér í lækkun matvælaverðs á næstunni. AP/Muhammad Sajjad Verð á korni, grænmetisolíu, mjólkurvörum og öðrum landbúnaðarvörum hefur lækkað töluvert á mörkuðum á undanförnum mánuðum. Sú lækkun hefur þó lítið skilað sér á matardiska fólks um heiminn allan. Matvælaverð á heimsvísu var hátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu, og hækkaði það enn meira í kjölfarið. Tiltölulega langt er þó síðan það náði aftur jafnvægi. Sameinuðu þjóðirnar segja verð matvæla hafa lækkað tólf mánuði í röð, samkvæmt AP fréttaveitunni, og það sé nú lægra en það var þegar innrásin hófst. Þrátt fyrir það heldur verð áfram að hækka í verslunum með tilheyrandi verðbólgu og vandræðum, sérstaklega í þróunarríkjum. Fyrrverandi aðalhagfræðingur landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna segir AP að mest verðhækkunin bætist á matvæli eftir þau yfirgefi sveitabæi og sláturhús. Hækkunina megi að miklu leyti rekja til aukins kostnaðar við flutninga og vinnslu og hærri launa, svo eitthvað sé nefnt. Þó grunnverð á landbúnaðarvörum hafi lækkað muni það skila sér hægt á diska fólks þar sem annar kostnaður sé enn mikill. Sá kostnaður er víða tengdur verðbólguvísitölum, sem geri ástandið enn verra. Í frétt AP segir að til að mynda hafi matvælaverð í Evrópusambandinu hafi í mars verið 19.5 prósentum hærra en það var í mars í fyrra. Í Bretlandi var sama hækkun 19,2 prósent og hafði hún ekki verið hærri í nærri því 46 ár. Hækkunin í Bandaríkjunum var 8,5 prósent. Ráðamenn í Bandaríkjunum, eins og Joe Biden, forseti, hafa kvartað yfir aukinni fákeppni á matvælamarkaði í Bandaríkjunum og segja henni að einhverju leyti um að kenna. Starfsmenn Hvíta hússins bentu á það í fyrra að einungis fjögur fyrirtæki stjórna um 85 prósentum af nautakjötsmarkaði Bandaríkjanna. Önnur fjögur fyrirtæki eru með sjötíu prósent af kökunni á svínakjötsmarkaði Bandaríkjanna og 54 prósent af kjúklingamarkaðnum. Þessi fyrirtæki eru sökuð um að beita markaðsstöðu þeirra til að hækka matvælaverð. Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira
Matvælaverð á heimsvísu var hátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu, og hækkaði það enn meira í kjölfarið. Tiltölulega langt er þó síðan það náði aftur jafnvægi. Sameinuðu þjóðirnar segja verð matvæla hafa lækkað tólf mánuði í röð, samkvæmt AP fréttaveitunni, og það sé nú lægra en það var þegar innrásin hófst. Þrátt fyrir það heldur verð áfram að hækka í verslunum með tilheyrandi verðbólgu og vandræðum, sérstaklega í þróunarríkjum. Fyrrverandi aðalhagfræðingur landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna segir AP að mest verðhækkunin bætist á matvæli eftir þau yfirgefi sveitabæi og sláturhús. Hækkunina megi að miklu leyti rekja til aukins kostnaðar við flutninga og vinnslu og hærri launa, svo eitthvað sé nefnt. Þó grunnverð á landbúnaðarvörum hafi lækkað muni það skila sér hægt á diska fólks þar sem annar kostnaður sé enn mikill. Sá kostnaður er víða tengdur verðbólguvísitölum, sem geri ástandið enn verra. Í frétt AP segir að til að mynda hafi matvælaverð í Evrópusambandinu hafi í mars verið 19.5 prósentum hærra en það var í mars í fyrra. Í Bretlandi var sama hækkun 19,2 prósent og hafði hún ekki verið hærri í nærri því 46 ár. Hækkunin í Bandaríkjunum var 8,5 prósent. Ráðamenn í Bandaríkjunum, eins og Joe Biden, forseti, hafa kvartað yfir aukinni fákeppni á matvælamarkaði í Bandaríkjunum og segja henni að einhverju leyti um að kenna. Starfsmenn Hvíta hússins bentu á það í fyrra að einungis fjögur fyrirtæki stjórna um 85 prósentum af nautakjötsmarkaði Bandaríkjanna. Önnur fjögur fyrirtæki eru með sjötíu prósent af kökunni á svínakjötsmarkaði Bandaríkjanna og 54 prósent af kjúklingamarkaðnum. Þessi fyrirtæki eru sökuð um að beita markaðsstöðu þeirra til að hækka matvælaverð.
Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Sjá meira