Hjónin á Erpsstöðum verðlaunuð á Búnaðarþingi Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2023 14:13 Bændurnir á Erpsstöðum, þau Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir, ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Bændasamtökin Hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson hlutu Landbúnaðarverðlaunin á Búnaðarþingi í morgun. Heimavinnsla bændanna hefur notið mikilla vinsælda, meðal annars ísinn og ostarnir. Á vef Bændasamtakanna kemur fram að hjónin hafi búið á Erpsstöðum í 25 ár og alla tíð ástundað búskap sinn af forsjá og áhuga. „Á þessum árum hafa þau eflt búið verulega, aukið ræktað land, fjölgað kúm og framleiðslu afurða. Auk þess hafa þau stundað fjölþætta aðra starfsemi í landbúnaði. Til dæmis voru þau með fyrstu bændum sem gerðu samning við Vesturlandsskóga um skógrækt á bændabýlum. Byggt var nýtt fjós 2008 og heimavinnsla mjólkurafurða hófst árið eftir. Á Erpsstöðum er nú tekið á móti og þúsundum ferðamanna árlega sem koma í heimsókn, kynna sér íslenskan landbúnað og bragða á vörum þeirra sem framleiddar eru undir vörumerkinu Rjómabúið á Erpsstöðum. Samhliða er einnig boðið upp á gistiþjónustu á bænum,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2022 þar sem búið var heimsótt. Fram kemur að Helga og Þorgrímur eigi fimm börn, en að þau hafi einnig tekið börn í fóstur á búinu, bæði til skemmri og lengri tíma. „Til viðbótar hafa þau um langt árabil tekið á móti nemum í starfsnám frá landbúnaðarskólum í Evrópu. Ennfremur hafa þau tekið virkan þátt í félagsstörfum svo sem með setu í sveitarstjórn, stjórnum búnaðarfélaga, æskulýðsfélaga og annarra samtaka í nærsamfélaginu auk forystu í samtökum framleiðenda beint frá býli á landsvísu. Frá Erpsstöðum í Dalabyggð.Vísir/Magnús Hlynur Matvælaráðherra veitir landbúnaðarverðlaun árlega í tengslum við Búnaðarþing. Ráðherra landbúnaðarmála veitti landbúnaðarverðlaun fyrst árið 1997 og þau hafa verið veitt flest ár síðan eða alls 24 skipti. Á árinu 2023 var í fyrsta sinn auglýst eftir tilnefningum opinberlega í Bændablaðinu. Alls bárust sex tilnefningar. Í gegnum árin hefur fjöldi verðlaunahafa verið breytilegur en að þessu sinni er einn verðlaunahafi,“ segir í tilkynningunni. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dalabyggð Tengdar fréttir Ferðamenn og svínin á Erpsstöðum vitlaus í ísinn Heimavinnsla bændanna á Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dalasýslu er alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda rjúka vörurnar af bænum út til ferðamanna. Ísinn og ostarnir eru alltaf mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á broddinn beint úr kúnum. Svínin á bænum elska líka ísinn. 7. júlí 2022 20:04 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Á vef Bændasamtakanna kemur fram að hjónin hafi búið á Erpsstöðum í 25 ár og alla tíð ástundað búskap sinn af forsjá og áhuga. „Á þessum árum hafa þau eflt búið verulega, aukið ræktað land, fjölgað kúm og framleiðslu afurða. Auk þess hafa þau stundað fjölþætta aðra starfsemi í landbúnaði. Til dæmis voru þau með fyrstu bændum sem gerðu samning við Vesturlandsskóga um skógrækt á bændabýlum. Byggt var nýtt fjós 2008 og heimavinnsla mjólkurafurða hófst árið eftir. Á Erpsstöðum er nú tekið á móti og þúsundum ferðamanna árlega sem koma í heimsókn, kynna sér íslenskan landbúnað og bragða á vörum þeirra sem framleiddar eru undir vörumerkinu Rjómabúið á Erpsstöðum. Samhliða er einnig boðið upp á gistiþjónustu á bænum,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2022 þar sem búið var heimsótt. Fram kemur að Helga og Þorgrímur eigi fimm börn, en að þau hafi einnig tekið börn í fóstur á búinu, bæði til skemmri og lengri tíma. „Til viðbótar hafa þau um langt árabil tekið á móti nemum í starfsnám frá landbúnaðarskólum í Evrópu. Ennfremur hafa þau tekið virkan þátt í félagsstörfum svo sem með setu í sveitarstjórn, stjórnum búnaðarfélaga, æskulýðsfélaga og annarra samtaka í nærsamfélaginu auk forystu í samtökum framleiðenda beint frá býli á landsvísu. Frá Erpsstöðum í Dalabyggð.Vísir/Magnús Hlynur Matvælaráðherra veitir landbúnaðarverðlaun árlega í tengslum við Búnaðarþing. Ráðherra landbúnaðarmála veitti landbúnaðarverðlaun fyrst árið 1997 og þau hafa verið veitt flest ár síðan eða alls 24 skipti. Á árinu 2023 var í fyrsta sinn auglýst eftir tilnefningum opinberlega í Bændablaðinu. Alls bárust sex tilnefningar. Í gegnum árin hefur fjöldi verðlaunahafa verið breytilegur en að þessu sinni er einn verðlaunahafi,“ segir í tilkynningunni.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dalabyggð Tengdar fréttir Ferðamenn og svínin á Erpsstöðum vitlaus í ísinn Heimavinnsla bændanna á Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dalasýslu er alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda rjúka vörurnar af bænum út til ferðamanna. Ísinn og ostarnir eru alltaf mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á broddinn beint úr kúnum. Svínin á bænum elska líka ísinn. 7. júlí 2022 20:04 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Ferðamenn og svínin á Erpsstöðum vitlaus í ísinn Heimavinnsla bændanna á Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dalasýslu er alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda rjúka vörurnar af bænum út til ferðamanna. Ísinn og ostarnir eru alltaf mjög vinsælir, svo ekki sé minnst á broddinn beint úr kúnum. Svínin á bænum elska líka ísinn. 7. júlí 2022 20:04