Vísindamenn mótfallnir fyrirhugaðri kolkrabbaræktun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 12:40 Tegundin sem um ræðir heitir octopus vulgaris. Getty Sérfræðingar eru uggandi vegna fyrirætlana fjölþjóðlega fyrirtækisins Nueva Pescanova að rækta kolkrabba í matvælaframleiðslu á Kanaríeyjum á Spáni. Til stendur að slátra dýrunum, sem eru afar skynugar skepnur, með aðferðum sem sérfræðingarnir segja grimmilegar. Kolkrabbar eru veiddir út um allan heim, með ýmsum aðferðum, og þykja hinn besti matur. Þeir hafa hins vegar ekki verið ræktaðir í stórum stíl, þar sem það er afar erfitt og krefst kjöraðstæðna. Samkvæmt áætlunum sem Nueva Pescanova hefur skilað inn til fiskveiðistjórnunaryfirvalda á Kanaríeyjum hyggst fyrirtækið hins vegar rækta dýrin, sem eru einræn og vön myrkri, mörg saman í stórum tönkum í stöðugri birtu. Áætlanirnar gera ráð fyrir um þúsund tönkum í tveggja hæða byggingu við höfnina í Las Palmas á Gran Canaria. Til stendur að slátra dýrunum með því að setja þau í -3 gráðu kalt vatn. Þar sem kolkrabbar hafa aldrei verið ræktaðir áður gilda engar reglur um ræktunina eða slátrun dýrana. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að aðferðin leiðir til hægs og erfiðs dauðdaga hjá fiskum. Kolkrabbar þykja herramannsmatur á Spáni og víðar.Getty Aquaculture Stewardship Council, sem vottar ræktað sjávarfang, hefur lagt til bann gegn aðferðinni og þá hafa matvörumarkaðir á borð við Tesco og Morrissons ákveðið að kaupa ekki fisk sem er slátrað með ísbaði. Prófessorinn Peter Tse, taugasérfræðingur við Dartmouth University, segir um að ræða hægan og grimmilegan dauðdaga. Kolkrabbar séu álíka greindir og kettir og að mannúðlegra væri að aflífa þá eins og veiðimenn gera, með því að dauðrota þá. Jonathan Birch, prófessor við London School of Economics, segir rannsóknir sýna að kolkrabbar upplifi bæði sársauka og vellíðan. Hann og kollegar hans telja ómögulegt að tryggja velferð dýranna í ræktun og að ísbaðs-aðferðin sé óásættanleg. Nueva Pescanova áætlar að afföll verði um það bil 10 til 15 prósent sem Birch segir ekki heldur ásættanlegt. Fyrirtækið hefur neitað því að kolkrabbarnir muni þjást. Umfjöllun BBC. Dýr Matvælaframleiðsla Spánn Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Kolkrabbar eru veiddir út um allan heim, með ýmsum aðferðum, og þykja hinn besti matur. Þeir hafa hins vegar ekki verið ræktaðir í stórum stíl, þar sem það er afar erfitt og krefst kjöraðstæðna. Samkvæmt áætlunum sem Nueva Pescanova hefur skilað inn til fiskveiðistjórnunaryfirvalda á Kanaríeyjum hyggst fyrirtækið hins vegar rækta dýrin, sem eru einræn og vön myrkri, mörg saman í stórum tönkum í stöðugri birtu. Áætlanirnar gera ráð fyrir um þúsund tönkum í tveggja hæða byggingu við höfnina í Las Palmas á Gran Canaria. Til stendur að slátra dýrunum með því að setja þau í -3 gráðu kalt vatn. Þar sem kolkrabbar hafa aldrei verið ræktaðir áður gilda engar reglur um ræktunina eða slátrun dýrana. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að aðferðin leiðir til hægs og erfiðs dauðdaga hjá fiskum. Kolkrabbar þykja herramannsmatur á Spáni og víðar.Getty Aquaculture Stewardship Council, sem vottar ræktað sjávarfang, hefur lagt til bann gegn aðferðinni og þá hafa matvörumarkaðir á borð við Tesco og Morrissons ákveðið að kaupa ekki fisk sem er slátrað með ísbaði. Prófessorinn Peter Tse, taugasérfræðingur við Dartmouth University, segir um að ræða hægan og grimmilegan dauðdaga. Kolkrabbar séu álíka greindir og kettir og að mannúðlegra væri að aflífa þá eins og veiðimenn gera, með því að dauðrota þá. Jonathan Birch, prófessor við London School of Economics, segir rannsóknir sýna að kolkrabbar upplifi bæði sársauka og vellíðan. Hann og kollegar hans telja ómögulegt að tryggja velferð dýranna í ræktun og að ísbaðs-aðferðin sé óásættanleg. Nueva Pescanova áætlar að afföll verði um það bil 10 til 15 prósent sem Birch segir ekki heldur ásættanlegt. Fyrirtækið hefur neitað því að kolkrabbarnir muni þjást. Umfjöllun BBC.
Dýr Matvælaframleiðsla Spánn Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira