Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Smári Jökull Jónsson skrifar 16. september 2025 13:11 Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. vísir/arnar Sóttvarnalæknir segir fullyrðingar hagsmunasamtaka um nýtt mótefni gegn RS-veiru vera rangar og efast um áhrif auglýsingar samtakanna. Hún segir að ef árangur af notkun lyfsins verði sambærilegur og í nágrannalöndum muni 300 færri börn þurfa að leita læknisaðstoðar. Embætti Landlæknis tilkynnti í byrjun mánaðarins að frá og með október verði öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri gefið nýtt mótefni sem veitir forvörn gegn RS-veiru. Yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum sagði í Bítinu í morgun að heilbrigðisstarfsfólk væri spennt að hefja notkun á mótefninu og að tilgangurinn með notkun þessi væri að minnka sjúkdómsbyrði veirunnar sem væri umtalsverð. Eftir tilkynningu Landlæknis birtu Samtökin Heilsuvon auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem spurt er hvort treysta eigi þessu nýja mótefni og framleiðsluaðila þess Astra Zeneca. Heilsuvon eru hagsmunasamtök sem skráð voru í júní í fyrra en tilgangur þeirra er að sameina krafta í umræðu um aukaverkanir vegna bólusetninga gegn kórónuveirunni. Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu.Morgunblaðið Í auglýsingu hagmunasamtakanna eru settar fram staðhæfingar um að mótefnið gegn RS-veiru hafi fengið hraðafgreiðslu í leyfisveitingaferli og að engar langtímarannsóknir séu til um ágæti þess. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir fullyrðingar í auglýsingunni einfaldlega rangar. „Sumt er algjörlega rangt. Það er alveg rétt að það hefur ekkert barn látist vegna RS-veiru og það er auðvitað gott mál. En það er fjöldi barna sem veikist á hverju ári og meðal annars fer á gjörgæslu og sjúkrahús. RS-veira er mjög alvarlegur sjúkdómur og sérstaklega fyrir ung börn. Það er fagnaðarefni að við getum nú boðið upp á þetta mótefni sem er verið að nota í fjölda landa og hefur sýnt sig að er mjög öruggt,“ sagði Guðrún í samtali við Fréttastofu. 300 færri börn þurfi að leita til læknis Hún segir árangurinn af notkun lyfsins hafa verið góðan. „Það hefur verið 80% fækkun innlagna á sjúkrahús, færri sýkingar í kjölfarið, engin aukning á dánartíðni í kjölfar notkun lyfsins. Þannig að þetta er bara ekki rétt við eigum von á því ef þetta verður sambærilegur árangur hér og hefur verið í öðrum löndum og þar með talið nágrannaríkjum okkar þá muni 300 færri börn leita til læknis hér vegna RS-veirusýkinga.“ „Það verði miklu færri sjúkrahúsinnlagnir og miklu færri dagar sem börn þurfa að eyða á sjúkrahúsi en verið hefur. Þetta mun líka draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, ekki bara sjúkrahús heldur á heilsugæslur. Leiða til minni lyfjanotkunar og áhyggja foreldra og fjarveru frá vinnu. Það er ýmis hagur af þessu.“ „Mjög litlar og vægar aukaverkanir af þessu“ Hún segist efast um hversu mikil áhrif auglýsing sem þessi hafi. „Ég held að þær hafi ekki mikil áhrif því þarna er bara farið með rangindi og það er ekki vísað í nein áreiðanleg gögn. Ég á ekki von á því að svona hafi mikil áhrif.“ Þá vísar hún í grein sem birtist á heimasíðu embættis landlæknis í byrjun september. „Við birtum grein hjá okkur þar sem er sagt frá því sem er rétt og sagt og hvað við vitum. Við vísum í nokkrar heimildir og það eru auðvitað til aðrar. Ég held að fólk vonandi styðjist við slík gögn frekar en auglýsingar frá ónafngreindum aðilum sem fara hreinlega með rangindi.“ „Bóluefni fara í gegnum sérstaklega ítarlegar rannsóknir. Þetta er ekki hefðbundið bóluefni heldur mótefni og ofnæmiskerfi barnanna þarf ekki að bregðast við eins og þegar bóluefni er gefið. Það eru mjög litlar og vægar aukaverkanir af þessu. Það er búið að rannsaka þetta og búið að nota í fjölda ríkja og reynslan hefur verið mjög góð,“ sagði Guðrún að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Embætti Landlæknis tilkynnti í byrjun mánaðarins að frá og með október verði öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri gefið nýtt mótefni sem veitir forvörn gegn RS-veiru. Yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum sagði í Bítinu í morgun að heilbrigðisstarfsfólk væri spennt að hefja notkun á mótefninu og að tilgangurinn með notkun þessi væri að minnka sjúkdómsbyrði veirunnar sem væri umtalsverð. Eftir tilkynningu Landlæknis birtu Samtökin Heilsuvon auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem spurt er hvort treysta eigi þessu nýja mótefni og framleiðsluaðila þess Astra Zeneca. Heilsuvon eru hagsmunasamtök sem skráð voru í júní í fyrra en tilgangur þeirra er að sameina krafta í umræðu um aukaverkanir vegna bólusetninga gegn kórónuveirunni. Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu.Morgunblaðið Í auglýsingu hagmunasamtakanna eru settar fram staðhæfingar um að mótefnið gegn RS-veiru hafi fengið hraðafgreiðslu í leyfisveitingaferli og að engar langtímarannsóknir séu til um ágæti þess. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir fullyrðingar í auglýsingunni einfaldlega rangar. „Sumt er algjörlega rangt. Það er alveg rétt að það hefur ekkert barn látist vegna RS-veiru og það er auðvitað gott mál. En það er fjöldi barna sem veikist á hverju ári og meðal annars fer á gjörgæslu og sjúkrahús. RS-veira er mjög alvarlegur sjúkdómur og sérstaklega fyrir ung börn. Það er fagnaðarefni að við getum nú boðið upp á þetta mótefni sem er verið að nota í fjölda landa og hefur sýnt sig að er mjög öruggt,“ sagði Guðrún í samtali við Fréttastofu. 300 færri börn þurfi að leita til læknis Hún segir árangurinn af notkun lyfsins hafa verið góðan. „Það hefur verið 80% fækkun innlagna á sjúkrahús, færri sýkingar í kjölfarið, engin aukning á dánartíðni í kjölfar notkun lyfsins. Þannig að þetta er bara ekki rétt við eigum von á því ef þetta verður sambærilegur árangur hér og hefur verið í öðrum löndum og þar með talið nágrannaríkjum okkar þá muni 300 færri börn leita til læknis hér vegna RS-veirusýkinga.“ „Það verði miklu færri sjúkrahúsinnlagnir og miklu færri dagar sem börn þurfa að eyða á sjúkrahúsi en verið hefur. Þetta mun líka draga úr álagi á heilbrigðiskerfið, ekki bara sjúkrahús heldur á heilsugæslur. Leiða til minni lyfjanotkunar og áhyggja foreldra og fjarveru frá vinnu. Það er ýmis hagur af þessu.“ „Mjög litlar og vægar aukaverkanir af þessu“ Hún segist efast um hversu mikil áhrif auglýsing sem þessi hafi. „Ég held að þær hafi ekki mikil áhrif því þarna er bara farið með rangindi og það er ekki vísað í nein áreiðanleg gögn. Ég á ekki von á því að svona hafi mikil áhrif.“ Þá vísar hún í grein sem birtist á heimasíðu embættis landlæknis í byrjun september. „Við birtum grein hjá okkur þar sem er sagt frá því sem er rétt og sagt og hvað við vitum. Við vísum í nokkrar heimildir og það eru auðvitað til aðrar. Ég held að fólk vonandi styðjist við slík gögn frekar en auglýsingar frá ónafngreindum aðilum sem fara hreinlega með rangindi.“ „Bóluefni fara í gegnum sérstaklega ítarlegar rannsóknir. Þetta er ekki hefðbundið bóluefni heldur mótefni og ofnæmiskerfi barnanna þarf ekki að bregðast við eins og þegar bóluefni er gefið. Það eru mjög litlar og vægar aukaverkanir af þessu. Það er búið að rannsaka þetta og búið að nota í fjölda ríkja og reynslan hefur verið mjög góð,“ sagði Guðrún að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira