Áhrifavaldur sakaður um að bera ábyrgð á dauða dóttur sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2025 07:19 Kate Shemirani á útifundi gegn sóttvarnaaðgerðum í kórónuveirufaraldrinum sem hún skipulagði í London árið 2020. Hún var svipt starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur fyrir að dreifa lygum um faraldurinn árið síðar. Vísir/EPA Synir breskrar konu sem er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um bóluefni og heilsu á samfélagsmiðlum saka hana um að bera ábyrgð á dauða systur þeirra. Hún lést af völdum krabbameins sem læknar töldu góðar líkur á að lækna með lyfjameðferð eftir að hún hafnaði meðferðinni. Kate Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst árið 2020 dreifði Shemirani alls kyns stoðlausum samsæriskenningum um hann og bóluefnin sem voru þróuð við veirunni. Þar á meðal voru fullyrðingar um að faraldurinn væri gabb, bólusetningar væru skipulögð herferð yfirvalda til þess að drepa fólk og fleira af slíkum toga. Samsæriskenningaflaumurinn varð til þess að hjúkrunarfræðiráð Bretlands samþykkti að svipta Shemirani starfsleyfi árið 2021. Þá var henni úthýst af samfélagsmiðlum en aðeins tímabundið. Fylgjendahópur hennar hefur vaxið eftir að bæði Facebook og X gáfu upplýsingafalsi lausan tauminn og fylgjast milljónir manna með efni hennar þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á samfélagsmiðlunum segir Shemirani fylgjendum sínum að lyfjameðferð við krabbameini sé eins og að dæla „sinnepsgasi“ í æðarnar. Bein afleiðing samsæriskenninga móðurinnar Þegar 23 ára gömul dóttir Shemirani var greind með krabbamein fyrir nokkrum árum segja tveir synir hennar að samsæriskenningar hennar um lyf og læknavísindi hafi valdið dauða systur þeirra. Þær hafi orðið til þess að Palmon Shemirani hafnaði því að gangast undir lyfjameðferðina sem læknar sögðu bjarga lífi hennar. „Systir mín lést sem bein afleiðing af gjörðum mömmu minnar og skoðunum og ég vil ekki að nokkur annar þurfi að ganga í gegnum sama sársauka og missi og ég hef þurft að gera,“ segir Sebastian Shemirani, eldri bróður Palomu við BBC. Fjöldi stoðlausra samsæriskenninga spratt upp í kórónuveirufaraldrinum um allt frá bóluefnum til sóttvarnagríma.Vísir/EPA Bræðurnir telja að samfélagsmiðlafyrirtæki ættu að taka upplýsingafalsi eins og því sem móðir þeirra dreifir fastari tökum. Shemirani svaraði ekki ásökunum sona sinna. Hún og fyrrverandi eignmaður hennar saka bresku heilbrigðisþjónustunni NHS um að hafa drepið dóttur þeirra og hylma yfir það. BBC segist ekki hafa séð nein gögn sem styðji fullyrðingar þeirra. Alin upp við Inforwars og kukl Bræðurnir segja að þau systkinin hafi verið alin upp við samsæriskenningar móður þeirra. Þannig hafi þau hlustað á Alex Jones, alræmdan bandarískan samsæriskenningasmið, ljúga um hvernig fjöldamorð á ungum börnum í Sandy Hook-skólanum í Bandaríkjunum hefði verið sviðsett þegar þau voru á leiðinni í skólann. Andúð móður þeirra á læknavísindum hafi aðeins eflst eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2012. Meinið hafi verið fjarlægt með skurðaðgerð en Shemirani haldi því fram að hún hafi losnað við það með söfum og kaffistólpípum. Alex Jones, fjarhægrisinnaði samsæriskenningasmiðurinn, sem stýrði Infowars. Hann var dæmdur til að greiða aðstandendum barna sem voru myrt í Sandy Hook-skólanum árið 2012 milljarða í bætur fyrir lygar sínar. Hlustað var á hann heima hjá Kate Shemirani þegar börnin hennar ólust upp.AP/Tyler Sizemore Paloma er sögð hafa tileinkað sér sumar ranghugmyndir móður sinnar um heilbrigðisvísindi. Hún hafi neitað að láta bólusetja sig gegn Covid-19. Tókst á við meinið með söfum og stólpípum Eftir að hún greindist með krabbamein árið 2023 virðist móðir hennar hafa þrýst á hana að samþykkja ekki geislameðferðina. Í textaskilaboðum frá Shemirani sem fyrrverandi kærasti Palomu sýndi BBC sagði hún honum að leyfa dóttur sinni ekki að samþykkja neitt um lyfjameðferðina eða aðra meðferð á sjúkrahúsi. Í kjölfarið ákvað Paloma að gangast ekki undir lyfjameðferð. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Eftir það fór henni aðeins hrakandi. Vinkona Palomu sem var í sambandi við hana á þessum tíma segir BBC að þegar hún fékk nýjan hnúð í handakrikanum hafi móðir hennar sagt henni að það væri krabbameinið á leið út úr líkamanum. Paloma lést eftir að hún fékk hjartaáfall af völdum krabbameins í júlí í fyrra. Opinber rannsókn á dauða hennar á að hefjast í næsta mánuði. Bretland Krabbamein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Kate Shemirani starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur innan breska opinbera heilbrigðiskerfisins en sneri sér síðan að því að auglýsa ýmis konar kukl og fæðubótarefni á samfélagsmiðlum. Þá hefur hún selt ráðgjöf, meðal annars til krabbameinssjúklinga. Eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst árið 2020 dreifði Shemirani alls kyns stoðlausum samsæriskenningum um hann og bóluefnin sem voru þróuð við veirunni. Þar á meðal voru fullyrðingar um að faraldurinn væri gabb, bólusetningar væru skipulögð herferð yfirvalda til þess að drepa fólk og fleira af slíkum toga. Samsæriskenningaflaumurinn varð til þess að hjúkrunarfræðiráð Bretlands samþykkti að svipta Shemirani starfsleyfi árið 2021. Þá var henni úthýst af samfélagsmiðlum en aðeins tímabundið. Fylgjendahópur hennar hefur vaxið eftir að bæði Facebook og X gáfu upplýsingafalsi lausan tauminn og fylgjast milljónir manna með efni hennar þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á samfélagsmiðlunum segir Shemirani fylgjendum sínum að lyfjameðferð við krabbameini sé eins og að dæla „sinnepsgasi“ í æðarnar. Bein afleiðing samsæriskenninga móðurinnar Þegar 23 ára gömul dóttir Shemirani var greind með krabbamein fyrir nokkrum árum segja tveir synir hennar að samsæriskenningar hennar um lyf og læknavísindi hafi valdið dauða systur þeirra. Þær hafi orðið til þess að Palmon Shemirani hafnaði því að gangast undir lyfjameðferðina sem læknar sögðu bjarga lífi hennar. „Systir mín lést sem bein afleiðing af gjörðum mömmu minnar og skoðunum og ég vil ekki að nokkur annar þurfi að ganga í gegnum sama sársauka og missi og ég hef þurft að gera,“ segir Sebastian Shemirani, eldri bróður Palomu við BBC. Fjöldi stoðlausra samsæriskenninga spratt upp í kórónuveirufaraldrinum um allt frá bóluefnum til sóttvarnagríma.Vísir/EPA Bræðurnir telja að samfélagsmiðlafyrirtæki ættu að taka upplýsingafalsi eins og því sem móðir þeirra dreifir fastari tökum. Shemirani svaraði ekki ásökunum sona sinna. Hún og fyrrverandi eignmaður hennar saka bresku heilbrigðisþjónustunni NHS um að hafa drepið dóttur þeirra og hylma yfir það. BBC segist ekki hafa séð nein gögn sem styðji fullyrðingar þeirra. Alin upp við Inforwars og kukl Bræðurnir segja að þau systkinin hafi verið alin upp við samsæriskenningar móður þeirra. Þannig hafi þau hlustað á Alex Jones, alræmdan bandarískan samsæriskenningasmið, ljúga um hvernig fjöldamorð á ungum börnum í Sandy Hook-skólanum í Bandaríkjunum hefði verið sviðsett þegar þau voru á leiðinni í skólann. Andúð móður þeirra á læknavísindum hafi aðeins eflst eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2012. Meinið hafi verið fjarlægt með skurðaðgerð en Shemirani haldi því fram að hún hafi losnað við það með söfum og kaffistólpípum. Alex Jones, fjarhægrisinnaði samsæriskenningasmiðurinn, sem stýrði Infowars. Hann var dæmdur til að greiða aðstandendum barna sem voru myrt í Sandy Hook-skólanum árið 2012 milljarða í bætur fyrir lygar sínar. Hlustað var á hann heima hjá Kate Shemirani þegar börnin hennar ólust upp.AP/Tyler Sizemore Paloma er sögð hafa tileinkað sér sumar ranghugmyndir móður sinnar um heilbrigðisvísindi. Hún hafi neitað að láta bólusetja sig gegn Covid-19. Tókst á við meinið með söfum og stólpípum Eftir að hún greindist með krabbamein árið 2023 virðist móðir hennar hafa þrýst á hana að samþykkja ekki geislameðferðina. Í textaskilaboðum frá Shemirani sem fyrrverandi kærasti Palomu sýndi BBC sagði hún honum að leyfa dóttur sinni ekki að samþykkja neitt um lyfjameðferðina eða aðra meðferð á sjúkrahúsi. Í kjölfarið ákvað Paloma að gangast ekki undir lyfjameðferð. Þess í stað hóf hún svonefnda Gerson-meðferð, hjávísindameðferð sem gengur út á safakúra og stólpípur, að ráðum fyrrverandi félaga móður sinnar. Eftir það fór henni aðeins hrakandi. Vinkona Palomu sem var í sambandi við hana á þessum tíma segir BBC að þegar hún fékk nýjan hnúð í handakrikanum hafi móðir hennar sagt henni að það væri krabbameinið á leið út úr líkamanum. Paloma lést eftir að hún fékk hjartaáfall af völdum krabbameins í júlí í fyrra. Opinber rannsókn á dauða hennar á að hefjast í næsta mánuði.
Bretland Krabbamein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira