Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 19:33 Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum. Vísir Prófessor í smitsjúkdómalækningum segir ákvörðun heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna um að rifta samningum um þróun mRNA-bóluefna vera slæmar fréttir fyrir heimsbyggðina. Hún muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar. Vagga vísindalegrar þekkingar sé að leggja upp laupana. Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sagðist hafa yfirfarið vísindin og hlustað á sérfræðinga áður en hann tók ákvörðun um að rifta 22 þróunarsamningum sem hljóða upp á fimm hundruð milljónir dala. Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum segir um afdrifaríka ákvörðun að ræða. „Um er að ræða riftun á samningum sem áður hafa verið gerðir og snúa sérstaklega að viðbragði við nýjum farsóttum eins og til dæmis fuglaflensu." Kennedy sagði mRNA bóluefnin ekki hafa reynst áhrifarík gegn öndunarfærasýkingum á borð við Covid-19. Hvers vegna segir hann þetta? „Mér er það algjörlega hulið. Ég held að þessi ákvörðun sé keyrð frekar áfram af hugmyndafræði en vísindum og flest sem hann hefur látið frá sér fara um þessi mál ber þess merki að það eru ekki vísindin sem keyra hans ákvarðanir heldur hugmyndafræði og trú á ákveðnar kenningar sem flestar hafa ekki stuðning í raunverulegum gögnum.“ MRNA tæknin var innleidd í COVID faraldrinum en það liðu rétt tæpir 12 mánuðir frá því fyrstu tilfellin komu upp þar til bóluefnin voru tekin í notkun. „og áttu líkalega mestan þátt í því að draga úr óþarfa dauðsföllum og líka síðbúnum og langvinnum fylgikvillum sýkingarinnar.“ Ákvörðunin Kennedys muni hafa víðtæk áhrif til langrar framtíðar. „Fyrir okkur sem þurfum hugsanlega að reiða okkur á framfarir í læknavísindum í framtíðinni hvort sem um er að ræða ný bóluefni gegn einhverjum vágestum sem við höfum ekki ennþá komist í tæri við eða jafnvel í meðferð krabbameina, vegna þess að mRNA tæknin hefur líka skilað mjög góðum árangri í meðferð illkynja sjúkdóma. Það er mikill skaði þegar mesta efnahagsveldi heims og vagga vísindalegrar þekkingar og rannsókna í bæði grunnvísindum og klínískum rannsóknum leggur upp laupana sem þarna er verið að gera.“ Magnús bendir á að Kennedy sé lögfræðimenntaður. „Hann hefur enga sérstaka þekkingu á þessu sviði en hann hefur hins vegar efnast mjög á því að dreifa falskenningum um aukaverkanir af bólusetningum og það hefur vafalítið verið nokkuð sterkur drifkraftur í kringum hann. Svo er það þannig að bóluefni eru fórnarlömb eigin velgengni því þegar vel tekst til og okkur tekst að útrýma tilteknum sjúkdómum þá fer fólk að leiða hugann að því hvort þessi aðgerð, bólusetningarnar, séu nauðsynlegar vegna þess að vandamálið hverfur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Heilbrigðismál Donald Trump Tengdar fréttir Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44 Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04 Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sagðist hafa yfirfarið vísindin og hlustað á sérfræðinga áður en hann tók ákvörðun um að rifta 22 þróunarsamningum sem hljóða upp á fimm hundruð milljónir dala. Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum segir um afdrifaríka ákvörðun að ræða. „Um er að ræða riftun á samningum sem áður hafa verið gerðir og snúa sérstaklega að viðbragði við nýjum farsóttum eins og til dæmis fuglaflensu." Kennedy sagði mRNA bóluefnin ekki hafa reynst áhrifarík gegn öndunarfærasýkingum á borð við Covid-19. Hvers vegna segir hann þetta? „Mér er það algjörlega hulið. Ég held að þessi ákvörðun sé keyrð frekar áfram af hugmyndafræði en vísindum og flest sem hann hefur látið frá sér fara um þessi mál ber þess merki að það eru ekki vísindin sem keyra hans ákvarðanir heldur hugmyndafræði og trú á ákveðnar kenningar sem flestar hafa ekki stuðning í raunverulegum gögnum.“ MRNA tæknin var innleidd í COVID faraldrinum en það liðu rétt tæpir 12 mánuðir frá því fyrstu tilfellin komu upp þar til bóluefnin voru tekin í notkun. „og áttu líkalega mestan þátt í því að draga úr óþarfa dauðsföllum og líka síðbúnum og langvinnum fylgikvillum sýkingarinnar.“ Ákvörðunin Kennedys muni hafa víðtæk áhrif til langrar framtíðar. „Fyrir okkur sem þurfum hugsanlega að reiða okkur á framfarir í læknavísindum í framtíðinni hvort sem um er að ræða ný bóluefni gegn einhverjum vágestum sem við höfum ekki ennþá komist í tæri við eða jafnvel í meðferð krabbameina, vegna þess að mRNA tæknin hefur líka skilað mjög góðum árangri í meðferð illkynja sjúkdóma. Það er mikill skaði þegar mesta efnahagsveldi heims og vagga vísindalegrar þekkingar og rannsókna í bæði grunnvísindum og klínískum rannsóknum leggur upp laupana sem þarna er verið að gera.“ Magnús bendir á að Kennedy sé lögfræðimenntaður. „Hann hefur enga sérstaka þekkingu á þessu sviði en hann hefur hins vegar efnast mjög á því að dreifa falskenningum um aukaverkanir af bólusetningum og það hefur vafalítið verið nokkuð sterkur drifkraftur í kringum hann. Svo er það þannig að bóluefni eru fórnarlömb eigin velgengni því þegar vel tekst til og okkur tekst að útrýma tilteknum sjúkdómum þá fer fólk að leiða hugann að því hvort þessi aðgerð, bólusetningarnar, séu nauðsynlegar vegna þess að vandamálið hverfur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Heilbrigðismál Donald Trump Tengdar fréttir Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44 Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04 Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Bandaríska heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að rifta 22 samningum er varða þróun mRNA-bóluefna, sem metnir eru á um 500 milljónir dala. 6. ágúst 2025 06:44
Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. 8. júlí 2025 08:04
Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. 10. júní 2025 10:33