Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2025 14:46 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. Þær snerust meðal annars um um vanhæfni og að hann væri að grafa undan heilbrigðiskerfi ríkisins og þá sérstaklega hvað varðar þróun og dreifingu bóluefna. Kennedy hefur um árabil verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um bóluefni í heiminum. Síðan hann varð ráðherra hefur hann einnig dregið verulega úr fjárfestingum til þróunar bóluefna og gert fólki erfiðara að fá bóluefni. Sjá einnig: Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Fundurinn varpaði ljósi á það hve mikið málefni bóluefna er orðið að pólitísku bitbeini vestanhafs. Í upphafsræðu sinni sagði RFK að uppsagnir innan Sjúkdómavarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefðu verið nauðsynlegar. Hann gagnrýndi starfsmenn stofnunarinnar harðlega fyrir viðbrögð þeirra, sem hefðu valdið gífurlegum skaða á bandarísku samfélagi. Þá sagði hann að engin vísindi hefðu legið að baki þessum viðbrögðum og sagði að þau hefðu engum árangri skilað. Eitt helsta afrek Trumps Í faraldri Covid setti Hvíta húsið á laggirnar sérstaka áætlun sem bar heitið „Operation Warp Speed“ (Héðan í frá OWS) og snerist um að þróa og framleiða bóluefni gegn kórónuveirunni og sprauta því í fólk eins fljótt og hægt var. Þessi áætlun heppnaðist vel og er hún talin hafa bjargað milljónum mannslífa á heimsvísu. Trump sjálfur stærði sig af henni í síðustu viku og sagði að hún markaði eitt af „helstu afrekum sögunnar“. Heilbrigðisráðherra Trumps, aðrir embættismenn og að virðist stækkandi hluti stuðningsmanna hans eru þó verulega tortryggnir í garð mRNA bóluefna eða hreinlega miklir andstæðingar þeirra. Eins og AP fréttaveitan bendir á kom það glögglega í ljós á fundinum í gær, þar sem það voru aðallega Demókratar sem lofuðu OWS en ekki Repúblikanar. Meðal annars sögðu þeir að áætlunin hafi heppnast einstaklega vel. Hér að neðan má sjá samskipti Bernie Sanders og Kennedy á fundinum í gær. Það voru þó ekki eingöngu Demókratar sem töluðu um OWS. Það gerðu Repúblikanar einnig. Einn þeirra, Bill Cassidy, nefndi að með áætluninni hefðu Bandaríkjamenn bjargað milljónum mannslífa í heiminum öllum á tíma þegar þúsundir manna voru að deyja á hverjum degi, fyrirtæki voru lokuð og fólk sat fast heima. Cassidy spurði RFK á einum tímapunkti hvort að Trump ætti skilið að fá Nóbelsverðlaun fyrir OWS. „Svo sannarlega,“ svaraði Kennedy. Sjá einnig: Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Þá spurði þingmaðurinn hvernig það gæti verið svar RFK þegar heilbrigðisráðherrann hefur ítrekað gagnrýnt bóluefni gegn Covid, talað um að þau hafi valdið gífurlegum skaða og dreift öðrum lygum um þau. Cassidy benti einnig á að Kennedy hefði farið í mál við lyfjafyrirtæki til að reyna að taka bóluefni úr dreifingu og að hann hafi skipað umdeilt fólk sem hafi meðal annars borið vitni í áðurnefndum málum gegn lyfjafyrirtækjum. Sjá einnig: Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Þingmaðurinn benti einnig á að Kennedy hefði, skömmu áður, haldið því fram að bóluefnin gegn Covid hefðu valdið fleiri dauðsföllum en veiran sjálf. Það þvertók Kennedy fyrir að hafa sagt en hann hefur ítrekað sagt það á undanförnum árum. Sjá má upptöku af þessum samskiptum hér að neðan. Trump var spurður út í afstöðu sína til Kennedys í gærkvöldi. Þá sagði forsetinn að Kennedy væri mjög góð manneskja og hann meinti vel, þó hann hefði öðruvísi hugmyndir. Trump sagðist líka vel við það að Kennedy hugsaði ekki né talaði eins og gengur og gerist. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Þær snerust meðal annars um um vanhæfni og að hann væri að grafa undan heilbrigðiskerfi ríkisins og þá sérstaklega hvað varðar þróun og dreifingu bóluefna. Kennedy hefur um árabil verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um bóluefni í heiminum. Síðan hann varð ráðherra hefur hann einnig dregið verulega úr fjárfestingum til þróunar bóluefna og gert fólki erfiðara að fá bóluefni. Sjá einnig: Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Fundurinn varpaði ljósi á það hve mikið málefni bóluefna er orðið að pólitísku bitbeini vestanhafs. Í upphafsræðu sinni sagði RFK að uppsagnir innan Sjúkdómavarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefðu verið nauðsynlegar. Hann gagnrýndi starfsmenn stofnunarinnar harðlega fyrir viðbrögð þeirra, sem hefðu valdið gífurlegum skaða á bandarísku samfélagi. Þá sagði hann að engin vísindi hefðu legið að baki þessum viðbrögðum og sagði að þau hefðu engum árangri skilað. Eitt helsta afrek Trumps Í faraldri Covid setti Hvíta húsið á laggirnar sérstaka áætlun sem bar heitið „Operation Warp Speed“ (Héðan í frá OWS) og snerist um að þróa og framleiða bóluefni gegn kórónuveirunni og sprauta því í fólk eins fljótt og hægt var. Þessi áætlun heppnaðist vel og er hún talin hafa bjargað milljónum mannslífa á heimsvísu. Trump sjálfur stærði sig af henni í síðustu viku og sagði að hún markaði eitt af „helstu afrekum sögunnar“. Heilbrigðisráðherra Trumps, aðrir embættismenn og að virðist stækkandi hluti stuðningsmanna hans eru þó verulega tortryggnir í garð mRNA bóluefna eða hreinlega miklir andstæðingar þeirra. Eins og AP fréttaveitan bendir á kom það glögglega í ljós á fundinum í gær, þar sem það voru aðallega Demókratar sem lofuðu OWS en ekki Repúblikanar. Meðal annars sögðu þeir að áætlunin hafi heppnast einstaklega vel. Hér að neðan má sjá samskipti Bernie Sanders og Kennedy á fundinum í gær. Það voru þó ekki eingöngu Demókratar sem töluðu um OWS. Það gerðu Repúblikanar einnig. Einn þeirra, Bill Cassidy, nefndi að með áætluninni hefðu Bandaríkjamenn bjargað milljónum mannslífa í heiminum öllum á tíma þegar þúsundir manna voru að deyja á hverjum degi, fyrirtæki voru lokuð og fólk sat fast heima. Cassidy spurði RFK á einum tímapunkti hvort að Trump ætti skilið að fá Nóbelsverðlaun fyrir OWS. „Svo sannarlega,“ svaraði Kennedy. Sjá einnig: Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Þá spurði þingmaðurinn hvernig það gæti verið svar RFK þegar heilbrigðisráðherrann hefur ítrekað gagnrýnt bóluefni gegn Covid, talað um að þau hafi valdið gífurlegum skaða og dreift öðrum lygum um þau. Cassidy benti einnig á að Kennedy hefði farið í mál við lyfjafyrirtæki til að reyna að taka bóluefni úr dreifingu og að hann hafi skipað umdeilt fólk sem hafi meðal annars borið vitni í áðurnefndum málum gegn lyfjafyrirtækjum. Sjá einnig: Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Þingmaðurinn benti einnig á að Kennedy hefði, skömmu áður, haldið því fram að bóluefnin gegn Covid hefðu valdið fleiri dauðsföllum en veiran sjálf. Það þvertók Kennedy fyrir að hafa sagt en hann hefur ítrekað sagt það á undanförnum árum. Sjá má upptöku af þessum samskiptum hér að neðan. Trump var spurður út í afstöðu sína til Kennedys í gærkvöldi. Þá sagði forsetinn að Kennedy væri mjög góð manneskja og hann meinti vel, þó hann hefði öðruvísi hugmyndir. Trump sagðist líka vel við það að Kennedy hugsaði ekki né talaði eins og gengur og gerist.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira