Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2025 13:41 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, aðhyllist ýmis konar kukl og gervivísindi. Margir starfsmenn CDC voru honum gramir eftir að vopnaður maður lét nýlega byssukúlum rigna yfir byggingu stofnunarinnar í Georgíu. Hann var knúinn áfram af samsæriskenningum sem Kennedy hefur meðal annars borið út. Vísir/EPA Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. Glundroði hefur ríkt innan Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC), helstu lýðheilsustofnunar bandarísku alríkisstjórnarinnar, vegna breytinga sem Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra hefur gert þar. Kennedy, sem hefur verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um öryggi og virkni bóluefna í heiminum um árabil, rak meðal annars utanaðkomandi ráðgjafaráð um bólusetningar á einu bretti og skipaði í staðinn pótentáta sína. Stofnunin hefur þegar gert ýmsar breytingar á leiðbeiningum um bólusetningar. Steininn tók úr í síðustu viku þegar Hvíta húsið rak forstöðumann CDC eftir innan við mánuð í embætti. Sá sagðist hafa verið rekinn fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar“ tilskipanir yfirboðara sinna og að reka starfsfólk að geðþótta þeirra. Í kjölfarið sögðu nokkrir af æðstu stjórnendum stofnunarinnar af sér í mótmælaskyni. Lýsa samstöðu með rekna forstöðumanninum Nú hafa níu fyrrverandi forstöðumenn CDC skrifað saman grein í New York Times þar sem þeir lýsa aðförum Kennedy hjá stofnuninni og lýðheilsukerfinu almennt sem fordæmalausum. Vísa þeir sérstaklega til brottrekstrar Susan Monarez sem forstöðumanns í síðustu viku. Lofuðu forstöðumennirnir hana fyrir að hafa staðið uppi í hárinu á Kennedy. Enginn þeirra hefði heldur tekið skipunum Kennedy þegjandi í hennar stað. Kennedy hafi einnig haft umsjón með brottrekstri þúsunda heilbrigðisstarfsmanna og veikt verulega verkefni sem eiga að verja Bandaríkjamenn fyrir krabbameini, hjartaáföllum, heilablóðfalli, blýeitrununum og fleira. Á sama tíma og versti mislingafaraldur í seinni tíð geisi geri Kennedy lítið úr bóluefnum en tali aftur á móti upp óstaðreyndar meðferðir. „Við höfum áhyggjur af afdrifaríkum afleiðingum allra þessara ákvarðana á heilbrigðisöryggi Bandaríkjanna,“ skrifa forstöðumennirnir fyrrverandi sem telja að starfsmenn stofnunarinnar eigi skilið forstöðumann sem styðji vísindin og standi við bakið á þeim. Nímenningarnir voru skipaðir í embættið af forsetanum úr báðum flokkum. Sá elsti þeirra stýrði stofnuninni frá 1977 til 2023 en sá nýjasti lét af embætti þegar Donald Trump tók við sem forseti í janúar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Glundroði hefur ríkt innan Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna (CDC), helstu lýðheilsustofnunar bandarísku alríkisstjórnarinnar, vegna breytinga sem Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra hefur gert þar. Kennedy, sem hefur verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um öryggi og virkni bóluefna í heiminum um árabil, rak meðal annars utanaðkomandi ráðgjafaráð um bólusetningar á einu bretti og skipaði í staðinn pótentáta sína. Stofnunin hefur þegar gert ýmsar breytingar á leiðbeiningum um bólusetningar. Steininn tók úr í síðustu viku þegar Hvíta húsið rak forstöðumann CDC eftir innan við mánuð í embætti. Sá sagðist hafa verið rekinn fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar“ tilskipanir yfirboðara sinna og að reka starfsfólk að geðþótta þeirra. Í kjölfarið sögðu nokkrir af æðstu stjórnendum stofnunarinnar af sér í mótmælaskyni. Lýsa samstöðu með rekna forstöðumanninum Nú hafa níu fyrrverandi forstöðumenn CDC skrifað saman grein í New York Times þar sem þeir lýsa aðförum Kennedy hjá stofnuninni og lýðheilsukerfinu almennt sem fordæmalausum. Vísa þeir sérstaklega til brottrekstrar Susan Monarez sem forstöðumanns í síðustu viku. Lofuðu forstöðumennirnir hana fyrir að hafa staðið uppi í hárinu á Kennedy. Enginn þeirra hefði heldur tekið skipunum Kennedy þegjandi í hennar stað. Kennedy hafi einnig haft umsjón með brottrekstri þúsunda heilbrigðisstarfsmanna og veikt verulega verkefni sem eiga að verja Bandaríkjamenn fyrir krabbameini, hjartaáföllum, heilablóðfalli, blýeitrununum og fleira. Á sama tíma og versti mislingafaraldur í seinni tíð geisi geri Kennedy lítið úr bóluefnum en tali aftur á móti upp óstaðreyndar meðferðir. „Við höfum áhyggjur af afdrifaríkum afleiðingum allra þessara ákvarðana á heilbrigðisöryggi Bandaríkjanna,“ skrifa forstöðumennirnir fyrrverandi sem telja að starfsmenn stofnunarinnar eigi skilið forstöðumann sem styðji vísindin og standi við bakið á þeim. Nímenningarnir voru skipaðir í embættið af forsetanum úr báðum flokkum. Sá elsti þeirra stýrði stofnuninni frá 1977 til 2023 en sá nýjasti lét af embætti þegar Donald Trump tók við sem forseti í janúar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira