Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

„Við verðum bara að treysta fólki“

Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina.

Innlent
Fréttamynd

78 greindust innan­lands í gær

78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki að á­vísa lyfinu I­ver­mectin við Co­vid-19

Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn

Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mágur þingmanns til rannsóknar í tengslum við innherjasvik

Mágur öldungadeildarþingmanns Bandaríkjanna Richard Burr er nú til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við innherjasvik. Mágur Burr, Gerald Fauth, seldi hlutabréf á bilinu 97 upp í allt að 280 þúsund dollara í kjölfar símtals við þingmanninn.

Erlent
Fréttamynd

Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun

Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu

96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Fjörutíu og einn var í sóttkví við greiningu, eða tæp 43 prósent, en 55 utan sóttkvíar við greiningu, eða 57 prósent. 

Innlent
Fréttamynd

Kvartaði til Sam­göngu­stofu vegna of dýrs flug­miða

Farþegi sem vildi komast heim til Spánar frá Íslandi í tæka tíð fyrir lokun landamæra Spánar á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins hafði ekki erindi sem erfiði hjá Samgöngustofu, eftir að hann kvartaði undan því að flugmiðinn sem hann keypti hafi verið of dýr.

Neytendur
Fréttamynd

Bak­varða­sveit heil­brigðis­starfs­fólks virkjuð á ný

Bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks hefur verið virkjuð á ný vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu. Um sé að ræða nauðsynlegt viðbragð til að mæta mönnunarvanda sem skapast geti vegna veikinda eða tímabundinnar sóttkvíar heilbrigðisstarfsfólks, komi smit upp á heilbrigðisstofnunum.

Innlent
Fréttamynd

Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir

„Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“

Innlent
Fréttamynd

84 greindust smitaðir af veirunni í gær

Áttatíu og fjórir greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 35 þeirra voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 49 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Öldungadeildin samþykkir ákærur á hendur Bolsonaro

Öldungadeildarþingmenn í Brasilíu hafa samþykkt að ákæra forseta landsins, Jair Bolsonaro, fyrir framgöngu hans í kórónuveirufaraldrinum. Forsetinn verður meðal annars ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni en 600 þúsund hafa látist vegna Covid-19 í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Sótt­varna­læknir birtir færslur um þróun far­aldursins

Frá og með deginum í dag má vænta þess að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti stuttar færslur á Covid.is, vef Landlæknis og almannavarna, nokkrum sinnum í viku og fjalla um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Fyrsta færslan birtist í dag en þar segir sóttvarnalæknir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi.

Innlent