Faraldur kórónuveiru (COVID-19) „Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. Innlent 29.10.2021 12:20 Skýrist um áramótin hvort bólusetja megi 5-11 ára börn á Íslandi Það skýrist væntanlega ekki fyrr en eftir tvo mánuði hvort að bóluefni Pfizer verði leyft hér á landi fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu er með málið til umfjöllunar. Innlent 29.10.2021 12:15 78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. Innlent 29.10.2021 10:20 Einungis einn getur nú vitjað sjúklings á dag Landspítalinn hefur ákveðið að herða heimsóknarreglur á spítalanum enn frekar vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Innlent 29.10.2021 08:39 Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. Erlent 29.10.2021 06:52 Fær ekki að ávísa lyfinu Ivermectin við Covid-19 Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu. Innlent 28.10.2021 22:03 Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. Innlent 28.10.2021 20:13 Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum. Viðskipti innlent 28.10.2021 20:00 Mágur þingmanns til rannsóknar í tengslum við innherjasvik Mágur öldungadeildarþingmanns Bandaríkjanna Richard Burr er nú til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við innherjasvik. Mágur Burr, Gerald Fauth, seldi hlutabréf á bilinu 97 upp í allt að 280 þúsund dollara í kjölfar símtals við þingmanninn. Erlent 28.10.2021 18:36 Verulega ólíklegt að af fullri afléttingu verði 18. nóvember Heilbrigðisráðherra telur verulega ólíklegt að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt að fullu 18. nóvember líkt og stjórnvöld höfðu boðað. Ráðherra hefur verulega áhyggjur af stöðunni þó enn sé ekki hugað að hertum aðgerðum. Innlent 28.10.2021 18:31 Hundruð milljóna króna deila um leigumál send aftur í hérað Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í hundruð milljóna krónu deilu Íþaka fasteigna og Fosshótela um leigugreiðslur vegna Fosshótels við Höfðatorg. Héraðsdómur þarf því að taka málið aftur fyrir. Viðskipti innlent 28.10.2021 15:10 Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. Innlent 28.10.2021 11:06 Ísland aftur orðið rautt Ísland er enn á ný orðið rautt á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu eftir nokkrar vikur í appelsínugulum lit. Innlent 28.10.2021 10:47 Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun. Innlent 28.10.2021 10:45 Atvinnuleysi í september 3,5 prósent Atvinnuleysi á landinu í september síðastliðinn, árstíðaleiðrétt, mældist 3,5 prósent samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 28.10.2021 10:39 Már leiðréttir tölurnar: Innan við tuttugu vilja ekki láta bólusetja sig Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítalans, segir innan við tuttugu starfsmenn Landspítalans ekki vilja láta bólusetja sig. Fram kom í pistli hans á vef Landspítalans í gær að 600 starfsmenn spítalans væru óbólusettir. Réttur fjöldi er hins vegar 480 manns segir hann í dag. Innlent 28.10.2021 10:17 96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Fjörutíu og einn var í sóttkví við greiningu, eða tæp 43 prósent, en 55 utan sóttkvíar við greiningu, eða 57 prósent. Innlent 28.10.2021 10:13 Kvartaði til Samgöngustofu vegna of dýrs flugmiða Farþegi sem vildi komast heim til Spánar frá Íslandi í tæka tíð fyrir lokun landamæra Spánar á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins hafði ekki erindi sem erfiði hjá Samgöngustofu, eftir að hann kvartaði undan því að flugmiðinn sem hann keypti hafi verið of dýr. Neytendur 28.10.2021 09:12 600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. Innlent 27.10.2021 18:00 Bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks virkjuð á ný Bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks hefur verið virkjuð á ný vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu. Um sé að ræða nauðsynlegt viðbragð til að mæta mönnunarvanda sem skapast geti vegna veikinda eða tímabundinnar sóttkvíar heilbrigðisstarfsfólks, komi smit upp á heilbrigðisstofnunum. Innlent 27.10.2021 14:09 Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ Innlent 27.10.2021 13:10 Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. Innlent 27.10.2021 12:02 Þrettán nú inniliggjandi vegna Covid-19 Þrettán sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Um mikla fjölgun er að ræða milli daga, en á mánudaginn voru sjö inniliggjandi. Innlent 27.10.2021 10:21 84 greindust smitaðir af veirunni í gær Áttatíu og fjórir greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 35 þeirra voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 49 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. Innlent 27.10.2021 10:14 Öldungadeildin samþykkir ákærur á hendur Bolsonaro Öldungadeildarþingmenn í Brasilíu hafa samþykkt að ákæra forseta landsins, Jair Bolsonaro, fyrir framgöngu hans í kórónuveirufaraldrinum. Forsetinn verður meðal annars ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni en 600 þúsund hafa látist vegna Covid-19 í landinu. Erlent 27.10.2021 07:38 Fimm starfsmenn FSu hafa greinst og skólanum lokað Fjölbrautaskóli Suðurlands verður lokaður í dag vegna kórónuveirusmita meðal starfsfólks skólans. Fimm starfsmenn skólans og að minnsta kosti einn nemandi hafa greinst með veiruna. Innlent 27.10.2021 07:28 Mæla með bólusetningu barna niður í fimm ára Sérfræðingar bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar (FDA) mæla með því að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett við kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Erlent 26.10.2021 22:45 Sóttvarnalæknir birtir færslur um þróun faraldursins Frá og með deginum í dag má vænta þess að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti stuttar færslur á Covid.is, vef Landlæknis og almannavarna, nokkrum sinnum í viku og fjalla um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Fyrsta færslan birtist í dag en þar segir sóttvarnalæknir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi. Innlent 26.10.2021 21:46 „Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna“ Forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Landspítala, teljur að endurskoða þurfi fyrirætlanir stjórnvalda um að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi, í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. Innlent 26.10.2021 18:54 Fella niður skólahald og herða heimsóknarreglur vegna útbreiðslu Covid Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu. Innlent 26.10.2021 17:16 « ‹ 66 67 68 69 70 71 72 73 74 … 334 ›
„Við verðum bara að treysta fólki“ Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. Innlent 29.10.2021 12:20
Skýrist um áramótin hvort bólusetja megi 5-11 ára börn á Íslandi Það skýrist væntanlega ekki fyrr en eftir tvo mánuði hvort að bóluefni Pfizer verði leyft hér á landi fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu er með málið til umfjöllunar. Innlent 29.10.2021 12:15
78 greindust innanlands í gær 78 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 48 þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 62 prósent. Þrjátíu voru utan sóttkvíar, eða 38 prósent. Innlent 29.10.2021 10:20
Einungis einn getur nú vitjað sjúklings á dag Landspítalinn hefur ákveðið að herða heimsóknarreglur á spítalanum enn frekar vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. Innlent 29.10.2021 08:39
Strangar sóttvarnaaðgerðir í Moskvu vegna stöðu faraldursins Skólum, verslunum og veitingastöðum í Moskvu hefur verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins matvöruverslanir og lyfjaverslanir fá að hafa opið og veitingastaðir mega bjóða viðskiptavinum sínum upp á að sækja mat. Erlent 29.10.2021 06:52
Fær ekki að ávísa lyfinu Ivermectin við Covid-19 Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu. Innlent 28.10.2021 22:03
Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. Innlent 28.10.2021 20:13
Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum. Viðskipti innlent 28.10.2021 20:00
Mágur þingmanns til rannsóknar í tengslum við innherjasvik Mágur öldungadeildarþingmanns Bandaríkjanna Richard Burr er nú til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við innherjasvik. Mágur Burr, Gerald Fauth, seldi hlutabréf á bilinu 97 upp í allt að 280 þúsund dollara í kjölfar símtals við þingmanninn. Erlent 28.10.2021 18:36
Verulega ólíklegt að af fullri afléttingu verði 18. nóvember Heilbrigðisráðherra telur verulega ólíklegt að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt að fullu 18. nóvember líkt og stjórnvöld höfðu boðað. Ráðherra hefur verulega áhyggjur af stöðunni þó enn sé ekki hugað að hertum aðgerðum. Innlent 28.10.2021 18:31
Hundruð milljóna króna deila um leigumál send aftur í hérað Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í hundruð milljóna krónu deilu Íþaka fasteigna og Fosshótela um leigugreiðslur vegna Fosshótels við Höfðatorg. Héraðsdómur þarf því að taka málið aftur fyrir. Viðskipti innlent 28.10.2021 15:10
Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. Innlent 28.10.2021 11:06
Ísland aftur orðið rautt Ísland er enn á ný orðið rautt á korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu eftir nokkrar vikur í appelsínugulum lit. Innlent 28.10.2021 10:47
Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun. Innlent 28.10.2021 10:45
Atvinnuleysi í september 3,5 prósent Atvinnuleysi á landinu í september síðastliðinn, árstíðaleiðrétt, mældist 3,5 prósent samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Viðskipti innlent 28.10.2021 10:39
Már leiðréttir tölurnar: Innan við tuttugu vilja ekki láta bólusetja sig Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítalans, segir innan við tuttugu starfsmenn Landspítalans ekki vilja láta bólusetja sig. Fram kom í pistli hans á vef Landspítalans í gær að 600 starfsmenn spítalans væru óbólusettir. Réttur fjöldi er hins vegar 480 manns segir hann í dag. Innlent 28.10.2021 10:17
96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Fjörutíu og einn var í sóttkví við greiningu, eða tæp 43 prósent, en 55 utan sóttkvíar við greiningu, eða 57 prósent. Innlent 28.10.2021 10:13
Kvartaði til Samgöngustofu vegna of dýrs flugmiða Farþegi sem vildi komast heim til Spánar frá Íslandi í tæka tíð fyrir lokun landamæra Spánar á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins hafði ekki erindi sem erfiði hjá Samgöngustofu, eftir að hann kvartaði undan því að flugmiðinn sem hann keypti hafi verið of dýr. Neytendur 28.10.2021 09:12
600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. Innlent 27.10.2021 18:00
Bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks virkjuð á ný Bakvarðasveit heilbrigðisstarfsfólks hefur verið virkjuð á ný vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu. Um sé að ræða nauðsynlegt viðbragð til að mæta mönnunarvanda sem skapast geti vegna veikinda eða tímabundinnar sóttkvíar heilbrigðisstarfsfólks, komi smit upp á heilbrigðisstofnunum. Innlent 27.10.2021 14:09
Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ Innlent 27.10.2021 13:10
Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. Innlent 27.10.2021 12:02
Þrettán nú inniliggjandi vegna Covid-19 Þrettán sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Um mikla fjölgun er að ræða milli daga, en á mánudaginn voru sjö inniliggjandi. Innlent 27.10.2021 10:21
84 greindust smitaðir af veirunni í gær Áttatíu og fjórir greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 35 þeirra voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 49 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. Innlent 27.10.2021 10:14
Öldungadeildin samþykkir ákærur á hendur Bolsonaro Öldungadeildarþingmenn í Brasilíu hafa samþykkt að ákæra forseta landsins, Jair Bolsonaro, fyrir framgöngu hans í kórónuveirufaraldrinum. Forsetinn verður meðal annars ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni en 600 þúsund hafa látist vegna Covid-19 í landinu. Erlent 27.10.2021 07:38
Fimm starfsmenn FSu hafa greinst og skólanum lokað Fjölbrautaskóli Suðurlands verður lokaður í dag vegna kórónuveirusmita meðal starfsfólks skólans. Fimm starfsmenn skólans og að minnsta kosti einn nemandi hafa greinst með veiruna. Innlent 27.10.2021 07:28
Mæla með bólusetningu barna niður í fimm ára Sérfræðingar bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar (FDA) mæla með því að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett við kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Erlent 26.10.2021 22:45
Sóttvarnalæknir birtir færslur um þróun faraldursins Frá og með deginum í dag má vænta þess að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir birti stuttar færslur á Covid.is, vef Landlæknis og almannavarna, nokkrum sinnum í viku og fjalla um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Fyrsta færslan birtist í dag en þar segir sóttvarnalæknir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins hér á landi. Innlent 26.10.2021 21:46
„Ég held að við þurfum aðeins að endurskoða stöðuna“ Forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Landspítala, teljur að endurskoða þurfi fyrirætlanir stjórnvalda um að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi, í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. Innlent 26.10.2021 18:54
Fella niður skólahald og herða heimsóknarreglur vegna útbreiðslu Covid Skólahald í Auðarskóla í Dalabyggð hefur verið fellt niður út þessa viku og heimsóknarreglur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni verið hertar, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í sveitarfélaginu. Innlent 26.10.2021 17:16