Erlent

Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum degi í Þýska­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Jens Spahn er heilbrigðisráðherra Þýskalands.
Jens Spahn er heilbrigðisráðherra Þýskalands. AP

Um 34 þúsund manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í Þýskalandi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna á einum degi frá upphafi faraldursins.

Frá þessu greindu þýsk heilbrigðisyfirvöld í gær, daginn eftir að heilbrigðisráðherrann Jens Spahn varaði við að „massífur faraldur“ stæði nú yfir meðal óbólusettra Þjóðverja. Sagði hann of fáa hafa bólusett sig gegn veirunni.

Í frétt Reuters segir að enn sem komið er teljist einungis tveir af hverjum þremur Þjóðverjum fullbólusettir, en Þjóðverjar eru 83 milljónir.

Spahn mun á næstu dögum eiga fund með heilbrigðisráðherrum hinna sextán sambandsríkja Þýskalands þar sem þeir munu ræða hvernig hægt sé að takmarka útbreiðsluna meðal óbólusettra í landinu í vetur.


Tengdar fréttir

Mesti fjöldi smitaðra á einum degi síðan í janúar

Alls greindist 1.981 smitaður af kórónuveirunni í Danmörku síðasta sólarhringinn. Um er að ræða mesta fjöldann á einum degi síðan í byrjun janúar. Faraldurinn hefur verið í miklum vexti í landinu síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×