Sjúkrahúsið á Akureyri komið á hættustig Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 16:57 Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og á hættustig eftir að einn lagðist inn á gjörgæslu smitaður af Covid-19. Sá er í öndunarvél. Vísir/Tryggvi Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið fært af óvissustigi og upp á hættustig. Covid-sjúklingur liggur nú inni á gjörgæslu í öndunarvél vegna veikinnar. Mikið álag er á sjúkrahúsinu en enn hefur innlögn sjúklingsins ekki haft áhrif á aðra starfsemi spítalans. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að dagurinn hafi farið í að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum og að manna bakvaktir næstu daga. „Þetta hefur ekki haft áhrif á aðra starfsemi. Við höfum þurft að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum, það er samkvæmt okkar viðbragðsáætlun. Samkvæmt áætluninni mun viðbragðsstjórnin einnig funda daglega og við förum að undirbúa hvað þurfi að grea þurfi fleiri að leggjast inn,“ segir Sigurður en RÚV greindi fyrst frá. Eins og staðan er núna er sá sem liggur á gjörgæslu eini sjúklingurinn á sjúkrahúsinu sem smitaður er af Covid. Þó eru viðbúin rými á spítalanum þurfi fleiri að leggjast inn. „Við höfum haft tilbúin rými fyrir það ef við þurfum á að halda. Þá erum við einnig að huga að því að manna bakvaktir og vaktir fyrir þetta á næstu dögum á meðan þetta geisar áfram.“ Hann segir mikið álag hafa verið á spítalanum og starfsfólki þess. Mikið hafi safnast upp undanfarin tvö ár vegna faraldursins. „Já, það hefur verð mikið að gera. Bæði ákveðið uppsafnað eftir að við höfum verið að fókusera mest á Covid. Á síðustu tveimur árum höfum við þurft að fresta valkvæðum aðgerðum sem hafa verið að koma til okkar undanfarið. Það virðist vera að fólk hafi ekki verið í sama mæli að leita sér læknisaðstoðar á meðan þetta ástand var,“ segir Sigurður. Hann vonast til að þetta muni ekki hafa frekari áhrif á aðra starfsemi spítalans. „Eins og er erum við að reyna að komast hjá því og vinna þetta án þess. En það fer eftir því hvað þetta verður umfangsmikið hjá okkur á næstu dögum og vikum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, segir í samtali við fréttastofu að dagurinn hafi farið í að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum og að manna bakvaktir næstu daga. „Þetta hefur ekki haft áhrif á aðra starfsemi. Við höfum þurft að kalla til viðbótarstarfsfólk til að sinna innlögnum, það er samkvæmt okkar viðbragðsáætlun. Samkvæmt áætluninni mun viðbragðsstjórnin einnig funda daglega og við förum að undirbúa hvað þurfi að grea þurfi fleiri að leggjast inn,“ segir Sigurður en RÚV greindi fyrst frá. Eins og staðan er núna er sá sem liggur á gjörgæslu eini sjúklingurinn á sjúkrahúsinu sem smitaður er af Covid. Þó eru viðbúin rými á spítalanum þurfi fleiri að leggjast inn. „Við höfum haft tilbúin rými fyrir það ef við þurfum á að halda. Þá erum við einnig að huga að því að manna bakvaktir og vaktir fyrir þetta á næstu dögum á meðan þetta geisar áfram.“ Hann segir mikið álag hafa verið á spítalanum og starfsfólki þess. Mikið hafi safnast upp undanfarin tvö ár vegna faraldursins. „Já, það hefur verð mikið að gera. Bæði ákveðið uppsafnað eftir að við höfum verið að fókusera mest á Covid. Á síðustu tveimur árum höfum við þurft að fresta valkvæðum aðgerðum sem hafa verið að koma til okkar undanfarið. Það virðist vera að fólk hafi ekki verið í sama mæli að leita sér læknisaðstoðar á meðan þetta ástand var,“ segir Sigurður. Hann vonast til að þetta muni ekki hafa frekari áhrif á aðra starfsemi spítalans. „Eins og er erum við að reyna að komast hjá því og vinna þetta án þess. En það fer eftir því hvað þetta verður umfangsmikið hjá okkur á næstu dögum og vikum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22 Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Sjá meira
Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48
91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær 91 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 3. nóvember 2021 11:22
Ungbarn liggur á Landspítala með Covid-19 Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19, þar af eitt ungbarn. Þar af eru átta sjúklingar óbólusettir. 3. nóvember 2021 10:57