Leiðtogar Norðurlanda heita auknu samstarfi í öryggismálum Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2021 19:20 Leiðtogar Norðurlandanna segja nauðsynlegt að læra af covid faraldrinum og auka samstarf ríkjanna í öryggismálum og viðbrögðum við alls kyns kreppum. norðurlandaráð Leiðtogar norrænu ríkjanna lögðu áherslu á aukið samstarf um neyðarviðbúnað og annan viðbúnað á fundi Norðurlandaráðs í dag. Ríkin búi sig undir alls konar neyðarástand og kreppur, hvort sem þær eru af völdum manna eða náttúru. Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna og oddvita sjálfstjórna Álandseyja, Færeyja og Grænlands kemur fram að aukið samstarf gæti til dæmis falið í sér úrræði til að tryggja aðgengi að hreinu vatni og öruggum matvælum – og nægilegum lækningabúnaði til að takast á við heimsfaraldur. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra eru sammála um að læra af reynslunni af kórónuveirufaraldrinum með því að efla samstarf Norðurlandanna í kreppum ýmis konar.EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN DENMARK OUT Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur segir heimsfaraldurinn hafa verið sögulega áskorun sem draga ætti lærdóm af þannig að Norðurlönd yrðu betur búin undir kreppur í framtíðinni. Í umræðum í þingsal sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kórónuveirufaraldurinn hafa sýnt bæði styrkleika og veikleika norræns samstarfs. Í upphafi faraldurins hafi hvert ríki eðlilega fyrst og fremst hugað að öryggi sinna borgara. Hún vísaði til nýlegar viðhorfskönnunar á Norðurlöndunum. Katrín Jakobsdóttir segir aðgerðir íslenskra stjórnvalda þar sem allir hafi lotið sömu reglum hafa gefist vel.(Mads Claus Rasmussen/ Ritzau Scanpix via AP „Þá var gripið til þess að loka landamærum. Við sjáum það núna á þessari mikilvægu könnun sem verið hefur gerð að þetta olli ákveðnu vantrausti hjá fólkinu okkar. Það er vant því að geta farið á milli landa og að Norðurlöndin séu í raun eitt svæði,“ sagði Katrín Eftir því sem leið á faraldurinn hafi samstarf þjóðanna hins vegar færst í aukana vegna náinna tengsla stjórnmálamanna og embættismanna. Í fyrirspurnatíma til Katrínar kom fram gagnrýni á hin Norðurlöndin fyrir hversu lengi landamæri þeirra hafi verið lokuð á meðan Ísland hefði verið tiltölulega opið. Ísland hafi ekki stuðst við litakóðunarkerfi eins og hin Norðurlöndin og ekki lokað á ferðir fólks á milli einstakra landa og svæða eins og Danir lokuðu til dæmis á Svía. „Þannig að á endanum tókum við bara upp eitt kerfi fyrir alla. Mörgum þótti það íþyngjandi. Það fól í sér að fara í próf, fara í sóttkví og taka annað próf. Í dag erum við enn með það kerfi fyrir óbólusetta. Bólusettir þurfa bara að koma með neikvætt próf en þetta hefur gefist gríðarlega vel,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurlandaráð Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna og oddvita sjálfstjórna Álandseyja, Færeyja og Grænlands kemur fram að aukið samstarf gæti til dæmis falið í sér úrræði til að tryggja aðgengi að hreinu vatni og öruggum matvælum – og nægilegum lækningabúnaði til að takast á við heimsfaraldur. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra eru sammála um að læra af reynslunni af kórónuveirufaraldrinum með því að efla samstarf Norðurlandanna í kreppum ýmis konar.EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN DENMARK OUT Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur segir heimsfaraldurinn hafa verið sögulega áskorun sem draga ætti lærdóm af þannig að Norðurlönd yrðu betur búin undir kreppur í framtíðinni. Í umræðum í þingsal sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kórónuveirufaraldurinn hafa sýnt bæði styrkleika og veikleika norræns samstarfs. Í upphafi faraldurins hafi hvert ríki eðlilega fyrst og fremst hugað að öryggi sinna borgara. Hún vísaði til nýlegar viðhorfskönnunar á Norðurlöndunum. Katrín Jakobsdóttir segir aðgerðir íslenskra stjórnvalda þar sem allir hafi lotið sömu reglum hafa gefist vel.(Mads Claus Rasmussen/ Ritzau Scanpix via AP „Þá var gripið til þess að loka landamærum. Við sjáum það núna á þessari mikilvægu könnun sem verið hefur gerð að þetta olli ákveðnu vantrausti hjá fólkinu okkar. Það er vant því að geta farið á milli landa og að Norðurlöndin séu í raun eitt svæði,“ sagði Katrín Eftir því sem leið á faraldurinn hafi samstarf þjóðanna hins vegar færst í aukana vegna náinna tengsla stjórnmálamanna og embættismanna. Í fyrirspurnatíma til Katrínar kom fram gagnrýni á hin Norðurlöndin fyrir hversu lengi landamæri þeirra hafi verið lokuð á meðan Ísland hefði verið tiltölulega opið. Ísland hafi ekki stuðst við litakóðunarkerfi eins og hin Norðurlöndin og ekki lokað á ferðir fólks á milli einstakra landa og svæða eins og Danir lokuðu til dæmis á Svía. „Þannig að á endanum tókum við bara upp eitt kerfi fyrir alla. Mörgum þótti það íþyngjandi. Það fól í sér að fara í próf, fara í sóttkví og taka annað próf. Í dag erum við enn með það kerfi fyrir óbólusetta. Bólusettir þurfa bara að koma með neikvætt próf en þetta hefur gefist gríðarlega vel,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurlandaráð Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27