Búa sig undir að setja maskínuna aftur í gang Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 3. nóvember 2021 18:56 Frá bólusetningu gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll. Hún verður mögulega aftur vettvangur fjöldabólusetninga þegar byrjað verður að gefa örvunarskammta um miðjan nóvember. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að byrja að gefa stórum hópi fólks með undirliggjandi sjúkdóma örvunarskammt af bóluefni gegn kórónuveirunni næsta mánuðinn. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir örvunarskammt bæta ónæmi gegn veirunni umtalsvert. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, viðraði hugmyndir um að bráðlega yrði öllum Íslendingum boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer í pistli sem hann birti í dag. Slíkur skammtur yrði gefinn að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. Þegar er byrjað að gefa þriðja skammt bóluefnis sjötugu fólki og eldra. Næst er stefnt á að gefa fólki eldra en sextugu og framlínustarfsfólki í heilbrigðisgeiranum, lögreglu og sjúkraflutningafólki örvunarskammt. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að á næstunni verði sex mánuðir liðnir frá því að stór hópur fólks með undirliggjandi sjúkdóma var bólusettur í vor. Til skoðunar væri því að hefja aftur fjöldabólusetningu líkt og fyrr á þessu ári í Laugardalshöll í Reykjavík, dagana 15. nóvember til 15. desember. Viðræður væru í gangi við forsvarsmenn Laugardalshallar um fyrirkomulagið. „Við erum svona að búa okkur undir það að setja maskínuna í gang aftur,“ sagði Ragnheiður Ósk í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nýjar rannsóknir bendi til þess að mótefnasvar eftir þriðja skammt bóluefnis sé allt að sjö til tíu sinnum betra en eftir tvo skammta. Því væri full ástæða til þess að setja aftur kraft í bólusetningar og ná þeirri bylgju sem nú er í gangi niður. Eftir áramót gæti öllum sem það kjósa verið boðið að fá örvunarskammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, viðraði hugmyndir um að bráðlega yrði öllum Íslendingum boðin örvunarbólusetning með bóluefni Pfizer í pistli sem hann birti í dag. Slíkur skammtur yrði gefinn að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. Þegar er byrjað að gefa þriðja skammt bóluefnis sjötugu fólki og eldra. Næst er stefnt á að gefa fólki eldra en sextugu og framlínustarfsfólki í heilbrigðisgeiranum, lögreglu og sjúkraflutningafólki örvunarskammt. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði að á næstunni verði sex mánuðir liðnir frá því að stór hópur fólks með undirliggjandi sjúkdóma var bólusettur í vor. Til skoðunar væri því að hefja aftur fjöldabólusetningu líkt og fyrr á þessu ári í Laugardalshöll í Reykjavík, dagana 15. nóvember til 15. desember. Viðræður væru í gangi við forsvarsmenn Laugardalshallar um fyrirkomulagið. „Við erum svona að búa okkur undir það að setja maskínuna í gang aftur,“ sagði Ragnheiður Ósk í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nýjar rannsóknir bendi til þess að mótefnasvar eftir þriðja skammt bóluefnis sé allt að sjö til tíu sinnum betra en eftir tvo skammta. Því væri full ástæða til þess að setja aftur kraft í bólusetningar og ná þeirri bylgju sem nú er í gangi niður. Eftir áramót gæti öllum sem það kjósa verið boðið að fá örvunarskammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Til skoðunar að bjóða öllum þriðja skammt bóluefnisins Líklegt er að fljótlega verði hafist handa hér á landi við að bjóða öllum örvunarbólusetningu með bóluefni Pfizer segir sóttvarnalæknir í pistli sem hann birti á covid.is. Örvunarskammturinn verði veittur að minnsta kosti fimm til sex mánuðum eftir aðra bólusetningu. 3. nóvember 2021 14:48