Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Hlutfall ungs fólks meðal smitaðra eykst sífellt

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði við því í gær að ungt fólk væri nú að dreifa Covid-19 víða um heim. Fjöldi ungs fólks hafi smitast um heim allan en þau sýni heilt yfir minni einkenni en eldra fólk og eru því líklegri til að dreifa veirunni án þess að vera meðvituð um að þau beri hana.

Erlent
Fréttamynd

Geta nú valið á milli sýnatöku og 14 daga sóttkvíar

Farþegar sem koma til Íslands frá og deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með fimm daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga

Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga.

Innlent
Fréttamynd

Eitt smit nóg til þess að hefja nýja bylgju

Kári Stefánsson telur bestu leiðina til þess að verjast því að nýjar bylgjur kórónuveirufaraldursins gangi yfir landið með reglulegu millibili vera að skima fólk við komuna til landsins, skikka það í sóttkví og skima það svo aftur líkt

Innlent
Fréttamynd

Aftur í fjarvinnu: Önnur lota

Fæstir bjuggust við að vera komnir aftur í þá stöðu strax í ágúst að fjarvinna yrði jafn mikil nú og hún var í samkomubanni. Það er þó staðreyndin víða. Flestir eiga auðvelt með að taka upp fyrri fjarvinnutækni þótt margir sakni vinnustaðarins og vinnufélaga.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs

Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla.

Skoðun