Leikskóladeild lokað vegna kórónuveirusmits barns Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 12:09 Leikskólinn Hálsaskógur í Breiðholti. reykjavíkurborg Uppfært kl. 13:30:Þeir starfsmenn leikskólans Hálsaskógar og foreldrar sem talið var að kynnu að vera smituð af kórónuveirunni reyndust ósýkt. Þetta leiddu skimanir í ljós. Því er ekki talin þörf á að loka öllum leikskólanum, aðeins deild barnsins sem reyndist vera með staðfest kórónuveirusmit. Önnur á deildinni munu að sama skapi fara í fjórtán daga sóttkví. Upprunalegu fréttina má lesa hér að neðan Leikskólanum Hálsaskógi í Breiðholti var lokað í dag. Barn á leikskólanum greindist með virkt kórónuveirusmit og var því brugðið á það ráð að láta foreldra allra 75 barnanna í Hálsaskógi sækja þau. Þá leikur jafnframt grunur á að starfsmaður sé smitaður. Þetta segir Ásgerður Guðnadóttir leikskólastjóri í samtali við DV sem hún svo staðfestir í samtali við fréttastofu. Gengið sé út frá því að leikskólanum verði lokað í tvo daga. Í bréfi hennar til foreldra segir Ásgerður að allir starfsmenn og börn sem eru á sömu deild og fyrrnefnt barn verði í sóttkví í tvær vikur. Tvær aðrar deildir eru á leikskólanum og verða þær lokaðar þangað til að starfsmaðurinn sem óttast er að sé með virkt smit verður skimaður. Eftir skimun verði staðan endurmetin. Samkvæmt upplýsingum á covid.is er óalgengt að börn undir 18 ára aldri smitist af kórónuveirunni. Þannig hafi aðeins tvö börn á aldrinum 0 til 5 ára verið sett í einangrun vegna smits í þessari bylgju faraldursins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur að sama skapi sagt að rannsóknir á dreifingu sýkingarinnar hér innanlands sýni fram á að börn séu ekki aðeins ólíklegri til að sýkjast, heldur jafnframt ólíklegri til að smita út frá sér. Fréttin hefur verið uppfærð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Uppfært kl. 13:30:Þeir starfsmenn leikskólans Hálsaskógar og foreldrar sem talið var að kynnu að vera smituð af kórónuveirunni reyndust ósýkt. Þetta leiddu skimanir í ljós. Því er ekki talin þörf á að loka öllum leikskólanum, aðeins deild barnsins sem reyndist vera með staðfest kórónuveirusmit. Önnur á deildinni munu að sama skapi fara í fjórtán daga sóttkví. Upprunalegu fréttina má lesa hér að neðan Leikskólanum Hálsaskógi í Breiðholti var lokað í dag. Barn á leikskólanum greindist með virkt kórónuveirusmit og var því brugðið á það ráð að láta foreldra allra 75 barnanna í Hálsaskógi sækja þau. Þá leikur jafnframt grunur á að starfsmaður sé smitaður. Þetta segir Ásgerður Guðnadóttir leikskólastjóri í samtali við DV sem hún svo staðfestir í samtali við fréttastofu. Gengið sé út frá því að leikskólanum verði lokað í tvo daga. Í bréfi hennar til foreldra segir Ásgerður að allir starfsmenn og börn sem eru á sömu deild og fyrrnefnt barn verði í sóttkví í tvær vikur. Tvær aðrar deildir eru á leikskólanum og verða þær lokaðar þangað til að starfsmaðurinn sem óttast er að sé með virkt smit verður skimaður. Eftir skimun verði staðan endurmetin. Samkvæmt upplýsingum á covid.is er óalgengt að börn undir 18 ára aldri smitist af kórónuveirunni. Þannig hafi aðeins tvö börn á aldrinum 0 til 5 ára verið sett í einangrun vegna smits í þessari bylgju faraldursins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur að sama skapi sagt að rannsóknir á dreifingu sýkingarinnar hér innanlands sýni fram á að börn séu ekki aðeins ólíklegri til að sýkjast, heldur jafnframt ólíklegri til að smita út frá sér. Fréttin hefur verið uppfærð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira