Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 14:27 Frá upplýsingafundi dagsins. vísir/sigurjón Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. Ástand faraldursins í landinu yrði þannig sett fram sem lituð viðvörun og sér Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fyrir sér að með þessu væri hægt að gefa út veiruviðvaranir á afmarkaða landshluta. Á upplýsingafundi dagsins sagði Víðir að kallað hafi verið eftir því að skapa fyrirsjáanleika í viðbrögðum hins opinbera við kórónuveirufaldrinum. Það myndi gagnast mörgum hópum vel, til að mynda atvinnulífinu, viðburðahöldurum og skólum svo einhver séu nefnd. Í því samhengi nefndi Víðir að til skoðunar sé að útbúa stigskiptingu ástandsins á hverjum tíma. Horft væri til þess að taka upp litakóða, innan hvers þess stigs sem almannavarnir reiða sig á nú þegar; eins og hættustigs og óvissustigs. Þessi litakóði yrði þannig svipaður og þekkist í veðrinu. Það myndi gefa almannavörnum færi á að gefa út litakóðaðar viðvaranir, jafnvel eftir landshlutum, út frá ástandinu á hverjum tíma. Þannig geti fólk, án þess að þörf sé á því að breyta þeim reglum og viðurlögum sem eru í gildi, hagað eigin aðgerðum eftir því hvaða viðvörun gildir þá stundina. Víðir segir að þess konar kerfi væri ætlað að tvinna saman kröfur um sóttvarnir og óskir um að lifa í opnu og frjálsu samfélagi. Til þess að svo geti orðið þurfi jafnframt að huga að upplýsingaflæðinu og sjá til þess að allt sé skýrt og einfalt. Það sé til þess fallið að draga úr upplýsingaóreiðu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Sjá meira
Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. Ástand faraldursins í landinu yrði þannig sett fram sem lituð viðvörun og sér Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fyrir sér að með þessu væri hægt að gefa út veiruviðvaranir á afmarkaða landshluta. Á upplýsingafundi dagsins sagði Víðir að kallað hafi verið eftir því að skapa fyrirsjáanleika í viðbrögðum hins opinbera við kórónuveirufaldrinum. Það myndi gagnast mörgum hópum vel, til að mynda atvinnulífinu, viðburðahöldurum og skólum svo einhver séu nefnd. Í því samhengi nefndi Víðir að til skoðunar sé að útbúa stigskiptingu ástandsins á hverjum tíma. Horft væri til þess að taka upp litakóða, innan hvers þess stigs sem almannavarnir reiða sig á nú þegar; eins og hættustigs og óvissustigs. Þessi litakóði yrði þannig svipaður og þekkist í veðrinu. Það myndi gefa almannavörnum færi á að gefa út litakóðaðar viðvaranir, jafnvel eftir landshlutum, út frá ástandinu á hverjum tíma. Þannig geti fólk, án þess að þörf sé á því að breyta þeim reglum og viðurlögum sem eru í gildi, hagað eigin aðgerðum eftir því hvaða viðvörun gildir þá stundina. Víðir segir að þess konar kerfi væri ætlað að tvinna saman kröfur um sóttvarnir og óskir um að lifa í opnu og frjálsu samfélagi. Til þess að svo geti orðið þurfi jafnframt að huga að upplýsingaflæðinu og sjá til þess að allt sé skýrt og einfalt. Það sé til þess fallið að draga úr upplýsingaóreiðu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45