Innlent

SA vill greiningu á hagrænum áhrifum hertra takmarkana

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Samkvæmt greiningu sem samtökin létu gera er árlegt tjón greinarinnar á næstu árum metið á 150 milljarða króna.
Samkvæmt greiningu sem samtökin létu gera er árlegt tjón greinarinnar á næstu árum metið á 150 milljarða króna. Vísir/Vilhelm

Samtök atvinnulífsins (SA) kalla eftir því að stjórnvöld framkvæmi heildstæða greiningu á hagrænum áhrifum þess að herða takmarkanir á landamærunum. Stjórnvöld þurfi að rökstyðja vel þær aðgerðir sem geta valdið ferðaþjónustunni tugmilljarða króna tjóni.

Samkvæmt greiningu sem samtökin létu gera er árlegt tjón greinarinnar á næstu árum metið á 150 milljarða króna. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir í samtali við Fréttablaðið að samtökin vilji sjá greiningu sem rökstyðji svo íþyngjandi aðgerðir, þannig að hægt sé að sýna fram á að ávinningurinn vinni upp tjónið.

Hún bætir við að ef spár Seðlabankans fyrir og eftir tilkomu kórónuveirunnar eru bornar saman megi draga þá ályktun að heildartjón vegna veirunnar geti hlaupið á 400 til 500 milljörðum króna.


Tengdar fréttir

Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti er­lendis

Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×