Sundlaugargestir hafa kallað til lögreglu vegna tveggja metra reglunnar Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2020 21:24 Komið hefur til þess að sundlaugargestir í höfuðborginni hafi kallað til lögreglu þar sem að illa hafi gengið að fylgja tveggja metra fjarlægðarreglunni. Þetta sagði Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri ÍTR í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að heilt yfir hafi vel gengið að halda tveggja metra regluna í sundlaugum borgarinnar. „Við erum auðvitað með takmarkanir og getum því ekki tekið við öllum þeim sem vilja koma. Það þýðir það að við erum með raðir, fólk er ósköp rólegt og tekur tillit til þess,” segir Steinþór. Lögregla hafi í reglubundnu eftirliti með opinberum stöðum kíkt í sundlaugar og skoðað aðstæður en einnig hafi komið til þess að sundlaugargestir hafi sjálfir kallað til lögreglu vegna skorts á framfylgd fjarlægðarreglna. „Við náttúrulega biðlum til fólks að gestir taki tillit til annarra og að þeir passi sjálfir upp á tveggja metra regluna. Við pössum upp á fjöldatakmörkunina og getum því bara tekið ákveðinn fjölda inn. Svo verður hver og einn gestur að taka tillit til allra í kringum sig,” segir skrifstofustjórinn. Steinþór segir þá að starfsfólki sundlauganna geti reynst erfitt að átta sig á því hvaða aðilar eru fjölskyldumeðlimir og hverjir þekkjast ekki þegar reglum er framfylgt. Þá sé von á margmenni í sundlaugum um helgina líkt og hefur verið í veðurblíðu vikunnar. „Það eru góðir dagar núna og þá vilja allir koma í sund. Í góðu veðri verða biðraðir og það er bara það sem menn þurfa að taka tillit til,” sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri ÍTR. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Komið hefur til þess að sundlaugargestir í höfuðborginni hafi kallað til lögreglu þar sem að illa hafi gengið að fylgja tveggja metra fjarlægðarreglunni. Þetta sagði Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri ÍTR í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að heilt yfir hafi vel gengið að halda tveggja metra regluna í sundlaugum borgarinnar. „Við erum auðvitað með takmarkanir og getum því ekki tekið við öllum þeim sem vilja koma. Það þýðir það að við erum með raðir, fólk er ósköp rólegt og tekur tillit til þess,” segir Steinþór. Lögregla hafi í reglubundnu eftirliti með opinberum stöðum kíkt í sundlaugar og skoðað aðstæður en einnig hafi komið til þess að sundlaugargestir hafi sjálfir kallað til lögreglu vegna skorts á framfylgd fjarlægðarreglna. „Við náttúrulega biðlum til fólks að gestir taki tillit til annarra og að þeir passi sjálfir upp á tveggja metra regluna. Við pössum upp á fjöldatakmörkunina og getum því bara tekið ákveðinn fjölda inn. Svo verður hver og einn gestur að taka tillit til allra í kringum sig,” segir skrifstofustjórinn. Steinþór segir þá að starfsfólki sundlauganna geti reynst erfitt að átta sig á því hvaða aðilar eru fjölskyldumeðlimir og hverjir þekkjast ekki þegar reglum er framfylgt. Þá sé von á margmenni í sundlaugum um helgina líkt og hefur verið í veðurblíðu vikunnar. „Það eru góðir dagar núna og þá vilja allir koma í sund. Í góðu veðri verða biðraðir og það er bara það sem menn þurfa að taka tillit til,” sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri ÍTR.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira