Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Runólfur tekinn til starfa sem forstjóri Landspítala

Runólfur Pálsson hefur hafið störf sem forstjóri Landspítala. Í ávarpi sínu á vef Landspítala segist Runólfur taka við starfinu af stolti og auðmýkt. Hann segir árangur spítalans á ýmsum sviðum hafa vakið eftirtekt og að sá árangur sé starfsfólki spítalans að þakka en lýsir þó yfir áhyggjum eftir kórónuveirufaraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýn á að Covid-stormurinn gangi yfir á næstu vikum

Farsóttanefnd Landspítala segir enn mikið álag á spítalanum vegna Covid en 53 sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist smitaður hér á landi og frá því að fyrsti Covid sjúklingurinn var lagður inn. Veikindin eru nú vægari og telur spítalinn líklegt að Covid stormurinn gangi yfir á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

1.099 greindust smitaðir í gær

Alls greindust tæplega ellefu hundruð manns smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær að því er kemur fram á covid.is en 1.023 greindust við hraðpróf og 76 við PCR-próf. Tvö ár eru liðin frá því að fyrsta Covid smitið greindist hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

1.587 greindust innanlands í gær

Alls greindust 1.587 einstaklingar með Covid-19 innanlands í gær. Þá greindust 155 með landamærasmit. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Aðgát skal höfð

Eftirfarandi línur eru settar á blað til að hvetja lesendur til aðgátar. Það sem átti að vera nokkurra vikna átak til „að fletja kúrfuna“ varð að tveggja ára haftatíma. Þegar við nú loks drögum andann léttar blasir við nýr veruleiki.

Skoðun
Fréttamynd

Brjálaðri af­léttinga­nótt en í fyrra

Í gærkvöldi gátu skemmtanaþyrstir Íslendingar loksins djammað almennilega án nokkurra takmarkana. Aðfaranótt fimmtudags voru allar sóttvarnatakmarkanir felldar úr gildi og gátu skemmtistaðir því haft opið langt inn í aðfaranótt laugardagsins.

Lífið
Fréttamynd

Mikill erill fyrstu djammnóttina eftir afléttingar

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók hennar. Sextíu og átta mál voru skáð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Þrír gistu fangageymslur og níu ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Himin­lifandi með af­léttingar en hafa á­hyggjur af nýrri ógn

Lífið á Ís­landi varð með öllu hömlu­laust á mið­nætti þegar allar sótt­varna­að­gerðir vegna kórónu­veirunnar voru felldar úr gildi. Fram­kvæmda­stjóri í ferða­þjónustu og for­maður nem­enda­fé­lags fagna frelsinu en eru þó bæði uggandi yfir nýrri ógn.

Innlent
Fréttamynd

Opið án tak­markana í fyrsta sinn frá opnun

Rekstrar­stjóri Auto segir marga hafa kallað þá brjál­æðinga fyrir að hafa opnað skemmti­stað í miðjum heims­far­aldri. Í kvöld verður gal­opið og nú í fyrsta skipti án sam­komu­tak­markana.

Innlent
Fréttamynd

4.333 greindust innan­lands í gær

4.333 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 126 á landamærum. Af þeim 4.333 sem greindust innanlands í gær greindust 3.100 í PCR-prófi og 1.233 í hraðprófi. Aldrei hafa svo margir greinst innanlands hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Engar takmarkanir lengur í gildi vegna Covid

Öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins hefur nú verið aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Þá hefur krafa um einangrun þeirra sem greinast smitaðir verið felld niður. Þetta er í annað sinn sem samkomutakmörkunum innanlands hefur verið aflétt en nú hefur skrefið verið tekið að fullu, og vonandi í síðasta sinn.

Innlent
Fréttamynd

Draga til­kynningu um dauðs­fall af völdum Co­vid-19 til baka

Ekki er lengur talið að Covid-19 hafi átt afgerandi þátt í andláti einstaklings sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri um seinustu helgi. Þetta kemur fram í leiðréttingu frá viðbragðsstjórn spítalans sem hafði greint frá því að um væri að ræða fyrsta dauðsfallið þar af völdum faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Kær­komið frelsi

Afnám allra sóttvarnartakmarkana eru kærkomin kaflaskil. Loks getum við byrjað að lifa og njóta þess að vera til án takmarkana, því ber að fagna ákaft.

Skoðun