Mörg börn töluvert veik vegna Covid-19 Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. mars 2022 20:45 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Baldur Mikið álag hefur verið á heilsugæslustöðvum landsins, enda hafa tugþúsundir Íslendinga greinst með kórónuveiruna síðustu vikur. Margir eru nokkuð veikir og sér í lagi ung börn sem ekki eru bólusett sökum aldurs. Sérstök upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sér um að svara fyrirspurnum vegna faraldursins og veita ráðgjöf en þangað leita um þrettán hundruð manns á dag. „Það eru bara mikil veikindi fyrst og fremst. Það eru langflestir sem eru þannig. Óbólusettu börnin verða dálítið mikið veik sum, og svo er fólk sem er að vanda sig og vill ekki smita aðra og er að velta fyrir sér hvenær það hættir að vera smitandi eftir að hafa verið veik,“ segir Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar á upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir færri þó glíma við alvarleg veikindi en fyrr í faraldrinum. „Fólk er töluvert veikt en það er ekki svona alvarlega veikt eins og það var í fyrri bylgjum þegar fólk lá inni á spítala í meira mæli hlutfallslega.“ Margir sem hafi haft samband beri sig illa. „Það er mjög veikt. Það er vont að vera með hita, háan hita, kannski í marga daga og sumir eru jafnvel með hita í eina, tvær og þrjár vikur og það þykir fólki erfitt og hóstinn mjög sár og erfiður.“ Geta fengið Parkódín án lyfseðils Þar sem margir hafa verið með sáran hósta getur fólk nú með virkt Covid-19 smit keypt Parkódín án lyfseðils. „Það er mjög skynsamlegt að nota það sem verkjastillandi lyf af því það stillir líka hóstann,“ segir Óskar. Nokkuð er um fólk sem telur sig orðið hresst slái niður og þá er einnig nokkuð um veikindi hjá börnum sem eru með veiruna. „Börn eru töluvert veik. Þau eru náttúrulega óbólusett sem eru undir fimm ára. Þannig þá verða veikindin oft erfiðari og þá er það hár hiti í nokkra daga og það er kannski erfitt fyrir foreldra en í sjálfu sér sleppa flestir. En þetta eru töluvert mörg börn þannig það finnst fyrir því í samfélaginu.“ Færri hafa greinst með veiruna síðustu daga og vonar Óskar að draga muni úr álagi. „Núna sjáum við fyrir endann á þessu vonandi þannig að þetta ætti nú að fara minnkandi með hverjum deginum þannig að við lifum í voninni með það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilsa Tengdar fréttir „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Sérstök upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sér um að svara fyrirspurnum vegna faraldursins og veita ráðgjöf en þangað leita um þrettán hundruð manns á dag. „Það eru bara mikil veikindi fyrst og fremst. Það eru langflestir sem eru þannig. Óbólusettu börnin verða dálítið mikið veik sum, og svo er fólk sem er að vanda sig og vill ekki smita aðra og er að velta fyrir sér hvenær það hættir að vera smitandi eftir að hafa verið veik,“ segir Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar á upplýsingamiðstöð Heilsugæslunnar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir færri þó glíma við alvarleg veikindi en fyrr í faraldrinum. „Fólk er töluvert veikt en það er ekki svona alvarlega veikt eins og það var í fyrri bylgjum þegar fólk lá inni á spítala í meira mæli hlutfallslega.“ Margir sem hafi haft samband beri sig illa. „Það er mjög veikt. Það er vont að vera með hita, háan hita, kannski í marga daga og sumir eru jafnvel með hita í eina, tvær og þrjár vikur og það þykir fólki erfitt og hóstinn mjög sár og erfiður.“ Geta fengið Parkódín án lyfseðils Þar sem margir hafa verið með sáran hósta getur fólk nú með virkt Covid-19 smit keypt Parkódín án lyfseðils. „Það er mjög skynsamlegt að nota það sem verkjastillandi lyf af því það stillir líka hóstann,“ segir Óskar. Nokkuð er um fólk sem telur sig orðið hresst slái niður og þá er einnig nokkuð um veikindi hjá börnum sem eru með veiruna. „Börn eru töluvert veik. Þau eru náttúrulega óbólusett sem eru undir fimm ára. Þannig þá verða veikindin oft erfiðari og þá er það hár hiti í nokkra daga og það er kannski erfitt fyrir foreldra en í sjálfu sér sleppa flestir. En þetta eru töluvert mörg börn þannig það finnst fyrir því í samfélaginu.“ Færri hafa greinst með veiruna síðustu daga og vonar Óskar að draga muni úr álagi. „Núna sjáum við fyrir endann á þessu vonandi þannig að þetta ætti nú að fara minnkandi með hverjum deginum þannig að við lifum í voninni með það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilsa Tengdar fréttir „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
„Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31
Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40
Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu