Mikilvægt að hlustað sé á áhyggjur foreldra með veik börn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 22:00 Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar. Fyrr í dag birtist viðtal við foreldra tveggja ára stúlku sem lést úr Covid-19. Þau telja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og segja að dóttir þeirra væri enn á lífi ef hlustað hefði verið á þau. „Þetta hræðilega tilfelli það kennir okkur enn og aftur að bera virðingu fyrir þessari veiru, sem og öðrum öndunarfæraveirum sem herja á börn og aðra. Það er mjög sjaldgæft að veikindi af völdum Covid verði svona lífshættuleg, en það gerist,“ sagði Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við vitum að það gerist úti í hinum stóra heimi og við vissum að það gæti gerst á Íslandi líka. Alvarleg veikindi eru enn þá sjaldgæf, og það er það sem gerir þetta svo erfitt.“ Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra með veik börn, og þeirra áhyggjur. „Við segjum þetta mjög oft við foreldra. Hlustið á eigin tilfinningu. Ef þið hafið áhyggjur, þá á að hafa samband og láta meta barnið.“ Átta börn liggi inni í dag Valtýr segir að í upphafi faraldurs hafi fá börn lagst inn á spítala vegna Covid. Fyrsta árið hafi það verið afar fátítt. „En núna með þessari gríðarlegu aukningu smita hjá börnum hafa innlagnir verið nokkur margar. Núna eru í kringum 40 börn sem hafa þurft að leggjast inn. Bara í dag eru átta börn inniliggjandi með Covid.“ Valtýr segir að til skoðunar sé að bólusetja börn undir fimm ára aldri, og hafi raunar verið lengi. Það verði þó ekki gert á næstu mánuðum. „Ég myndi halda kannski einhvern tímann með haustinu væru þau bóluefni tilbúin, en við vitum ekkert hvernig faraldurinn verður á þeim tíma og það þarf þá bara að meta hvort það er kominn nýr stofn, eða hvort það er áfram sami stofn sem flest börn hafa smitast af. Það myndi þá ekki vera lógískt að fara af stað með þá bólusetningarherferð.“ Skilaboðin í tilfellum sem þessum séu einföld: „Hlustum á hvort annað.“ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Fyrr í dag birtist viðtal við foreldra tveggja ára stúlku sem lést úr Covid-19. Þau telja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og segja að dóttir þeirra væri enn á lífi ef hlustað hefði verið á þau. „Þetta hræðilega tilfelli það kennir okkur enn og aftur að bera virðingu fyrir þessari veiru, sem og öðrum öndunarfæraveirum sem herja á börn og aðra. Það er mjög sjaldgæft að veikindi af völdum Covid verði svona lífshættuleg, en það gerist,“ sagði Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við vitum að það gerist úti í hinum stóra heimi og við vissum að það gæti gerst á Íslandi líka. Alvarleg veikindi eru enn þá sjaldgæf, og það er það sem gerir þetta svo erfitt.“ Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra með veik börn, og þeirra áhyggjur. „Við segjum þetta mjög oft við foreldra. Hlustið á eigin tilfinningu. Ef þið hafið áhyggjur, þá á að hafa samband og láta meta barnið.“ Átta börn liggi inni í dag Valtýr segir að í upphafi faraldurs hafi fá börn lagst inn á spítala vegna Covid. Fyrsta árið hafi það verið afar fátítt. „En núna með þessari gríðarlegu aukningu smita hjá börnum hafa innlagnir verið nokkur margar. Núna eru í kringum 40 börn sem hafa þurft að leggjast inn. Bara í dag eru átta börn inniliggjandi með Covid.“ Valtýr segir að til skoðunar sé að bólusetja börn undir fimm ára aldri, og hafi raunar verið lengi. Það verði þó ekki gert á næstu mánuðum. „Ég myndi halda kannski einhvern tímann með haustinu væru þau bóluefni tilbúin, en við vitum ekkert hvernig faraldurinn verður á þeim tíma og það þarf þá bara að meta hvort það er kominn nýr stofn, eða hvort það er áfram sami stofn sem flest börn hafa smitast af. Það myndi þá ekki vera lógískt að fara af stað með þá bólusetningarherferð.“ Skilaboðin í tilfellum sem þessum séu einföld: „Hlustum á hvort annað.“
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent