„Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. mars 2022 18:31 Runólfur Pálsson tók nýlega við sem forstjóri Landspítalans en álagið þar hefur verið mikið síðustu vikur út af Covid-19. Vísir/Vilhelm Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinast hafa með kórónuveiruna. Þegar mest var í lok febrúar greindust nærri fimm þúsund með veiruna á sólarhring. Síðustu daga hafa frá rúmlega eitt þúsund til rúmlega tvö þúsund manns greinst með veiruna. „Ef við lítum aðeins á Covid-19 að þá hefur tilfellum aðeins fækkað. Síðustu þrír dagar held ég geti sagt hafa verið bara mjög stöðugir. Það var aðeins í upphafi síðustu viku sem að innlögnum smitaðra fjölgaði mjög og það náttúrulega olli okkur miklum erfiðleikum vegna skorts á legurými og þessari miklu manneklu sem við eigum við að stríða. En einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta og það er náttúrulega bara starfsfólkinu að þakka.“ Um áttatíu sjúklingar eru með Covid-19 á Landspítalanum en sjötíu og fjórir þeirra eru með virkt smit. Fjórir eru á gjörgæslu en þrír þeirra eru í öndunarvél. Þá hefur verið nokkuð um að börn hafi leitað á spítalann með Covid-19. „Það hefur verið mikið annríki á bráðamóttöku barn af þeim sökum og mikið um sem sagt að það sé verið að veita þjónustu en svona heilt yfir hefur það verið mjög vel viðráðanlegt. Það hefur ekki borið að neinu marki á því að börn séu mjög alvarlega veik. Það verður að teljast gott og er kannski í samræmi við það sem við hefðum kannski búist við en það er alltaf hætta á því að einn og einn einstaklingur veikist mjög alvarlega og það höfum við svo sannarlega séð jafnvel í þessari ómíkronbylgju.“ Þá segir hann álagið enn mikið en vonast til að allt sé að þokast í rétta átt. „Auðvitað vonumst við til þess að þessir síðustu dagar séu til marks um það að við séum að sjá einhverja niðursveiflu fram undan. Þetta er búið vara þetta ástand kannski lengur hjá okkur heldur en svona toppur í þessari ómíkronbylgju í sumum nágrannalandanna. Þannig við höfum verið með miklar væntingar til þess að þetta fari að koma og við vonum það en þetta er erfitt áfram og við bara gerum allt sem við getum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. 6. mars 2022 23:15 Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 10. mars 2022 12:01 Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Landspítali á neyðarstigi en unnið að afléttingu takmarkana Landspítali er á neyðarstigi og 55 sjúklingar eru inniliggjandi með Covid á spítalanum. Farsóttanefnd skoðar möguleika á afléttingum á takmörkunum innan spítalans vegna faraldursins en ólíklegt að hratt verði farið af stað. 1. mars 2022 20:51 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinast hafa með kórónuveiruna. Þegar mest var í lok febrúar greindust nærri fimm þúsund með veiruna á sólarhring. Síðustu daga hafa frá rúmlega eitt þúsund til rúmlega tvö þúsund manns greinst með veiruna. „Ef við lítum aðeins á Covid-19 að þá hefur tilfellum aðeins fækkað. Síðustu þrír dagar held ég geti sagt hafa verið bara mjög stöðugir. Það var aðeins í upphafi síðustu viku sem að innlögnum smitaðra fjölgaði mjög og það náttúrulega olli okkur miklum erfiðleikum vegna skorts á legurými og þessari miklu manneklu sem við eigum við að stríða. En einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta og það er náttúrulega bara starfsfólkinu að þakka.“ Um áttatíu sjúklingar eru með Covid-19 á Landspítalanum en sjötíu og fjórir þeirra eru með virkt smit. Fjórir eru á gjörgæslu en þrír þeirra eru í öndunarvél. Þá hefur verið nokkuð um að börn hafi leitað á spítalann með Covid-19. „Það hefur verið mikið annríki á bráðamóttöku barn af þeim sökum og mikið um sem sagt að það sé verið að veita þjónustu en svona heilt yfir hefur það verið mjög vel viðráðanlegt. Það hefur ekki borið að neinu marki á því að börn séu mjög alvarlega veik. Það verður að teljast gott og er kannski í samræmi við það sem við hefðum kannski búist við en það er alltaf hætta á því að einn og einn einstaklingur veikist mjög alvarlega og það höfum við svo sannarlega séð jafnvel í þessari ómíkronbylgju.“ Þá segir hann álagið enn mikið en vonast til að allt sé að þokast í rétta átt. „Auðvitað vonumst við til þess að þessir síðustu dagar séu til marks um það að við séum að sjá einhverja niðursveiflu fram undan. Þetta er búið vara þetta ástand kannski lengur hjá okkur heldur en svona toppur í þessari ómíkronbylgju í sumum nágrannalandanna. Þannig við höfum verið með miklar væntingar til þess að þetta fari að koma og við vonum það en þetta er erfitt áfram og við bara gerum allt sem við getum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. 6. mars 2022 23:15 Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 10. mars 2022 12:01 Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Landspítali á neyðarstigi en unnið að afléttingu takmarkana Landspítali er á neyðarstigi og 55 sjúklingar eru inniliggjandi með Covid á spítalanum. Farsóttanefnd skoðar möguleika á afléttingum á takmörkunum innan spítalans vegna faraldursins en ólíklegt að hratt verði farið af stað. 1. mars 2022 20:51 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. 6. mars 2022 23:15
Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 10. mars 2022 12:01
Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11
Landspítali á neyðarstigi en unnið að afléttingu takmarkana Landspítali er á neyðarstigi og 55 sjúklingar eru inniliggjandi með Covid á spítalanum. Farsóttanefnd skoðar möguleika á afléttingum á takmörkunum innan spítalans vegna faraldursins en ólíklegt að hratt verði farið af stað. 1. mars 2022 20:51